Siðareglur til endurskoðunar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 3. ágúst 2019 08:00 Aðkoma forsætisnefndar þingsins að framkvæmd siðareglna hefur verið umdeild. Fréttablaðið/Stefán Forseti Alþingis undirbýr nú endurskoðun siðareglna fyrir alþingismenn í samvinnu við Helgu Völu Helgadóttur, formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins. „Við erum búin að kasta á milli okkar hugmyndum og höfum verið að sanka að okkur gögnum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. „Nú er komin ákveðin reynsla á framkvæmdina og búið að reyna á ýmislegt og það er nú aðallega sú umgjörð sem við erum að skoða og framkvæmd reglnanna,“ segir Steingrímur. Hann segist ekki eiga von á því að sjálfar hátternisreglurnar verði teknar upp heldur aðallega framkvæmd þeirra og farvegur kvartana. Margir hafa orðið til þess að gagnrýna aðkomu forsætisnefndar að framkvæmd siðareglnanna og var raunar varað við því í umsögnum um siðareglurnar áður en þær voru samþykktar á Alþingi. Meðal þeirra sem gagnrýnt hafa fyrirkomulagið er Guðjón Brjánsson, fyrsti varaforseti Alþingis og þingmaður Samfylkingarinnar. „Það fyrirkomulag að forsætisnefnd sé milliliður við slíka afgreiðslu hefur reynst gallað, enda var það gagnrýnt á sínum tíma í umsögnum um þingsályktunartillöguna um siðareglur Alþingis,“ segir í bókun Guðjóns við niðurstöðu forsætisnefndar í máli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur sem talin var hafa brotið siðareglur með ummælum um meint refsivert athæfi Ásmundar Friðrikssonar. Nokkur mál um meint brot á siðareglum hafa verið tekin til athugunar frá því þær tóku gildi og töluvert af gögnum því orðið til við þá framkvæmd. Steingrímur segir þau geta reynst gagnleg við endurskoðunina enda ýmsar spurningar vaknað í ferlinu sem reynt hafi verið að svara eftir því sem á þær reyni. Málið er á dagskrá sumarfundar forsætisnefndar Alþingis sem fer fram á Hólum í Hjaltadal um miðjan ágúst. „Við erum að miða við að geta lagt einhverjar tillögur fyrir þingið þegar það kemur saman í haust,“ segir Steingrímur. Aðspurður um aðkomu þingflokka segir Steingrímur þá hafa sinn fulltrúa í forsætisnefnd, en siðareglurnar eru á málefnasviði hennar. Lögð verði áhersla á að ná sem bestri samstöðu um málið á vettvangi forsætisnefndar áður en tillaga verði lögð fram. Meðal annarra mála á dagskrá sumarfundar forsætisnefndar eru nýlegar breytingar á upplýsingalögum sem fela í sér að stjórnsýsla Alþingis hefur nú verið felld undir gildissvið laganna. Það hefur í för með sér að gera þarf breytingar á þingsköpum. Fyrirhuguð nýbygging og breytingar á Alþingisvefnum verða einnig til umfjöllunar á sumarfundi nefndarinnar auk annarra venjubundinna dagskrárliða; starfsáætlunar komandi vetrar, fjárhagsáætlunar þingsins og starfsemi eftirlitsstofnana þess; Umboðsmanns Alþingis og Ríkisendurskoðunar. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira
Forseti Alþingis undirbýr nú endurskoðun siðareglna fyrir alþingismenn í samvinnu við Helgu Völu Helgadóttur, formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins. „Við erum búin að kasta á milli okkar hugmyndum og höfum verið að sanka að okkur gögnum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. „Nú er komin ákveðin reynsla á framkvæmdina og búið að reyna á ýmislegt og það er nú aðallega sú umgjörð sem við erum að skoða og framkvæmd reglnanna,“ segir Steingrímur. Hann segist ekki eiga von á því að sjálfar hátternisreglurnar verði teknar upp heldur aðallega framkvæmd þeirra og farvegur kvartana. Margir hafa orðið til þess að gagnrýna aðkomu forsætisnefndar að framkvæmd siðareglnanna og var raunar varað við því í umsögnum um siðareglurnar áður en þær voru samþykktar á Alþingi. Meðal þeirra sem gagnrýnt hafa fyrirkomulagið er Guðjón Brjánsson, fyrsti varaforseti Alþingis og þingmaður Samfylkingarinnar. „Það fyrirkomulag að forsætisnefnd sé milliliður við slíka afgreiðslu hefur reynst gallað, enda var það gagnrýnt á sínum tíma í umsögnum um þingsályktunartillöguna um siðareglur Alþingis,“ segir í bókun Guðjóns við niðurstöðu forsætisnefndar í máli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur sem talin var hafa brotið siðareglur með ummælum um meint refsivert athæfi Ásmundar Friðrikssonar. Nokkur mál um meint brot á siðareglum hafa verið tekin til athugunar frá því þær tóku gildi og töluvert af gögnum því orðið til við þá framkvæmd. Steingrímur segir þau geta reynst gagnleg við endurskoðunina enda ýmsar spurningar vaknað í ferlinu sem reynt hafi verið að svara eftir því sem á þær reyni. Málið er á dagskrá sumarfundar forsætisnefndar Alþingis sem fer fram á Hólum í Hjaltadal um miðjan ágúst. „Við erum að miða við að geta lagt einhverjar tillögur fyrir þingið þegar það kemur saman í haust,“ segir Steingrímur. Aðspurður um aðkomu þingflokka segir Steingrímur þá hafa sinn fulltrúa í forsætisnefnd, en siðareglurnar eru á málefnasviði hennar. Lögð verði áhersla á að ná sem bestri samstöðu um málið á vettvangi forsætisnefndar áður en tillaga verði lögð fram. Meðal annarra mála á dagskrá sumarfundar forsætisnefndar eru nýlegar breytingar á upplýsingalögum sem fela í sér að stjórnsýsla Alþingis hefur nú verið felld undir gildissvið laganna. Það hefur í för með sér að gera þarf breytingar á þingsköpum. Fyrirhuguð nýbygging og breytingar á Alþingisvefnum verða einnig til umfjöllunar á sumarfundi nefndarinnar auk annarra venjubundinna dagskrárliða; starfsáætlunar komandi vetrar, fjárhagsáætlunar þingsins og starfsemi eftirlitsstofnana þess; Umboðsmanns Alþingis og Ríkisendurskoðunar.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira