Helga Lind Mar nýr framkvæmdastjóri SHÍ Sylvía Hall skrifar 24. maí 2019 20:55 Helga Lind Mar er nýr framkvæmdastjóri SHÍ. Helga Lind Mar hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra Stúdentaráðs Háskóla Íslands og mun hún hefja störf þann 1. júní næstkomandi. Helga Lind, sem er fyrrum formaður Druslugöngunnar, er 31 árs laganemi við Háskóla Íslands og hefur fjölbreytta reynslu af sviðum háskólans en hún hefur bæði stundað nám við Hugvísindasvið og Félagsvísindasvið. Helga Lind hefur viðamikla reynslu af hagsmunabaráttu stúdenta en hún tók fyrst þátt í kosningum til Stúdentaráðs haustið 2012. Hefur hún komið að útgáfu kosningarita, var í alþjóðanefnd Stúdentaráðs í tvö ár og var síðar formaður nefndarinnar. Hún tók þátt í því að stofna Landssamtök íslenskra stúdenta og var kjörin í framkvæmdastjórn samtakanna þar sem hún sat á árunum 2013 til 2016. Þá var hún kjörin Alþjóðaforseti LÍS og kom að stefnumótun fyrir hönd námsmanna í Evrópu. Hún var seinna meir kjörin í framkvæmdastjórn ESU þar sem hún bar ábyrgð á stefnumótun um jafnrétti til náms og jöfnuð í háskólasamfélaginu. Helga er nú varafulltrúi í Háskólaráði og sinnir hlutverki deildarfulltrúa laganema. Kolfinna tekur við stöðu alþjóðafulltrúa og Kristín Nanna verður ritstjóri Stúdentablaðsins Í fréttatilkynningu kemur jafnframt fram að Kolfinna Tómasdóttir, 25 ára laganemi og nemi í Mið-Austurlandafræði við Háskóla Íslands, muni taka við stöðu alþjóðafulltrúa Stúdentaráðs. Kolfinna hefur margra ára reynslu úr alþjóðlegu samstarfi og hefur til að mynda gegnt embætti alþjóðaritara Orators, félags laganema við HÍ. Hún var kjörin forseti Norræna alþjóðaritararáðsins sem sér um samstarf laganemafélaga á Norðurlöndunum og kom að því að endurvekja Íslandsdeild ELSA, samtök evrópskra laganema. Þá mun Kristín Nanna Einarsdóttir taka við starfi ritstjóra Stúdentablaðsins en Kristín Nanna er 23 ára nemi í íslensku við Háskóla Íslands. Á síðastliðnu ári starfaði Kristín Nanna sem blaðamaður hjá Stúdentablaðinu og segir í fréttatilkynningu að hún leggi áherslu á að blaðið sé málgagn allra stúdenta, samið af stúdentum og í þágu þeirra. Skóla - og menntamál Vistaskipti Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Innlent Fleiri fréttir Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Sjá meira
Helga Lind Mar hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra Stúdentaráðs Háskóla Íslands og mun hún hefja störf þann 1. júní næstkomandi. Helga Lind, sem er fyrrum formaður Druslugöngunnar, er 31 árs laganemi við Háskóla Íslands og hefur fjölbreytta reynslu af sviðum háskólans en hún hefur bæði stundað nám við Hugvísindasvið og Félagsvísindasvið. Helga Lind hefur viðamikla reynslu af hagsmunabaráttu stúdenta en hún tók fyrst þátt í kosningum til Stúdentaráðs haustið 2012. Hefur hún komið að útgáfu kosningarita, var í alþjóðanefnd Stúdentaráðs í tvö ár og var síðar formaður nefndarinnar. Hún tók þátt í því að stofna Landssamtök íslenskra stúdenta og var kjörin í framkvæmdastjórn samtakanna þar sem hún sat á árunum 2013 til 2016. Þá var hún kjörin Alþjóðaforseti LÍS og kom að stefnumótun fyrir hönd námsmanna í Evrópu. Hún var seinna meir kjörin í framkvæmdastjórn ESU þar sem hún bar ábyrgð á stefnumótun um jafnrétti til náms og jöfnuð í háskólasamfélaginu. Helga er nú varafulltrúi í Háskólaráði og sinnir hlutverki deildarfulltrúa laganema. Kolfinna tekur við stöðu alþjóðafulltrúa og Kristín Nanna verður ritstjóri Stúdentablaðsins Í fréttatilkynningu kemur jafnframt fram að Kolfinna Tómasdóttir, 25 ára laganemi og nemi í Mið-Austurlandafræði við Háskóla Íslands, muni taka við stöðu alþjóðafulltrúa Stúdentaráðs. Kolfinna hefur margra ára reynslu úr alþjóðlegu samstarfi og hefur til að mynda gegnt embætti alþjóðaritara Orators, félags laganema við HÍ. Hún var kjörin forseti Norræna alþjóðaritararáðsins sem sér um samstarf laganemafélaga á Norðurlöndunum og kom að því að endurvekja Íslandsdeild ELSA, samtök evrópskra laganema. Þá mun Kristín Nanna Einarsdóttir taka við starfi ritstjóra Stúdentablaðsins en Kristín Nanna er 23 ára nemi í íslensku við Háskóla Íslands. Á síðastliðnu ári starfaði Kristín Nanna sem blaðamaður hjá Stúdentablaðinu og segir í fréttatilkynningu að hún leggi áherslu á að blaðið sé málgagn allra stúdenta, samið af stúdentum og í þágu þeirra.
Skóla - og menntamál Vistaskipti Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Innlent Fleiri fréttir Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Sjá meira