Alls sótti 31 einstaklingur um embætti skrifstofustjóra á þremur skrifstofum félagsmálaráðuneytisins en umsóknarfrestur rann út 18. febrúar síðastliðinn.
Skrifstofurnar þrjár eru skrifstofa barna- og fjölskyldumála, skrifstofa húsnæðis- og lífeyrismála og skrifstofa vinnumarkaðar og starfsendurhæfingar.
Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins kemur fram að sérstök hæfnisnefnd, skipuð þremur einstaklingum, muni meta hæfni umsækjenda og skila greinargerð til ráðherra. Nefndin starfar samkvæmt reglum nr. 393/2012 um ráðgefandi nefndir er meta hæfni umsækjenda um embætti við Stjórnarráð Íslands.
Umsækjendurnir eru eftirfarandi:
• Arna Þórdís Árnadóttir, fulltrúi
• Ágúst Þór Sigurðsson, settur skrifstofustjóri
• Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri
• Ásthildur Knútsdóttir, staðgengill skrifstofustjóra
• Berglind Sigurðardóttir, skipulagsfræðingur
• Bjarnheiður Gautadóttir, settur skrifstofustjóri
• Björg Kjartansdóttir, sviðsstjóri
• Erna Kristín Blöndal, verkefnastjóri
• Eyþór Benediktsson, sérfræðingur
• Gerður Ríkharðsdóttir, rekstrarráðgjafi
• Gunnhildur Gunnarsdóttir, lögfræðingur
• Hanna Lára Steinsson, félagsráðgjafi
• Haukur Eggertsson, iðnaðarverkfræðingur
• Hrafnhildur Sif Hrafnsdóttir, árangursstjóri
• Ingvar Sverrisson, lögfræðingur
• Jónína Margrét Sigurðardóttir, uppeldis- og meðferðarfulltrúi
• Kristian Guttesen, doktorsnemi
• Kristín Jónsdóttir, félagsráðgjafi
• Lísa Margrét Sigurðardóttir, lögfræðingur
• María Rúnarsdóttir, félagsráðgjafi
• Pétur T. Gunnarsson, verkefnastjóri
• Ragna María Ragnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur
• Ragnhildur Ísaksdóttir, starfsmannastjóri
• Sigurrós Ásgerður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri
• Skúli Þórðarson, fyrrum sveitarstjóri
• Steinunn Jóhanna Bergmann, sérfræðingur
• Sunna Arnardóttir, sérfræðingur
• Tómas Kristjánsson, framkvæmdastjóri
• Veturliði Þór Stefánsson, lögfræðingur
• Vilhjálmur Bergs, lögfræði- og fjármögnunarráðgjafi
• Þórunn Oddný Steinsdóttir, lögfræðingur
31 sótti um embætti skrifstofustjóra í félagsmálaráðuneytinu
Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
