„Þær geta einfaldlega ekki báðar sagt satt“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. mars 2019 14:25 Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, segir Landsréttarmálið reynast ríkisstjórninni erfitt. Upp sé komin óþægileg staða því ekki sé samræmi í máli ráðherra ríkisstjórnarinnar um það hvers vegna Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sagði af sér. Vísir/vilhelm Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, segir Landsréttarmálið reynast ríkisstjórninni erfitt. Upp sé komin óþægileg staða því ekki sé samræmi í máli ráðherra ríkisstjórnarinnar um það hvers vegna Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sagði af sér. Þorsteinn gerði afsögn Sigríðar Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra og atburðarásina í aðdraganda hennar að umfjöllunarefni í pistli sem hann birti á Hringbraut undir yfirskriftinni „Ástæða afsagnarinnar skiptir verulegu máli“. „Fyrstu viðbrögð Sigríðar Andersen voru því rökrétt miðað við þá siðferðilegu mælikvarða sem forsætisráðherra setti í fyrra þegar öll kurl málsins komu í ljós. Opinber ástæða þess að ráðherra sagði af sér daginn eftir var líka allt önnur. Sem sagt sú að ráðherra vildi ekki að persóna hennar truflaði vinnu við að greiða úr þeim flækjum sem dómurinn leiddi til,“ segir Þorsteinn sem leikur hugur á að vita hverjir það voru sem persóna Sigríðar á að hafa truflað. „Opinberlega voru það ekki embættismenn eða dómarar, ekki fræðimenn, ekki þingmenn Sjálfstæðisflokksins, ekki þingmenn Framsóknar, ekki þingmenn VG, ekki þingmenn Miðflokksins. Þingmenn Viðreisnar kröfðust ekki beint afsagnar en töldu mikilvægt að traust ríkti um viðbrögðin og bentu á að þeir hefðu tekið afstöðu til setu ráðherrans á síðasta ári í atkvæðagreiðslu um vantraust. Þingmenn Samfylkingar og Pírata kröfðust hins vegar afsagnar afdráttarlaust. Engir aðrir.“ Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, segir að þjóðin eigi skilið að vita raunverulegt tilefni afsagnar Sigríðar.Vísir Ólíklegt að Sigríður hafi sagt af sér vegna Samfylkingar og Pírata Þorsteinn segir að í þessu ljósi virðist Sigríður því eingöngu hafa sagt af sér vegna Samfylkingarinnar og Pírata. Það þykir honum þó frekar fjarstæðukennt og bendir á að flestir hallist að þeirri kenningu að þrýstingur frá forsætisráðherra og þingmanna VG hafi orðið til þess að hún sagði af sér. „En sé svo hefur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ekki sagt allan sannleikann um aðkomu sína og flokks síns að málinu. Þær geta einfaldlega ekki báðar sagt satt, Sigríður og Katrín, nema þær viðurkenni að Samfylkingin og Píratar hafi í raun ráðið málalokum. Þetta er óþægileg staða fyrir ríkisstjórnina. Alveg sérstaklega er það erfitt fyrir forsætisráðherra ef svo er að hún hefur ekki sagt allan sannleikann um aðkomu sína að afsögn dómsmálaráðherrans.“ Þorsteinn segir að forsætisráðherra hafi „lækkað siðferðislega mælikvarða“ með því að hafa ekki séð til þess að dómsmálaráðherra viki um leið og það kom í ljós að Sigríður hefði haldið upplýsingum frá Alþingi þegar hún óskaði eftir stuðningi þess við ákvörðun sína. „En sé það svo eins og margir hafa haldið fram að forsætisráðherra hafi í síðustu viku ráðið því bak við luktar dyr að Sigríður Andersen sagði af sér verður ekki dregin önnur ályktun af því en að forsætisráðherra sé að viðurkenna þau mistök sem hún gerði í fyrra. Og um leið að leiðrétta þau.“ Þorsteinn segir að almenningur eigi skilið að vita hvaða ástæða var fyrir afsögn Sigríðar. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Bein útsending: Viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun flytja munnlega skýrslu um viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt. 18. mars 2019 13:30 „Við eigum ekki að hleypa þessari umræðu í pólitískar skotgrafir“ Forsætisráðherra flutti munnlega skýrslu um viðbrögð stjórnvalda við dómi MDE. 18. mars 2019 15:15 „Haldið að þetta sé svo dramatískt“ Sigríður Andersen hefur fulla trú á að Þórdís nái að skapa ró um dómsmálaráðuneytið. 14. mars 2019 16:36 Vill skapa frið með ákvörðun sinni Sigríður Á. Andersen fráfarandi dómsmálaráðherra segir að hún hafi ekki verið beitt þrýstingi um að segja af sér 13. mars 2019 18:49 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, segir Landsréttarmálið reynast ríkisstjórninni erfitt. Upp sé komin óþægileg staða því ekki sé samræmi í máli ráðherra ríkisstjórnarinnar um það hvers vegna Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sagði af sér. Þorsteinn gerði afsögn Sigríðar Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra og atburðarásina í aðdraganda hennar að umfjöllunarefni í pistli sem hann birti á Hringbraut undir yfirskriftinni „Ástæða afsagnarinnar skiptir verulegu máli“. „Fyrstu viðbrögð Sigríðar Andersen voru því rökrétt miðað við þá siðferðilegu mælikvarða sem forsætisráðherra setti í fyrra þegar öll kurl málsins komu í ljós. Opinber ástæða þess að ráðherra sagði af sér daginn eftir var líka allt önnur. Sem sagt sú að ráðherra vildi ekki að persóna hennar truflaði vinnu við að greiða úr þeim flækjum sem dómurinn leiddi til,“ segir Þorsteinn sem leikur hugur á að vita hverjir það voru sem persóna Sigríðar á að hafa truflað. „Opinberlega voru það ekki embættismenn eða dómarar, ekki fræðimenn, ekki þingmenn Sjálfstæðisflokksins, ekki þingmenn Framsóknar, ekki þingmenn VG, ekki þingmenn Miðflokksins. Þingmenn Viðreisnar kröfðust ekki beint afsagnar en töldu mikilvægt að traust ríkti um viðbrögðin og bentu á að þeir hefðu tekið afstöðu til setu ráðherrans á síðasta ári í atkvæðagreiðslu um vantraust. Þingmenn Samfylkingar og Pírata kröfðust hins vegar afsagnar afdráttarlaust. Engir aðrir.“ Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, segir að þjóðin eigi skilið að vita raunverulegt tilefni afsagnar Sigríðar.Vísir Ólíklegt að Sigríður hafi sagt af sér vegna Samfylkingar og Pírata Þorsteinn segir að í þessu ljósi virðist Sigríður því eingöngu hafa sagt af sér vegna Samfylkingarinnar og Pírata. Það þykir honum þó frekar fjarstæðukennt og bendir á að flestir hallist að þeirri kenningu að þrýstingur frá forsætisráðherra og þingmanna VG hafi orðið til þess að hún sagði af sér. „En sé svo hefur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ekki sagt allan sannleikann um aðkomu sína og flokks síns að málinu. Þær geta einfaldlega ekki báðar sagt satt, Sigríður og Katrín, nema þær viðurkenni að Samfylkingin og Píratar hafi í raun ráðið málalokum. Þetta er óþægileg staða fyrir ríkisstjórnina. Alveg sérstaklega er það erfitt fyrir forsætisráðherra ef svo er að hún hefur ekki sagt allan sannleikann um aðkomu sína að afsögn dómsmálaráðherrans.“ Þorsteinn segir að forsætisráðherra hafi „lækkað siðferðislega mælikvarða“ með því að hafa ekki séð til þess að dómsmálaráðherra viki um leið og það kom í ljós að Sigríður hefði haldið upplýsingum frá Alþingi þegar hún óskaði eftir stuðningi þess við ákvörðun sína. „En sé það svo eins og margir hafa haldið fram að forsætisráðherra hafi í síðustu viku ráðið því bak við luktar dyr að Sigríður Andersen sagði af sér verður ekki dregin önnur ályktun af því en að forsætisráðherra sé að viðurkenna þau mistök sem hún gerði í fyrra. Og um leið að leiðrétta þau.“ Þorsteinn segir að almenningur eigi skilið að vita hvaða ástæða var fyrir afsögn Sigríðar.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Bein útsending: Viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun flytja munnlega skýrslu um viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt. 18. mars 2019 13:30 „Við eigum ekki að hleypa þessari umræðu í pólitískar skotgrafir“ Forsætisráðherra flutti munnlega skýrslu um viðbrögð stjórnvalda við dómi MDE. 18. mars 2019 15:15 „Haldið að þetta sé svo dramatískt“ Sigríður Andersen hefur fulla trú á að Þórdís nái að skapa ró um dómsmálaráðuneytið. 14. mars 2019 16:36 Vill skapa frið með ákvörðun sinni Sigríður Á. Andersen fráfarandi dómsmálaráðherra segir að hún hafi ekki verið beitt þrýstingi um að segja af sér 13. mars 2019 18:49 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Bein útsending: Viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun flytja munnlega skýrslu um viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt. 18. mars 2019 13:30
„Við eigum ekki að hleypa þessari umræðu í pólitískar skotgrafir“ Forsætisráðherra flutti munnlega skýrslu um viðbrögð stjórnvalda við dómi MDE. 18. mars 2019 15:15
„Haldið að þetta sé svo dramatískt“ Sigríður Andersen hefur fulla trú á að Þórdís nái að skapa ró um dómsmálaráðuneytið. 14. mars 2019 16:36
Vill skapa frið með ákvörðun sinni Sigríður Á. Andersen fráfarandi dómsmálaráðherra segir að hún hafi ekki verið beitt þrýstingi um að segja af sér 13. mars 2019 18:49