Kolfinna Mist Austfjörð verður fulltrúi Íslands í Miss World Stefán Árni Pálsson skrifar 8. október 2019 09:13 Þrjár konur hafa unnið keppnina fyrir Íslands hönd. Mynd/Ásta Kristjánsdóttir Linda Pétursdóttir umboðsaðili Miss World á Íslandi hefur valið þátttakanda sem keppir fyrir Íslands hönd í Miss World. Keppnin verður haldin í London í desember þar sem þátttakendur frá 130 löndum keppa um hinn virta titil Ungfrú Heimur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Miss World Iceland sem Linda Pétursdóttir er í forsvari fyrir. Kolfinna Mist er fædd og uppalin á Akureyri og er 23 ára gömul. Kolfinna er tónlistarkona, syngur og spilar á gítar. Linda og Kolfinna eru þessa dagana á fullu í þeirri undirbúningsvinnu sem svona keppni kallar á og verður spennandi að sjá hvernig Kolfinnu gengur í keppninni.Sjá einnig:Fer eiginlega aldrei hjá sér Opnunarhátíð Miss World verður haldin í London þar sem hver keppandi tekur þátt í röð hraðagreina sem tryggja sigurvegurum sæti í 30 efstu sætunum. Meðal keppnisgreina má nefna margmiðlun, íþróttir, hæfileikakeppni, módelkeppni, útsláttarkeppni og kynningu á góðgerðaverkefnum innan Beauty With A Purpose. Meðan á keppninni stendur munu keppendur ferðast um öll frægustu kennileiti borgarinnar og njóta ríkulegrar menningarverðmæta hennar og arfleifðar. Julia Morley, eigandi og forstjóri Miss World, lætur vel að London og segir: Kolfinna tekur þátt í keppninni í London í desember.Mynd/Ásta Kristjánsdóttir„London er stórkostlegasta borg i heimi til að heimsækja. Þar voru fyrstu spor keppninnar stigin árið 1951 sem hluti af Þjóðarhátíð Bretlands og í ár ætlum við að halda bestu sýningu allra tíma. Árlega koma saman konur hvaðanæva úr heiminum sem eiga það sameiginlegt að hafa sama markmið. Margar þeirra eru að heimsækja London í fyrsta sinn og þær eru allar ákaflega spenntar. Þær geta ekki beðið eftir að deila hefðum sínum, tónlistarsmekk og matarvenjum og greina frá þeim góðgerðaverkefnum sem þær eru að vinna að í gegnum Beauty With A Purpose.“Sýnd í 150 löndum Alþjóðlegu góðgerðarsamtökin Beauty With A Purpose eru gríðarlega mikilvægur partur af Miss World keppninni. Þessi alþjóðlegi vettvangur hvetur þúsundir ungra kvenna til dáða og eflir þær til að nota hæfileika sína til að vekja athygli á og safna fé til hjálpar mannúðarmála sem hafa varanleg og áþreifanleg áhrif á fátæka, veika og aðra sem minna mega sín. Samtökin hafa safnað yfir 1 milljarði punda (UK) og styrkt bágstödd börn um allan heim. Lokakeppnin verður hún sýnd í yfir 150 löndum þar sem áhorfendur geta fylgst með því þegar ríkjandi ungfrú heimur, Vanessa Ponce de León, krýnir arftaka sinn í sextugustu og níundu Miss World keppninni í London. Ísland hefur átt góðu gengi að fagna í Miss World en við höfum þrisvar sinnum unnið keppnina. 1985 - Hólmfríður Karlsdóttir 1988 - Linda Pétursdóttir 2005 - Unnur Birna Vilhjálmsdóttir Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira
Linda Pétursdóttir umboðsaðili Miss World á Íslandi hefur valið þátttakanda sem keppir fyrir Íslands hönd í Miss World. Keppnin verður haldin í London í desember þar sem þátttakendur frá 130 löndum keppa um hinn virta titil Ungfrú Heimur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Miss World Iceland sem Linda Pétursdóttir er í forsvari fyrir. Kolfinna Mist er fædd og uppalin á Akureyri og er 23 ára gömul. Kolfinna er tónlistarkona, syngur og spilar á gítar. Linda og Kolfinna eru þessa dagana á fullu í þeirri undirbúningsvinnu sem svona keppni kallar á og verður spennandi að sjá hvernig Kolfinnu gengur í keppninni.Sjá einnig:Fer eiginlega aldrei hjá sér Opnunarhátíð Miss World verður haldin í London þar sem hver keppandi tekur þátt í röð hraðagreina sem tryggja sigurvegurum sæti í 30 efstu sætunum. Meðal keppnisgreina má nefna margmiðlun, íþróttir, hæfileikakeppni, módelkeppni, útsláttarkeppni og kynningu á góðgerðaverkefnum innan Beauty With A Purpose. Meðan á keppninni stendur munu keppendur ferðast um öll frægustu kennileiti borgarinnar og njóta ríkulegrar menningarverðmæta hennar og arfleifðar. Julia Morley, eigandi og forstjóri Miss World, lætur vel að London og segir: Kolfinna tekur þátt í keppninni í London í desember.Mynd/Ásta Kristjánsdóttir„London er stórkostlegasta borg i heimi til að heimsækja. Þar voru fyrstu spor keppninnar stigin árið 1951 sem hluti af Þjóðarhátíð Bretlands og í ár ætlum við að halda bestu sýningu allra tíma. Árlega koma saman konur hvaðanæva úr heiminum sem eiga það sameiginlegt að hafa sama markmið. Margar þeirra eru að heimsækja London í fyrsta sinn og þær eru allar ákaflega spenntar. Þær geta ekki beðið eftir að deila hefðum sínum, tónlistarsmekk og matarvenjum og greina frá þeim góðgerðaverkefnum sem þær eru að vinna að í gegnum Beauty With A Purpose.“Sýnd í 150 löndum Alþjóðlegu góðgerðarsamtökin Beauty With A Purpose eru gríðarlega mikilvægur partur af Miss World keppninni. Þessi alþjóðlegi vettvangur hvetur þúsundir ungra kvenna til dáða og eflir þær til að nota hæfileika sína til að vekja athygli á og safna fé til hjálpar mannúðarmála sem hafa varanleg og áþreifanleg áhrif á fátæka, veika og aðra sem minna mega sín. Samtökin hafa safnað yfir 1 milljarði punda (UK) og styrkt bágstödd börn um allan heim. Lokakeppnin verður hún sýnd í yfir 150 löndum þar sem áhorfendur geta fylgst með því þegar ríkjandi ungfrú heimur, Vanessa Ponce de León, krýnir arftaka sinn í sextugustu og níundu Miss World keppninni í London. Ísland hefur átt góðu gengi að fagna í Miss World en við höfum þrisvar sinnum unnið keppnina. 1985 - Hólmfríður Karlsdóttir 1988 - Linda Pétursdóttir 2005 - Unnur Birna Vilhjálmsdóttir
Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira