Ronaldo alltaf komist áfram úr 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. apríl 2019 13:30 Ronaldo fagnar marki sínu í fyrri leiknum gegn Ajax. vísir/getty Juventus tekur á móti Ajax í seinni leik liðana í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Sá fyrri fór 1-1. Stuðningsmenn Juventus geta yljað sér við þá tölfræði að Cristiano Ronaldo hefur aldrei fallið úr leik í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á ferlinum. Lið með Ronaldo innanborðs hafa ellefu sinnum komist áfram úr 8-liða úrslitum í ellefu tilraunum. Portúgalinn komst þrisvar sinnum áfram úr 8-liða úrslitunum sem leikmaður Manchester United og átta sinnum sem leikmaður Real Madrid. Ronaldo skoraði mark Juventus í fyrri leiknum gegn Ajax í Amsterdam. Ítalíumeisturunum nægir markalaust jafntefli til að komast í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Ronaldo hefur skorað í síðustu sex leikjum sínum í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Alls hefur hann skorað 24 mörk í 8-liða úrslitum keppninnar, 14 mörkum meira en næsti maður.Cristiano Ronaldo in Champions League quarter-finals: —100% progression to the next round (11/11) —24 goals — 14 more than closest rival —Scored in each of his last six appearances pic.twitter.com/m1j0R4S9Ux— B/R Football (@brfootball) April 16, 2019 Ronaldo hefur skorað a.m.k. eitt mark í öllum einvígum í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar sem hann hefur tekið þátt í nema einu; gegn Atlético Madrid tímabilið 2014-15. Real Madrid vann einvígið samanlagt 1-0, með marki Javiers Hernández. Ronaldo hefur fimm sinnum unnið Meistaradeildina, einu sinni með Manchester United (2008) og fjórum sinnum með Real Madrid (2014, 2016-18). Hann er markahæsti leikmaður í sögu keppninnar með 125 mörk. Fimm þeirra hafa komið á þessu tímabili. Leikur Juventus og Ajax hefst klukkan klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.Ronaldo í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu:2006-07 Man. Utd. 8-3 Roma - Tvö mörk frá Ronaldo2007-08 Man. Utd. 3-0 Roma - Eitt mark frá Ronaldo2008-09 Man. Utd. 3-2 Porto - Eitt mark frá Ronaldo2010-11 Real Madrid 5-0 Totenham - Tvö mörk frá Ronaldo2011-12 Real Madrid 8-2 APOEL - Tvö mörk frá Ronaldo2012-13 Real Madrid 5-3 Galatasary - Þrjú mörk frá Ronaldo2013-14 Real Madrid 3-2 Dortmund - Eitt mark frá Ronaldo2014-15 Real Madrid 1-0 Atlético Madrid - Ekkert mark frá Ronaldo2015-16 Real Madrid 3-2 Wolfsburg - Þrjú mörk frá Ronaldo2016-17 Real Madrid 6-3 Bayern München - Fimm mörk frá Ronaldo2017-18 Real Madrid 4-3 Juventus - Þrjú mörk frá Ronaldo Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Ronaldo skoraði en niðurstaðan jafntefli Ajax sló út Real Madrid og tekst þeim það sama gegn Juventus? 10. apríl 2019 21:00 Velta því fyrir sér hvort Messi nái einhvern tímann meti Cristiano Ronaldo Lionel Messi missti Cristiano Ronaldo einu marki í viðbót fram úr sér í gærkvöldi og það lítur út fyrir það að Portúgalinn sé langt kominn með því að tryggja sér metið yfir flest Meistaradeildarmörk sögunnar. 11. apríl 2019 10:30 Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Juventus tekur á móti Ajax í seinni leik liðana í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Sá fyrri fór 1-1. Stuðningsmenn Juventus geta yljað sér við þá tölfræði að Cristiano Ronaldo hefur aldrei fallið úr leik í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á ferlinum. Lið með Ronaldo innanborðs hafa ellefu sinnum komist áfram úr 8-liða úrslitum í ellefu tilraunum. Portúgalinn komst þrisvar sinnum áfram úr 8-liða úrslitunum sem leikmaður Manchester United og átta sinnum sem leikmaður Real Madrid. Ronaldo skoraði mark Juventus í fyrri leiknum gegn Ajax í Amsterdam. Ítalíumeisturunum nægir markalaust jafntefli til að komast í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Ronaldo hefur skorað í síðustu sex leikjum sínum í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Alls hefur hann skorað 24 mörk í 8-liða úrslitum keppninnar, 14 mörkum meira en næsti maður.Cristiano Ronaldo in Champions League quarter-finals: —100% progression to the next round (11/11) —24 goals — 14 more than closest rival —Scored in each of his last six appearances pic.twitter.com/m1j0R4S9Ux— B/R Football (@brfootball) April 16, 2019 Ronaldo hefur skorað a.m.k. eitt mark í öllum einvígum í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar sem hann hefur tekið þátt í nema einu; gegn Atlético Madrid tímabilið 2014-15. Real Madrid vann einvígið samanlagt 1-0, með marki Javiers Hernández. Ronaldo hefur fimm sinnum unnið Meistaradeildina, einu sinni með Manchester United (2008) og fjórum sinnum með Real Madrid (2014, 2016-18). Hann er markahæsti leikmaður í sögu keppninnar með 125 mörk. Fimm þeirra hafa komið á þessu tímabili. Leikur Juventus og Ajax hefst klukkan klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.Ronaldo í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu:2006-07 Man. Utd. 8-3 Roma - Tvö mörk frá Ronaldo2007-08 Man. Utd. 3-0 Roma - Eitt mark frá Ronaldo2008-09 Man. Utd. 3-2 Porto - Eitt mark frá Ronaldo2010-11 Real Madrid 5-0 Totenham - Tvö mörk frá Ronaldo2011-12 Real Madrid 8-2 APOEL - Tvö mörk frá Ronaldo2012-13 Real Madrid 5-3 Galatasary - Þrjú mörk frá Ronaldo2013-14 Real Madrid 3-2 Dortmund - Eitt mark frá Ronaldo2014-15 Real Madrid 1-0 Atlético Madrid - Ekkert mark frá Ronaldo2015-16 Real Madrid 3-2 Wolfsburg - Þrjú mörk frá Ronaldo2016-17 Real Madrid 6-3 Bayern München - Fimm mörk frá Ronaldo2017-18 Real Madrid 4-3 Juventus - Þrjú mörk frá Ronaldo
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Ronaldo skoraði en niðurstaðan jafntefli Ajax sló út Real Madrid og tekst þeim það sama gegn Juventus? 10. apríl 2019 21:00 Velta því fyrir sér hvort Messi nái einhvern tímann meti Cristiano Ronaldo Lionel Messi missti Cristiano Ronaldo einu marki í viðbót fram úr sér í gærkvöldi og það lítur út fyrir það að Portúgalinn sé langt kominn með því að tryggja sér metið yfir flest Meistaradeildarmörk sögunnar. 11. apríl 2019 10:30 Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Ronaldo skoraði en niðurstaðan jafntefli Ajax sló út Real Madrid og tekst þeim það sama gegn Juventus? 10. apríl 2019 21:00
Velta því fyrir sér hvort Messi nái einhvern tímann meti Cristiano Ronaldo Lionel Messi missti Cristiano Ronaldo einu marki í viðbót fram úr sér í gærkvöldi og það lítur út fyrir það að Portúgalinn sé langt kominn með því að tryggja sér metið yfir flest Meistaradeildarmörk sögunnar. 11. apríl 2019 10:30
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn