Hver dagur þakkarverður Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. febrúar 2019 07:00 Þetta eru skemmtileg tímamót og ekki má gleyma að þakka fyrir heilsuna, segir hin síunga Ólöf Kolbrún sem fagnar sjötugsafmæli með stæl. Fréttablaðið/Ernir „Ég ákvað að halda tónleika í tilefni sjötugsafmælisins um næstu helgi. Ætla þó ekki að syngja sjálf, heldur hef safnað saman góðum kröftum til að koma fram. Ég hef kennt svo mörgum söngvurum gegnum tíðina og margt af þessu fólki vann með Jóni líka í kórunum hans,“ segir Ólöf Kolbrún Harðardóttir óperusöngvari sem á sjötugsafmæli í dag. Þegar eiginmaður hennar, Jón Stefánsson organisti, dó fyrir þremur árum var lagður grunnur að minningarsjóði um hann sem er ætlaður til að styrkja efnilegt tónlistarfólk á háskólastigi sem þarf á fjárhagsaðstoð að halda. Því segir Ólöf Kolbrún eiga vel við að safna í minningarsjóðinn hans með tónleikum í tilefni afmælis hennar og líka veita úr honum í fyrsta sinn. „Það er í anda Jóns og þannig vil ég hafa það,“ segir hún og bætir við að sterkur hópur hafi myndast sem kalli sig Jónsavinafélagið, hann hittist reglulega og syngi saman. „Svo koma kórar Langholtskirkju fram, enda eru tónleikarnir í kirkjunni.“ Ólöf Kolbrún kennir bæði við Söngskólann í Reykjavík og söngdeild Listaháskólans og lætur vel af því. „Ég ætla að halda áfram að vinna meðan ég er með „fulde fem!“ Finnst ég vera lukkunnar pamfíll að fá að vinna við það sem mér þykir vænst um að gera og kann best. Ég er í grunninn kennari og var við almenna kennslu í fimm ár. Síðan fór ég í framhaldsnám í tónlist til Vínarborgar á sínum tíma, eftir það fór boltinn að rúlla og ég söng mörg hlutverk í Þjóðleikhúsinu og Óperunni – einhvern veginn eru allt í einu 50 ár í starfi bara liðin.“ Spurð um eftirminnilegasta hlutverkið svarar Ólöf Kolbrún. „Violetta í La Traviata var það fyrsta stóra en á hverjum tíma er það hlutverkið sem maður er að glíma við sem stendur hjartanu næst. Mér finnst líka gaman að upplifa að þegar ég hlusta á óperu núna sem ég hef sungið, þá dett ég inn í hana. En í raun hefur þetta verið samfellt, viðburðaríkt, fallegt líf, að mínu mati, eitthvað til að þakka fyrir. Hver afmælisdagur og í raun hver dagur er þakkarverður. En á stórum tímamótum eins og nú þá staldrar maður við og mér fannst þau vera þess virði að minnast starfs okkar hjóna í sameiningu.“ Hún þvertekur fyrir að ætla að taka lagið sjálf. „Ég get alveg notað röddina mína en ég er hætt að troða upp,“ segir hún ákveðin. „Maður getur ekki bæði verið að framleiða söngvara og taka af þeim vinnuna. Það er ekki viðeigandi! Ég er alveg laus við að þurfa að eiga sviðið.“ gun@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti Lífið Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Lífið Kveður fasteignir fyrir kroppa Lífið Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Fleiri fréttir Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Sjá meira
„Ég ákvað að halda tónleika í tilefni sjötugsafmælisins um næstu helgi. Ætla þó ekki að syngja sjálf, heldur hef safnað saman góðum kröftum til að koma fram. Ég hef kennt svo mörgum söngvurum gegnum tíðina og margt af þessu fólki vann með Jóni líka í kórunum hans,“ segir Ólöf Kolbrún Harðardóttir óperusöngvari sem á sjötugsafmæli í dag. Þegar eiginmaður hennar, Jón Stefánsson organisti, dó fyrir þremur árum var lagður grunnur að minningarsjóði um hann sem er ætlaður til að styrkja efnilegt tónlistarfólk á háskólastigi sem þarf á fjárhagsaðstoð að halda. Því segir Ólöf Kolbrún eiga vel við að safna í minningarsjóðinn hans með tónleikum í tilefni afmælis hennar og líka veita úr honum í fyrsta sinn. „Það er í anda Jóns og þannig vil ég hafa það,“ segir hún og bætir við að sterkur hópur hafi myndast sem kalli sig Jónsavinafélagið, hann hittist reglulega og syngi saman. „Svo koma kórar Langholtskirkju fram, enda eru tónleikarnir í kirkjunni.“ Ólöf Kolbrún kennir bæði við Söngskólann í Reykjavík og söngdeild Listaháskólans og lætur vel af því. „Ég ætla að halda áfram að vinna meðan ég er með „fulde fem!“ Finnst ég vera lukkunnar pamfíll að fá að vinna við það sem mér þykir vænst um að gera og kann best. Ég er í grunninn kennari og var við almenna kennslu í fimm ár. Síðan fór ég í framhaldsnám í tónlist til Vínarborgar á sínum tíma, eftir það fór boltinn að rúlla og ég söng mörg hlutverk í Þjóðleikhúsinu og Óperunni – einhvern veginn eru allt í einu 50 ár í starfi bara liðin.“ Spurð um eftirminnilegasta hlutverkið svarar Ólöf Kolbrún. „Violetta í La Traviata var það fyrsta stóra en á hverjum tíma er það hlutverkið sem maður er að glíma við sem stendur hjartanu næst. Mér finnst líka gaman að upplifa að þegar ég hlusta á óperu núna sem ég hef sungið, þá dett ég inn í hana. En í raun hefur þetta verið samfellt, viðburðaríkt, fallegt líf, að mínu mati, eitthvað til að þakka fyrir. Hver afmælisdagur og í raun hver dagur er þakkarverður. En á stórum tímamótum eins og nú þá staldrar maður við og mér fannst þau vera þess virði að minnast starfs okkar hjóna í sameiningu.“ Hún þvertekur fyrir að ætla að taka lagið sjálf. „Ég get alveg notað röddina mína en ég er hætt að troða upp,“ segir hún ákveðin. „Maður getur ekki bæði verið að framleiða söngvara og taka af þeim vinnuna. Það er ekki viðeigandi! Ég er alveg laus við að þurfa að eiga sviðið.“ gun@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti Lífið Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Lífið Kveður fasteignir fyrir kroppa Lífið Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Fleiri fréttir Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Sjá meira