Innlent

Telur að sjávarútvegsráðherra stilli sér upp gegn náttúruvernd

Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar
Frá verkun á hval í Hvalfirði á síðasta ári.
Frá verkun á hval í Hvalfirði á síðasta ári. vísir/vilhelm
Formaður náttúruverndarsamtaka Íslands segir nauðsynlegt að styrkja málsstað Íslands á alþjóðavettvangi og til þess þurfi meðal annars að hætta hvaladrápi. Hann segir sjávarútvegráðherra stilla sér upp gegn náttúruvernd.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur heimilað áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu næstu fimm árin. Heimilt verður að veiða allt að 209 langreyðar og allt að 217 hrefnur. Ráðherrann segir þessa ákvörðun byggða á ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar og haft til hliðsjónar skýrslu Hagfræðistofnunar Háskólans um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða.  

Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir engan tilgang með hvalveiðum og vill að þeim sé hætt.

„Til að styrkja málstað Íslands á alþjóðavettvangi í umhverfismálum er mjög nauðsynlegt að hætta þessu hvaladrápi og því miður er það þannig að Kristján Þór Júlíusson stillir sér upp gegn verndun hafsins,“ segir Árni.

Hann bendir á að það sé tap af þessum veiðum.

„Til hvers að halda þessu áfram? Það er engin von um að þessar veiðar muni bera sig. Þetta er einhver þráhyggja eða nauðhyggja að það verði að drepa hvali og þessari nauðhyggju verður sjávarútvegsráðherra að koma sér út úr og ríkisstjórn Íslands.“


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.