„Þetta var svo yfirþyrmandi fyrstu dagana“ Stefán Árni Pálsson skrifar 6. desember 2019 07:00 Lokakeppnin er 14.desember í London. Mynd/Gunnlaugur Rögnvaldsson „Það gengur mjög vel hérna í London, allir dagar eru stútfullir af upplifunum, áskorunum og tækifærum. Ég tók þátt í hæfileikakeppninni hérna og komst í topp 20 í henni en það hefur eitt mjög spennandi komið út úr því sem ég má því miður ekki segja frá enn sem komið er,“ segir Kolfinna Mist Austfjörð sem er stödd í London þar sem hún tekur þátt í Miss World keppninni 14. desember fyrir Íslands hönd. Kolfinna Mist er fædd og uppalin á Akureyri og er 23 ára gömul. Kolfinna er tónlistarkona, syngur og spilar á gítar sem hún gerði einmitt í hæfileikakeppninni. „Það eina sem ég get sagt er að það verður erfitt að taka ekki eftir Íslandi á lokakvöldinu. Svo spilaði ég og söng uppá sviði á Hard Rock í London en við vorum nokkrar kallaðar upp þar með atriðin okkar, ég var ein þeirra. Það var ótrúlega gaman.“ Kolfinna segir að allt umstangið í kringum keppnina sé þúsundfalt stærra en hún hafði búið sig undir. „Þetta var svo yfirþyrmandi fyrstu dagana að ég átti stundum erfitt með að hlaupa ekki bara upp í herbergi og fela mig. En þetta er búið að venjast og nú er ég búin að finna minn stað hérna úti og er alsæl.“ Kolfinna segist hafa kynnst fjölmörgum konum í ferlinu.Kolfinna kemur fram fyrir Íslands hönd í Miss World.Mynd/Gunnlaugur Rögnvaldsson„Það sem hefur komið mér mest á óvart er hvað mér finnst ég hafa þekkt þessar stelpur í mikið lengri tíma en þann tíma sem við höfum eytt saman hér í London. Ég held að samböndin sem myndast hér séu alveg einstök og efast um að svona tengingar finnist auðveldlega annarsstaðar.“ Hún segist vera mjög spennt fyrir lokakvöldinu. „Ég er alveg gríðarlega spennt og stolt yfir að fá að vera fulltrúi Íslands, með nafn landsins okkar á borðanum mínum. Þetta verður frábær skemmtun og spennandi kvöld.“ Kolfinna segir að helsta áskorunin sé að fara svona rosalega út fyrir þægindarammann. „Ég hef alltaf verið feimin og félagsfælin manneskja en maður kemst ekkert upp með það hérna, og það hefur verið jákvætt fyrir mig þar sem það hefur hjálpað mér að vaxa og ekki líða illa í stórum hópum. Ég fór út í djúpu laugina og það gerði mér gott.“ Hún bætir við að æfingarnar séu það skemmtilegasta við það að taka þátt. „Ég elska æfingarnar fyrir lokakvöldið. Þar sem við erum að æfa öll atriðin og dansana. Ég er söngkona og hef leikið í söngleikjum og mér hefur alltaf fundist gaman á æfingum þannig að þetta á einstaklega vel við mig og ég læri sjálf mikið af þessu, sem mun nýtast mér áfram á mínum ferli.“ Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Kolfinna Mist Austfjörð verður fulltrúi Íslands í Miss World Linda Pétursdóttir umboðsaðili Miss World á Íslandi hefur valið þátttakanda sem keppir fyrir Íslands hönd í Miss World. 8. október 2019 09:13 Kolfinna fær alltaf góð ráð frá frænkunni sem hefur unnið keppnina "Ég fór bara að gráta,“ segir Kolfinna Mist Austfjörð í Brennslunni á FM957 í morgun þegar hún fékk þær fréttir að hún væri að fara taka þátt í fegurðarsamkeppninni Miss World en í gær var tilkynnt hvaða kona myndi koma fram fyrir Íslands hönd í London núna í desember. 9. október 2019 15:30 Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fleiri fréttir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Sjá meira
„Það gengur mjög vel hérna í London, allir dagar eru stútfullir af upplifunum, áskorunum og tækifærum. Ég tók þátt í hæfileikakeppninni hérna og komst í topp 20 í henni en það hefur eitt mjög spennandi komið út úr því sem ég má því miður ekki segja frá enn sem komið er,“ segir Kolfinna Mist Austfjörð sem er stödd í London þar sem hún tekur þátt í Miss World keppninni 14. desember fyrir Íslands hönd. Kolfinna Mist er fædd og uppalin á Akureyri og er 23 ára gömul. Kolfinna er tónlistarkona, syngur og spilar á gítar sem hún gerði einmitt í hæfileikakeppninni. „Það eina sem ég get sagt er að það verður erfitt að taka ekki eftir Íslandi á lokakvöldinu. Svo spilaði ég og söng uppá sviði á Hard Rock í London en við vorum nokkrar kallaðar upp þar með atriðin okkar, ég var ein þeirra. Það var ótrúlega gaman.“ Kolfinna segir að allt umstangið í kringum keppnina sé þúsundfalt stærra en hún hafði búið sig undir. „Þetta var svo yfirþyrmandi fyrstu dagana að ég átti stundum erfitt með að hlaupa ekki bara upp í herbergi og fela mig. En þetta er búið að venjast og nú er ég búin að finna minn stað hérna úti og er alsæl.“ Kolfinna segist hafa kynnst fjölmörgum konum í ferlinu.Kolfinna kemur fram fyrir Íslands hönd í Miss World.Mynd/Gunnlaugur Rögnvaldsson„Það sem hefur komið mér mest á óvart er hvað mér finnst ég hafa þekkt þessar stelpur í mikið lengri tíma en þann tíma sem við höfum eytt saman hér í London. Ég held að samböndin sem myndast hér séu alveg einstök og efast um að svona tengingar finnist auðveldlega annarsstaðar.“ Hún segist vera mjög spennt fyrir lokakvöldinu. „Ég er alveg gríðarlega spennt og stolt yfir að fá að vera fulltrúi Íslands, með nafn landsins okkar á borðanum mínum. Þetta verður frábær skemmtun og spennandi kvöld.“ Kolfinna segir að helsta áskorunin sé að fara svona rosalega út fyrir þægindarammann. „Ég hef alltaf verið feimin og félagsfælin manneskja en maður kemst ekkert upp með það hérna, og það hefur verið jákvætt fyrir mig þar sem það hefur hjálpað mér að vaxa og ekki líða illa í stórum hópum. Ég fór út í djúpu laugina og það gerði mér gott.“ Hún bætir við að æfingarnar séu það skemmtilegasta við það að taka þátt. „Ég elska æfingarnar fyrir lokakvöldið. Þar sem við erum að æfa öll atriðin og dansana. Ég er söngkona og hef leikið í söngleikjum og mér hefur alltaf fundist gaman á æfingum þannig að þetta á einstaklega vel við mig og ég læri sjálf mikið af þessu, sem mun nýtast mér áfram á mínum ferli.“
Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Kolfinna Mist Austfjörð verður fulltrúi Íslands í Miss World Linda Pétursdóttir umboðsaðili Miss World á Íslandi hefur valið þátttakanda sem keppir fyrir Íslands hönd í Miss World. 8. október 2019 09:13 Kolfinna fær alltaf góð ráð frá frænkunni sem hefur unnið keppnina "Ég fór bara að gráta,“ segir Kolfinna Mist Austfjörð í Brennslunni á FM957 í morgun þegar hún fékk þær fréttir að hún væri að fara taka þátt í fegurðarsamkeppninni Miss World en í gær var tilkynnt hvaða kona myndi koma fram fyrir Íslands hönd í London núna í desember. 9. október 2019 15:30 Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fleiri fréttir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Sjá meira
Kolfinna Mist Austfjörð verður fulltrúi Íslands í Miss World Linda Pétursdóttir umboðsaðili Miss World á Íslandi hefur valið þátttakanda sem keppir fyrir Íslands hönd í Miss World. 8. október 2019 09:13
Kolfinna fær alltaf góð ráð frá frænkunni sem hefur unnið keppnina "Ég fór bara að gráta,“ segir Kolfinna Mist Austfjörð í Brennslunni á FM957 í morgun þegar hún fékk þær fréttir að hún væri að fara taka þátt í fegurðarsamkeppninni Miss World en í gær var tilkynnt hvaða kona myndi koma fram fyrir Íslands hönd í London núna í desember. 9. október 2019 15:30