Hefja uppbyggingu við Reykjanesvita Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. apríl 2019 13:02 Reykjanesviti. Vísir/gva Ekki liggur fyrir hver kostnaðurinn verður við uppbyggingu ferðamannaaðstöðu við Reykjanesvita sem til stendur að ráðast í. Engin aðstaða fyrir ferðamenn er við vitann nú en talið er að á bilinu tvö til þrjú hundruð þúsund gestir heimsæki hann árlega. Samstarfsyfirlýsing um uppbyggingu á svæðinu var undirrituð í dag. Það eru Bláa lónið og Reykjanes UNESCO Global Geopark sem efna til samstarfs um uppbyggingu svæðisins auk annarra sveitarfélaga og fyrirtækja á svæðinu. Bláa lónið hefur stofnað félag með Grétu Súsönnu Fjeldsted, sem er eini ábúandinn við Reykjanesvita í dag, en félagið mun meðal annars sjá um uppbyggingu og rekstur þjónustumiðstöðvar við vitann, að því er fram kemur í tilkynningu. Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum er formaður stjórnar jarðvangsins á Reykjanesi. „Bláa lónið ætlar með miklum myndarskap að koma að uppbyggingu þarna við Reykjanesvita og það er gríðarlega mikilvægt fyrir þennan landshluta að fá aðstöðu þar. Það hefur skort meðal annars aðstöðu fyrir salerni og fleira slíkt og Reykjanesviti er einn af fjölsóttustu áfangastöðunum hér á Suðurnesjunum og það eru margir ferðamenn sem koma þarna á hverju ári,“ segir Ásgeir. „Stórbrotin náttúra og margt sem heillar þarna og það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að fá þessa uppbyggingu sem að við höfum ekki haft burði í sjálf í Jarðvangnum til þess að byggja upp.“ Hann segir undirritun samstarfsyfirlýsingarinnar vera fyrsta skrefið en frekari uppbygging sé áformuð á næstu árum, þegar fram líði stundir verði meðal annars byggð þjónustumiðstöð „Við höfum verið með talningar þarna og það er einhvers staðar á bilinu 200 til 300 þúsund manns að okkar mati sem koma þarna á hverju ári og fer bara fjölgandi.“ Að svo stöddu hefur kostnaður vegna verksins ekki verið áætlaður. „Núna verður fyrst og fremst sett um bráðabirgðaaðstaða í gamla vitavarðarhúsinu sem er þarna, eða vélarhúsinu öllu heldur við vitann. Síðan er það háð frekara samkomulagi milli aðila hvernig uppbyggingarhraðinn verður á þessu,“ segir Ásgeir. Ferðamennska á Íslandi Grindavík Reykjanesbær Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks Sjá meira
Ekki liggur fyrir hver kostnaðurinn verður við uppbyggingu ferðamannaaðstöðu við Reykjanesvita sem til stendur að ráðast í. Engin aðstaða fyrir ferðamenn er við vitann nú en talið er að á bilinu tvö til þrjú hundruð þúsund gestir heimsæki hann árlega. Samstarfsyfirlýsing um uppbyggingu á svæðinu var undirrituð í dag. Það eru Bláa lónið og Reykjanes UNESCO Global Geopark sem efna til samstarfs um uppbyggingu svæðisins auk annarra sveitarfélaga og fyrirtækja á svæðinu. Bláa lónið hefur stofnað félag með Grétu Súsönnu Fjeldsted, sem er eini ábúandinn við Reykjanesvita í dag, en félagið mun meðal annars sjá um uppbyggingu og rekstur þjónustumiðstöðvar við vitann, að því er fram kemur í tilkynningu. Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum er formaður stjórnar jarðvangsins á Reykjanesi. „Bláa lónið ætlar með miklum myndarskap að koma að uppbyggingu þarna við Reykjanesvita og það er gríðarlega mikilvægt fyrir þennan landshluta að fá aðstöðu þar. Það hefur skort meðal annars aðstöðu fyrir salerni og fleira slíkt og Reykjanesviti er einn af fjölsóttustu áfangastöðunum hér á Suðurnesjunum og það eru margir ferðamenn sem koma þarna á hverju ári,“ segir Ásgeir. „Stórbrotin náttúra og margt sem heillar þarna og það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að fá þessa uppbyggingu sem að við höfum ekki haft burði í sjálf í Jarðvangnum til þess að byggja upp.“ Hann segir undirritun samstarfsyfirlýsingarinnar vera fyrsta skrefið en frekari uppbygging sé áformuð á næstu árum, þegar fram líði stundir verði meðal annars byggð þjónustumiðstöð „Við höfum verið með talningar þarna og það er einhvers staðar á bilinu 200 til 300 þúsund manns að okkar mati sem koma þarna á hverju ári og fer bara fjölgandi.“ Að svo stöddu hefur kostnaður vegna verksins ekki verið áætlaður. „Núna verður fyrst og fremst sett um bráðabirgðaaðstaða í gamla vitavarðarhúsinu sem er þarna, eða vélarhúsinu öllu heldur við vitann. Síðan er það háð frekara samkomulagi milli aðila hvernig uppbyggingarhraðinn verður á þessu,“ segir Ásgeir.
Ferðamennska á Íslandi Grindavík Reykjanesbær Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks Sjá meira