Segir stærsta blómaframleiðanda landsins kvarta undan samkeppni Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 10. maí 2019 08:00 Skiptar skoðanir eru á því hvort innflutningur á afskornum blómum hingað til lands sé nauðsynlegur eða ekki. vísir/getty Innlend blómaframleiðsla getur ekki staðið undir íslenskum blómamarkaði og innflutningur á afskornum blómum er nauðsynlegur segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Ólafur svarar þannig ummælum Axels Sæland í Fréttablaðinu í gær þar sem hann segir tollkvóta á blómum ekki hvetjandi fyrir íslenska blómabændur og að innlend blómaframleiðsla geti staðið undir markaðnum. Innflutningur afskorinna blóma sé óþarfur. „Okkur finnst dálítið merkilegt að stærsti blómaframleiðandi á landinu skuli kvarta undan samkeppni frá innflutningi sem nemur 15 prósentum af eingöngu hans framleiðslu og er flutt inn með 30 prósenta tolli, 30-40 króna gjaldi á hvert blóm. Ef íslensk blómaframleiðsla stenst ekki slíka samkeppni þá ættu menn kannski bara að fara að snúa sér að einhverju öðru,“ segir Ólafur. Í blaðinu í gær var einnig fjallað um að innflutningur afskorinna blóma sé mengandi. Kolefnisspor þeirra sé mun stærra en þeirra blóma sem ræktuð eru hér á landi. Aðspurður segir Ólafur að fjölbreyttara vöruúrval til neytenda geti haft jákvæð áhrif á umhverfisvernd: „Það þarf kannski að horfa á það í stærra samhengi. Þegar neytendur eru að taka ákvarðanir um hvaða vörur þeir kaupa út frá sínu heildar neyslumynstri. Ef þeir til dæmis spara mikið á því að kaupa innfluttar vörur sem eru ódýrari en innlend framleiðsla þá gengur það kannski hraðar að safna fyrir rafbíl eða öðrum umhverfisvænum vörum“. Birtist í Fréttablaðinu Garðyrkja Neytendur Samkeppnismál Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Sjá meira
Innlend blómaframleiðsla getur ekki staðið undir íslenskum blómamarkaði og innflutningur á afskornum blómum er nauðsynlegur segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Ólafur svarar þannig ummælum Axels Sæland í Fréttablaðinu í gær þar sem hann segir tollkvóta á blómum ekki hvetjandi fyrir íslenska blómabændur og að innlend blómaframleiðsla geti staðið undir markaðnum. Innflutningur afskorinna blóma sé óþarfur. „Okkur finnst dálítið merkilegt að stærsti blómaframleiðandi á landinu skuli kvarta undan samkeppni frá innflutningi sem nemur 15 prósentum af eingöngu hans framleiðslu og er flutt inn með 30 prósenta tolli, 30-40 króna gjaldi á hvert blóm. Ef íslensk blómaframleiðsla stenst ekki slíka samkeppni þá ættu menn kannski bara að fara að snúa sér að einhverju öðru,“ segir Ólafur. Í blaðinu í gær var einnig fjallað um að innflutningur afskorinna blóma sé mengandi. Kolefnisspor þeirra sé mun stærra en þeirra blóma sem ræktuð eru hér á landi. Aðspurður segir Ólafur að fjölbreyttara vöruúrval til neytenda geti haft jákvæð áhrif á umhverfisvernd: „Það þarf kannski að horfa á það í stærra samhengi. Þegar neytendur eru að taka ákvarðanir um hvaða vörur þeir kaupa út frá sínu heildar neyslumynstri. Ef þeir til dæmis spara mikið á því að kaupa innfluttar vörur sem eru ódýrari en innlend framleiðsla þá gengur það kannski hraðar að safna fyrir rafbíl eða öðrum umhverfisvænum vörum“.
Birtist í Fréttablaðinu Garðyrkja Neytendur Samkeppnismál Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Sjá meira