Icelandair fær fyrstu MAX 9 þotuna frá Boeing Kristján Már Unnarsson skrifar 19. febrúar 2019 21:00 Frá flugtaki fyrstu Boeing 737 MAX 9 þotu Icelandair í Seattle. Mynd/Icelandair. Fyrsta Boeing 737 MAX 9 þota Icelandair er komin úr verksmiðjunum í Seattle í Bandaríkjunum og farin í sitt fyrsta flug og fær félagið hana afhenta á morgun, samkvæmt upplýsingum Ásdísar Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair. Myndir frá reynsluflugi þotunnar voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. MAX 9 þotan er 2,64 metrum lengri en MAX 8-gerðin og verður með 178 sæti hjá Icelandair, 18 sætum fleira en MAX 8, en Icelandair fékk þrjár slíkar í fyrra. Félagið á von á sex nýjum MAX þotum núna á vormánuðum og verður þá komið með samtals níu slíkar í flotann, af þeim sextán sem það hefur keypt frá Boeing.Þotan hefur fengið einkennisstafina TF-ICA.Mynd/Icelandair.MAX 9 þotan er væntanleg til Íslands á fimmtudag og hefur hún fengið einkennisstafina TF-ICA. Starfsmenn Icelandair munu sjálfir innrétta vélina í flugskýli félagsins á Keflavíkurflugvelli og má búast við að standsetning taki nokkrar vikur áður en hún kemst í rekstur. Icelandair hyggst nota MAX 9 þotuna á helstu Evrópuleiðum og á styttri Ameríkuleiðum, samkvæmt vefsíðunni Routes Online. Þar má sjá að búið er að setja hana í flug á allar höfuðborgir Norðurlandanna, en einnig á staði eins og London Gatwick, Amsterdam, Berlín, Brussel, París og Frankfurt og vestanhafs á New York, Washington, Chicago, Minneapolis, Toronto og Montreal.Hjólin tekin upp í reynsluflugi. Flugvélin er væntanleg til Íslands á fimmtudag.Mynd/Icelandair.Sex ár eru frá því Icelandair tilkynnti um þessi stærstu flugvélakaup Íslandssögunnar. Samkvæmt verðlista Boeing kostar ein MAX 9 þota um 15,4 milljarða króna en MAX 8 kostar um 14,5 milljarða króna. Í slíkum samningum tíðkast þó verulegir afslættir en kaupverð véla Icelandair er trúnaðarmál.Icelandair bætir við sex nýjum Boeing 737 þotum í reksturinn í vor og verður þá komið með níu þotur af MAX-línunni.Mynd/Icelandair.Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fyrsta Boeing 737 MAX þotan afhent Icelandair Icelandair hefur tekið við fyrstu Boeing 737 MAX þotunni, af þeim sextán, sem félagið hefur keypt. 2. mars 2018 14:00 Flugrekstrarstjórinn fagnar þotunni sem eyðir fjórðungi minna eldsneyti Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair er komin til landsins. Flugstjórinn, sem flaug henni heim, segir hana þá skemmtilegustu sem hann hafi kynnst. 5. mars 2018 20:30 Þotukaupin réðust að morgni eftir næturfund Airbus-verksmiðjurnar voru hársbreidd frá því að ná samningunum um endurnýjun flugflota Icelandair og voru inni í myndinni allt fram á miðvikudagsmorgun þegar næturlöngum samningafundum lauk með því að Icelandair-menn völdu Boeing. Það var í hádeginu í gær sem ráðamenn Icelandair kynntu þá ákvörðun sína að velja Boeing 737 MAX sem framtíðarvél félagsins, með því að panta tólf slíkar þotur og festa sér kauprétt að öðrum tólf til viðbótar. 7. desember 2012 18:37 Fyrsta Boeing 737 MAX þotan komin á loft í litum Icelandair Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair, af sextán, TF-ICE, er komin út úr flugvélaverksmiðjunni í Seattle í Bandaríkjunum og farin í sitt fyrsta reynsluflug. 23. febrúar 2018 20:30 Framtíðarþota Icelandair í flugprófunum hjá Boeing Þotan sem sennilega mun flytja flesta Íslendinga til útlanda næstu áratugina flaug í fyrsta sinn á dögunum. 13. febrúar 2016 18:45 Icelandair tók í notkun nýja flugvél í dag Fjölmenni tók á móti vélinni á Reykjavíkurflugvelli í dag. 14. apríl 2018 20:00 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Sjá meira
Fyrsta Boeing 737 MAX 9 þota Icelandair er komin úr verksmiðjunum í Seattle í Bandaríkjunum og farin í sitt fyrsta flug og fær félagið hana afhenta á morgun, samkvæmt upplýsingum Ásdísar Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair. Myndir frá reynsluflugi þotunnar voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. MAX 9 þotan er 2,64 metrum lengri en MAX 8-gerðin og verður með 178 sæti hjá Icelandair, 18 sætum fleira en MAX 8, en Icelandair fékk þrjár slíkar í fyrra. Félagið á von á sex nýjum MAX þotum núna á vormánuðum og verður þá komið með samtals níu slíkar í flotann, af þeim sextán sem það hefur keypt frá Boeing.Þotan hefur fengið einkennisstafina TF-ICA.Mynd/Icelandair.MAX 9 þotan er væntanleg til Íslands á fimmtudag og hefur hún fengið einkennisstafina TF-ICA. Starfsmenn Icelandair munu sjálfir innrétta vélina í flugskýli félagsins á Keflavíkurflugvelli og má búast við að standsetning taki nokkrar vikur áður en hún kemst í rekstur. Icelandair hyggst nota MAX 9 þotuna á helstu Evrópuleiðum og á styttri Ameríkuleiðum, samkvæmt vefsíðunni Routes Online. Þar má sjá að búið er að setja hana í flug á allar höfuðborgir Norðurlandanna, en einnig á staði eins og London Gatwick, Amsterdam, Berlín, Brussel, París og Frankfurt og vestanhafs á New York, Washington, Chicago, Minneapolis, Toronto og Montreal.Hjólin tekin upp í reynsluflugi. Flugvélin er væntanleg til Íslands á fimmtudag.Mynd/Icelandair.Sex ár eru frá því Icelandair tilkynnti um þessi stærstu flugvélakaup Íslandssögunnar. Samkvæmt verðlista Boeing kostar ein MAX 9 þota um 15,4 milljarða króna en MAX 8 kostar um 14,5 milljarða króna. Í slíkum samningum tíðkast þó verulegir afslættir en kaupverð véla Icelandair er trúnaðarmál.Icelandair bætir við sex nýjum Boeing 737 þotum í reksturinn í vor og verður þá komið með níu þotur af MAX-línunni.Mynd/Icelandair.Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fyrsta Boeing 737 MAX þotan afhent Icelandair Icelandair hefur tekið við fyrstu Boeing 737 MAX þotunni, af þeim sextán, sem félagið hefur keypt. 2. mars 2018 14:00 Flugrekstrarstjórinn fagnar þotunni sem eyðir fjórðungi minna eldsneyti Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair er komin til landsins. Flugstjórinn, sem flaug henni heim, segir hana þá skemmtilegustu sem hann hafi kynnst. 5. mars 2018 20:30 Þotukaupin réðust að morgni eftir næturfund Airbus-verksmiðjurnar voru hársbreidd frá því að ná samningunum um endurnýjun flugflota Icelandair og voru inni í myndinni allt fram á miðvikudagsmorgun þegar næturlöngum samningafundum lauk með því að Icelandair-menn völdu Boeing. Það var í hádeginu í gær sem ráðamenn Icelandair kynntu þá ákvörðun sína að velja Boeing 737 MAX sem framtíðarvél félagsins, með því að panta tólf slíkar þotur og festa sér kauprétt að öðrum tólf til viðbótar. 7. desember 2012 18:37 Fyrsta Boeing 737 MAX þotan komin á loft í litum Icelandair Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair, af sextán, TF-ICE, er komin út úr flugvélaverksmiðjunni í Seattle í Bandaríkjunum og farin í sitt fyrsta reynsluflug. 23. febrúar 2018 20:30 Framtíðarþota Icelandair í flugprófunum hjá Boeing Þotan sem sennilega mun flytja flesta Íslendinga til útlanda næstu áratugina flaug í fyrsta sinn á dögunum. 13. febrúar 2016 18:45 Icelandair tók í notkun nýja flugvél í dag Fjölmenni tók á móti vélinni á Reykjavíkurflugvelli í dag. 14. apríl 2018 20:00 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Sjá meira
Fyrsta Boeing 737 MAX þotan afhent Icelandair Icelandair hefur tekið við fyrstu Boeing 737 MAX þotunni, af þeim sextán, sem félagið hefur keypt. 2. mars 2018 14:00
Flugrekstrarstjórinn fagnar þotunni sem eyðir fjórðungi minna eldsneyti Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair er komin til landsins. Flugstjórinn, sem flaug henni heim, segir hana þá skemmtilegustu sem hann hafi kynnst. 5. mars 2018 20:30
Þotukaupin réðust að morgni eftir næturfund Airbus-verksmiðjurnar voru hársbreidd frá því að ná samningunum um endurnýjun flugflota Icelandair og voru inni í myndinni allt fram á miðvikudagsmorgun þegar næturlöngum samningafundum lauk með því að Icelandair-menn völdu Boeing. Það var í hádeginu í gær sem ráðamenn Icelandair kynntu þá ákvörðun sína að velja Boeing 737 MAX sem framtíðarvél félagsins, með því að panta tólf slíkar þotur og festa sér kauprétt að öðrum tólf til viðbótar. 7. desember 2012 18:37
Fyrsta Boeing 737 MAX þotan komin á loft í litum Icelandair Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair, af sextán, TF-ICE, er komin út úr flugvélaverksmiðjunni í Seattle í Bandaríkjunum og farin í sitt fyrsta reynsluflug. 23. febrúar 2018 20:30
Framtíðarþota Icelandair í flugprófunum hjá Boeing Þotan sem sennilega mun flytja flesta Íslendinga til útlanda næstu áratugina flaug í fyrsta sinn á dögunum. 13. febrúar 2016 18:45
Icelandair tók í notkun nýja flugvél í dag Fjölmenni tók á móti vélinni á Reykjavíkurflugvelli í dag. 14. apríl 2018 20:00