Klopp mætir Bayern enn og aftur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. febrúar 2019 10:30 Klopp á bekknum á heimavelli Bayern. vísir/getty Liverpool, silfurlið Meistaradeildar Evrópu á síðasta tímabili, tekur á móti Bayern München í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum keppninnar í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20.00. Á sama tíma mætast Lyon og Barcelona í Frakklandi. Þrátt fyrir að hafa unnið keppnina fimm sinnum hvort lið er þetta aðeins þriðji leikur Liverpool og Bayern í Meistaradeildinni. Þau mættust í undanúrslitunum 1981. Fyrri leikurinn á Anfield endaði með markalausu jafntefli en sá síðari í München 1-1. Liverpool fór í úrslitaleikinn á útivallarmarki. Rauði herinn varð svo Evrópumeistari eftir 1-0 sigur á Real Madrid. Liverpool og Bayern mættust síðast í leiknum um Ofurbikar Evrópu í ágúst 2001. Niko Kovac, knattspyrnustjóri Bayern, kom við sögu í leiknum sem Liverpool vann 3-2. Virgil van Dijk tekur út leikbann í kvöld og þá er óvíst hvort Dejan Lovren getur spilað vegna meiðsla. Fyrir er Joe Gomez á meiðslalistanum. Það mun því mikið mæða á Joël Matip í miðri vörn Liverpool. Hjá Bayern er Thomas Müller í leikbanni og Kingsley Coman og Arjen Robben eru tæpir vegna meiðsla. Bayern er það lið sem Jürgen Klopp hefur oftast mætt á stjóraferlinum, eða 29 sinnum. Lið hans hafa unnið níu leiki, gert fjögur jafntefli og tapað 16. Sárasta tapið gegn Bayern kom í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2013 þegar Klopp var við stjórnvölinn hjá Dortmund. Þá voru Robert Lewandowski og Mats Hummels í liði Dortmund en þeir leika með Bayern í dag. Lyon og Barcelona voru bæði ósigruð í riðlakeppninni þótt árangur liðanna hafi verið misgóður. Barcelona vann fjóra af sex leikjum sínum og gerði tvö jafntefli á meðan Lyon vann einn leik og gerði fimm jafntefli. Átta stig dugðu Lyon þó til að komast í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn frá tímabilinu 2011-12. Barcelona hefur hins vegar komist í 16-liða úrslit 15 ár í röð. Liðin mættust í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar 2009 þar sem Barcelona vann 6-3 samanlagt. Börsungar hafa unnið fjóra af sex leikjum sínum gegn Lyon í Meistaradeildinni og gert tvö jafntefli. Birtist í Fréttablaðinu Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Sjá meira
Liverpool, silfurlið Meistaradeildar Evrópu á síðasta tímabili, tekur á móti Bayern München í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum keppninnar í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20.00. Á sama tíma mætast Lyon og Barcelona í Frakklandi. Þrátt fyrir að hafa unnið keppnina fimm sinnum hvort lið er þetta aðeins þriðji leikur Liverpool og Bayern í Meistaradeildinni. Þau mættust í undanúrslitunum 1981. Fyrri leikurinn á Anfield endaði með markalausu jafntefli en sá síðari í München 1-1. Liverpool fór í úrslitaleikinn á útivallarmarki. Rauði herinn varð svo Evrópumeistari eftir 1-0 sigur á Real Madrid. Liverpool og Bayern mættust síðast í leiknum um Ofurbikar Evrópu í ágúst 2001. Niko Kovac, knattspyrnustjóri Bayern, kom við sögu í leiknum sem Liverpool vann 3-2. Virgil van Dijk tekur út leikbann í kvöld og þá er óvíst hvort Dejan Lovren getur spilað vegna meiðsla. Fyrir er Joe Gomez á meiðslalistanum. Það mun því mikið mæða á Joël Matip í miðri vörn Liverpool. Hjá Bayern er Thomas Müller í leikbanni og Kingsley Coman og Arjen Robben eru tæpir vegna meiðsla. Bayern er það lið sem Jürgen Klopp hefur oftast mætt á stjóraferlinum, eða 29 sinnum. Lið hans hafa unnið níu leiki, gert fjögur jafntefli og tapað 16. Sárasta tapið gegn Bayern kom í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2013 þegar Klopp var við stjórnvölinn hjá Dortmund. Þá voru Robert Lewandowski og Mats Hummels í liði Dortmund en þeir leika með Bayern í dag. Lyon og Barcelona voru bæði ósigruð í riðlakeppninni þótt árangur liðanna hafi verið misgóður. Barcelona vann fjóra af sex leikjum sínum og gerði tvö jafntefli á meðan Lyon vann einn leik og gerði fimm jafntefli. Átta stig dugðu Lyon þó til að komast í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn frá tímabilinu 2011-12. Barcelona hefur hins vegar komist í 16-liða úrslit 15 ár í röð. Liðin mættust í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar 2009 þar sem Barcelona vann 6-3 samanlagt. Börsungar hafa unnið fjóra af sex leikjum sínum gegn Lyon í Meistaradeildinni og gert tvö jafntefli.
Birtist í Fréttablaðinu Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Sjá meira