Dagur setti hnefann í borðið: „Ábyrgðarhluti af kjörnum fulltrúum að dreifa gróusögum um kosningasvindl“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. febrúar 2019 00:10 Breytingartillaga meirihlutans var samþykkt í kvöld. Vísir/Vilhelm Borgarstjórn samþykkti í kvöld breytingartillögu meirihlutans við tillögu Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Flokks fólksins að fara í samstarf við sveitarstjórnarráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga til að fara yfir reynslu af verkefnum sem miða að því að efla kosningaþátttöku í ljósi ákvörðunar Persónuverndar. Sjá nánar frétt Vísis um ákvörðun Persónuverndar: Ásakanir um svindl alvarlegar og meiðandi Borgarfulltrúar Miðflokksins, Flokks fólksins og Sjálfstæðisflokksins voru allt annað en sáttir við breytingartillögu meirihlutans og töldu að breytingartillagan ætti ekkert sameiginlegt með upprunalegri tillögu. Tillaga flokkanna þriggja í minnihluta var að sveitarstjórnarráðuneytinu yrði falið að skoða aðgerðir Reykjavíkurborgar í tengslum við kosningaþátttöku tiltekinna hópa.Fulltrúar minnihlutans ósáttir við breytingartillöguna Upp úr sauð á borgarstjórnarfundi þar sem ákvörðun Persónuverndar var til umræðu. Breytingartillagan var samþykkt en fulltrúar minnihlutans greiddu ekki atkvæði í atkvæðagreiðslunni í mótmælaskyni. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, sagði að hér væri um að ræða algjöra efnisbreytingu á tillögunni. „Svona er hátturinn hafður á. Það er verið að flýja umræðuna og beina henni inn á aðrar brautir inn á mál sem koma þessu hreint ekki neitt við.“Borgarfulltrúar Flokks fólksins, Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins voru afar ósáttir við breytingartillögu meirihlutans sem þeir segja að sé með öllu frábrugðin upphaflegri tillögu.Vísir/VilhelmEyþór Laxdal Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði að upprunaleg tillaga fjallaði hvorki um nýju Persónuverndarlögin né næstu kosningar. Þetta geti verið ný tillaga í borgarstjórn eða í borgarráði en gæti aldrei verið breytingartillaga. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, tók í sama streng en í bókun sem hún gerði við tillöguna segir meðal annars: „Borgin braut lög og það þarf að skoða af þar til bærum yfirvöldum sem er í þessu tilfelli sveitarstjórnarráðuneytið. Þeir sem brutu lög reyna allt hvað þeir geta til að dreifa athygli borgarbúa frá alvarleika málsins.“ Borgarstjóri segir ömurlegt að sitja undir dylgjum Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var verulega gagnrýninn á málflutning minnihlutans á fundinum í kvöld. „Það er bull og afvegaleiðing umræðunnar að halda því fram að hér hafi einhver verið hvattur til að kjósa eitthvað tiltekið. Það eru engin gögn sem styðja slíkar fullyrðingar og það er gríðarlega alvarlegt og ábyrgðarhluti af kjörnum fulltrúum að dreifa gróusögum um kosningasvindl eða eitthvað óeðlilegt þegar þið eruð búin að fá öll gögn um málið og getið hvergi fundið því stað,“ sagði Dagur og setti hnefann í borðið. Hann sagði að upplýsingar um að kosningaþátttaka eldri kvenna hefði fallið hefðu komið fram í skýrslum sérfræðingahóps. „Hvar? Fyrst í mannréttindaráði, svo í stjórnkerfis-og lýðræðisráði. Allir samþykktu að vísa því til borgarráðs, tillögum hópanna. Síðan hvar, í fjölmenningarráði, í öldungaráði þar sem var farið yfir þetta allt saman af einhverjum einum flokkspólitískum lit hér í ráðhúsinu? Nei af fulltrúum allra flokka og var fólk að leysast upp í einhverjum slagsmálum yfir þessum aðferðum eða tillögum? Nei, það var bókað sameiginlega á þetta. Voru atkvæðin að skiptast í tvö horn í borgarráði? Nei, þetta var allt saman ákveðið sameiginlega,“ sagði Dagur. Hann sagði að borgarfulltrúarnir ættu að hugsa sinn gang. „Mér finnst það ömurlegt að bjóða okkur upp á það að hér séu haldnar ræður þar sem ekki er bara dylgjað heldur er verið að taka sér orðið kosningasvindl í munn. Þetta var almenn hvatning til þátttöku í almennum kosningum til þeirra hópa sem allir voru sammála um að væri áhyggjuefni að væru ekki að mæta. Það hafa allir stjórnmálaflokkar staðið að þessu, allir borgarfulltrúar og ég held við verðum bar aðeins að hugsa okkar gang.“ Eyþór sagði að sér fyndist með ólíkindum að hlusta á „varnarræðu“ borgarstjóra og að það kæmi honum á óvart hversu langt Dagur seildist að kenna öðrum um. „Þetta er bara klúður og það er bara miklu meiri manndómur í því að gangast við klúðrinu heldur en að vera að þráast við,“ sagði Eyþór. Borgarstjórn Persónuvernd Reykjavík Tengdar fréttir Mannréttindastjóri segir ásakanir um kosningasvindl alvarlegar og meiðandi Fulltrúi frá Persónuvernd, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar og borgarlögmaður vinna áfram að nánari greiningu á ákvörðun Persónuverndar um brot á persónuverndarlögum. 10. febrúar 2019 23:31 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Borgarstjórn samþykkti í kvöld breytingartillögu meirihlutans við tillögu Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Flokks fólksins að fara í samstarf við sveitarstjórnarráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga til að fara yfir reynslu af verkefnum sem miða að því að efla kosningaþátttöku í ljósi ákvörðunar Persónuverndar. Sjá nánar frétt Vísis um ákvörðun Persónuverndar: Ásakanir um svindl alvarlegar og meiðandi Borgarfulltrúar Miðflokksins, Flokks fólksins og Sjálfstæðisflokksins voru allt annað en sáttir við breytingartillögu meirihlutans og töldu að breytingartillagan ætti ekkert sameiginlegt með upprunalegri tillögu. Tillaga flokkanna þriggja í minnihluta var að sveitarstjórnarráðuneytinu yrði falið að skoða aðgerðir Reykjavíkurborgar í tengslum við kosningaþátttöku tiltekinna hópa.Fulltrúar minnihlutans ósáttir við breytingartillöguna Upp úr sauð á borgarstjórnarfundi þar sem ákvörðun Persónuverndar var til umræðu. Breytingartillagan var samþykkt en fulltrúar minnihlutans greiddu ekki atkvæði í atkvæðagreiðslunni í mótmælaskyni. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, sagði að hér væri um að ræða algjöra efnisbreytingu á tillögunni. „Svona er hátturinn hafður á. Það er verið að flýja umræðuna og beina henni inn á aðrar brautir inn á mál sem koma þessu hreint ekki neitt við.“Borgarfulltrúar Flokks fólksins, Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins voru afar ósáttir við breytingartillögu meirihlutans sem þeir segja að sé með öllu frábrugðin upphaflegri tillögu.Vísir/VilhelmEyþór Laxdal Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði að upprunaleg tillaga fjallaði hvorki um nýju Persónuverndarlögin né næstu kosningar. Þetta geti verið ný tillaga í borgarstjórn eða í borgarráði en gæti aldrei verið breytingartillaga. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, tók í sama streng en í bókun sem hún gerði við tillöguna segir meðal annars: „Borgin braut lög og það þarf að skoða af þar til bærum yfirvöldum sem er í þessu tilfelli sveitarstjórnarráðuneytið. Þeir sem brutu lög reyna allt hvað þeir geta til að dreifa athygli borgarbúa frá alvarleika málsins.“ Borgarstjóri segir ömurlegt að sitja undir dylgjum Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var verulega gagnrýninn á málflutning minnihlutans á fundinum í kvöld. „Það er bull og afvegaleiðing umræðunnar að halda því fram að hér hafi einhver verið hvattur til að kjósa eitthvað tiltekið. Það eru engin gögn sem styðja slíkar fullyrðingar og það er gríðarlega alvarlegt og ábyrgðarhluti af kjörnum fulltrúum að dreifa gróusögum um kosningasvindl eða eitthvað óeðlilegt þegar þið eruð búin að fá öll gögn um málið og getið hvergi fundið því stað,“ sagði Dagur og setti hnefann í borðið. Hann sagði að upplýsingar um að kosningaþátttaka eldri kvenna hefði fallið hefðu komið fram í skýrslum sérfræðingahóps. „Hvar? Fyrst í mannréttindaráði, svo í stjórnkerfis-og lýðræðisráði. Allir samþykktu að vísa því til borgarráðs, tillögum hópanna. Síðan hvar, í fjölmenningarráði, í öldungaráði þar sem var farið yfir þetta allt saman af einhverjum einum flokkspólitískum lit hér í ráðhúsinu? Nei af fulltrúum allra flokka og var fólk að leysast upp í einhverjum slagsmálum yfir þessum aðferðum eða tillögum? Nei, það var bókað sameiginlega á þetta. Voru atkvæðin að skiptast í tvö horn í borgarráði? Nei, þetta var allt saman ákveðið sameiginlega,“ sagði Dagur. Hann sagði að borgarfulltrúarnir ættu að hugsa sinn gang. „Mér finnst það ömurlegt að bjóða okkur upp á það að hér séu haldnar ræður þar sem ekki er bara dylgjað heldur er verið að taka sér orðið kosningasvindl í munn. Þetta var almenn hvatning til þátttöku í almennum kosningum til þeirra hópa sem allir voru sammála um að væri áhyggjuefni að væru ekki að mæta. Það hafa allir stjórnmálaflokkar staðið að þessu, allir borgarfulltrúar og ég held við verðum bar aðeins að hugsa okkar gang.“ Eyþór sagði að sér fyndist með ólíkindum að hlusta á „varnarræðu“ borgarstjóra og að það kæmi honum á óvart hversu langt Dagur seildist að kenna öðrum um. „Þetta er bara klúður og það er bara miklu meiri manndómur í því að gangast við klúðrinu heldur en að vera að þráast við,“ sagði Eyþór.
Borgarstjórn Persónuvernd Reykjavík Tengdar fréttir Mannréttindastjóri segir ásakanir um kosningasvindl alvarlegar og meiðandi Fulltrúi frá Persónuvernd, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar og borgarlögmaður vinna áfram að nánari greiningu á ákvörðun Persónuverndar um brot á persónuverndarlögum. 10. febrúar 2019 23:31 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Mannréttindastjóri segir ásakanir um kosningasvindl alvarlegar og meiðandi Fulltrúi frá Persónuvernd, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar og borgarlögmaður vinna áfram að nánari greiningu á ákvörðun Persónuverndar um brot á persónuverndarlögum. 10. febrúar 2019 23:31