Staðan var markalaus í hálfleik fyrsta eina mark leiksins kom á 61. mínútu en þá skoraði miðjumaðurinn Taras Romanczuk og kom Jagiellonia í 1-0.
#JAGMIE Poznaliśmy skład Żółto-Czerwonych na dzisiejszy mecz z @MiedzLegnica, rozgrywany w ramach 1/2 finału @PZPNPuchar. Oto, jedenastka, która powalczy o finał na Narodowym!
Pierwszy gwizdek o godzinie 18:00. Naprzód Jaga! pic.twitter.com/l5a32iYQ5z
— Jagiellonia (@Jagiellonia1920) April 9, 2019
Gestirnir frá Legnica jöfnuðu metin á 78. mínútu en í uppbótartímanum var það aftur Taras sem skoraði. Það var hans annað mark og skaut hann Jegiellonia í bikarúrslit.
Miedz er í ellefta sæti pólsku úrvalsdeildarinnar en Böðvar og félagar í því sjötta. Því voru flestir að reikna með sigri Jagiellonia og það tókst.
Í úrslitunum bíður annað hvort Raków Częstochowa eða Lechia Gdańsk en þau mætast á morgun. Úrslitaleikurinn fer fram í maí mánuði.