Foreldrar krefjast þess að óbólusett börn fái ekki leikskólapláss Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 10. maí 2019 07:45 Foreldrar á Húsavík vilja ekki óbólusett börn á leikskólana. Fréttablaðið/Valli Fjölskylduráði Norðurþings barst listi með 80 undirskriftum á dögunum þar sem farið var fram á að börn sem ekki hafa hafið bólusetningaferli séu ekki tekin inn á leikskóla sveitafélagsins. Meirihluti þeirra sem setja nafn sitt á listann eru foreldrar leikskólabarna á Húsavík. Fjölskylduráð tekur vel í tillöguna en segir hana flókna í framkvæmd ásamt því að skoða þurfi allar hliðar málsins. Örlygur Hnefill Örlygsson, forseti sveitarstjórnar Norðurþings, segir flókið að verða við þessari ósk: „Fólk hefur skilning á erindinu en afar flókið er að verða við því, til að mynda vegna félagslegrar einangrunar þeirra nemenda sem ekki myndu fara í leikskóla án þess að hafa sjálfir um það val hvort þeir væru bólusettir eða ekki,“ segir Örlygur Hnefill og bætir við að lagaleg staða til þess að bregðast við erindinu sé ekki skýr þar sem ekki sé skylda að bólusetja börn hér á landi. Öllum börnum með lögheimili á Íslandi stendur bólusetning til boða án endurgjalds en samkvæmt Embætti landlæknis er þátttaka í almennum bólusetningum á Íslandi ófullnægjandi. Fjölskylduráð Norðurþings hefur sent fyrirspurn til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og hefur málinu verið frestað þar til álit frá ráðuneytinu hefur borist. Tillögur sem þessar hafa komið upp í fleiri sveitarfélögum landsins, svo sem í Reykjavík og í Garðabæ, þar sem þær hafa í báðum tilfellum verið felldar. Birtist í Fréttablaðinu Bólusetningar Norðurþing Skóla - og menntamál Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Fjölskylduráði Norðurþings barst listi með 80 undirskriftum á dögunum þar sem farið var fram á að börn sem ekki hafa hafið bólusetningaferli séu ekki tekin inn á leikskóla sveitafélagsins. Meirihluti þeirra sem setja nafn sitt á listann eru foreldrar leikskólabarna á Húsavík. Fjölskylduráð tekur vel í tillöguna en segir hana flókna í framkvæmd ásamt því að skoða þurfi allar hliðar málsins. Örlygur Hnefill Örlygsson, forseti sveitarstjórnar Norðurþings, segir flókið að verða við þessari ósk: „Fólk hefur skilning á erindinu en afar flókið er að verða við því, til að mynda vegna félagslegrar einangrunar þeirra nemenda sem ekki myndu fara í leikskóla án þess að hafa sjálfir um það val hvort þeir væru bólusettir eða ekki,“ segir Örlygur Hnefill og bætir við að lagaleg staða til þess að bregðast við erindinu sé ekki skýr þar sem ekki sé skylda að bólusetja börn hér á landi. Öllum börnum með lögheimili á Íslandi stendur bólusetning til boða án endurgjalds en samkvæmt Embætti landlæknis er þátttaka í almennum bólusetningum á Íslandi ófullnægjandi. Fjölskylduráð Norðurþings hefur sent fyrirspurn til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og hefur málinu verið frestað þar til álit frá ráðuneytinu hefur borist. Tillögur sem þessar hafa komið upp í fleiri sveitarfélögum landsins, svo sem í Reykjavík og í Garðabæ, þar sem þær hafa í báðum tilfellum verið felldar.
Birtist í Fréttablaðinu Bólusetningar Norðurþing Skóla - og menntamál Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira