Innlent

Tryggvi fær ekki að snúa aftur á Kirkjuhvol

Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar
Tryggvi fær ekki að snúa aftur á Kirkjuhvol vegna skorts á faglærðu starfsfólki.
Tryggvi fær ekki að snúa aftur á Kirkjuhvol vegna skorts á faglærðu starfsfólki.
Tryggvi Ingólfsson fær ekki að snúa aftur á dvalar- og hjúkrunarheimilið Kirkjuhvol á Hvolsvelli eins og til stóð. Tryggva hafði verið tilkynnt í febrúar á þessu ári að hann fengi að snúa aftur á Kirkjuhvol þann 1. september næstkomandi, en þar bjó hann í nær 11 ár.

Tryggvi er lamaður fyrir neðan háls eftir að hafa dottið af hestbaki árið 2006 og hlotið mænuskaða af. Hann bjó á Kirkjuhvoli í 11 ár áður en hann þurfti að gangast undir aðgerð á Landsspítalanum árið 2018 og dvelja þar í þrjá mánuði en þegar hann hugðist snúa heim var honum neitað heimili á Kirkjuhvoli. Sonur Tryggva hefur sagt að komi þetta gífurlega á óvart og hafi samstarf við dvalarheimilið ætíð verið gott.

Ástæða þess var sú að tólf manna starfslið dvalarheimilisins hafði skrifað undir bréf þess efnis að það myndi ganga út sneri Tryggvi aftur. Samkvæmt bréfi sem aðstandendum Tryggva barst þann 4. apríl auglýsti hjúkrunarheimilið eftir fleira faglærðu starfsfólki til að tryggja öryggi og góða þjónustu við Tryggva en umsóknir hafi ekki borist í störfin. Því muni Tryggvi ekki geta snúið aftur heim á Kirkjuhvol.


Tengdar fréttir

Þráir að komast heim á Hvolsvöll

Stuðningshópur Tryggva Ingólfssonar á Hvolsvelli hefur sett á laggirnar undirskriftalista þar sem skorað er á sveitarstjóra Rangárþings eystra og ráðherra heilbrigðisráðuneytis að finna lausn á búsetuúrræðum fyrir Tryggva.

Tryggvi fær loksins að snúa heim á Hvolsvöll í haust

Tryggvi Ingólfsson sem hefur verið í stofufangelsi á Landspítalanum í að verða eitt ár fær loksins að snúa heim á Hvolsvöll 1. september næatkomandi. Fer hann á dvalar- og hjúkrunarheimilið Kirkjuhvol þar sem hann hefur búið í ellefu ár eftir að hafa dottið af hestbaki og lamast frá hálsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×