Ari Freyr útilokar endurkomu í Val: Gerði mömmu vonsvikna Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Peralada skrifar 19. mars 2019 21:00 Ari Freyr Skúlason, landsliðsmaður í knattspyrnu, er ekki á heimleið og hefur útilokað að spila í Pepsi Max-deildinni á næstunni. Þetta sagði hann í samtali við Vísi í dag. „Við erum ekki á leiðinni heim. Ég hef verið búsettur erlendis í sextán ár og mun líklega enda þar. Núna gerði ég mömmu mína mjög vonsvikna en ég held að ég muni ekki búa á Íslandi á næstunni,“ sagði Ari Freyr sem er uppalinn Valsmaður og hafði verið orðaður við sitt gamla félag. Samningur hans við Lokeren rennur út í sumar. Liðið er mjög líklega fallið þó svo að það gæti breyst ef mál þróast á þann veg en mörg félög í Belgíu eru nú að bíða eftir úrskurði yfirvalda í stórtækum spillingarmálum sem hafa verið í belgískri knattspyrnu síðastliðna mánuði. „Ég er opinn fyrir öllu og vil spila eins lengi og ég get. Ég er lítill og nettur, hef verið þokkalega heppinn með meiðsli og hef enn gaman að þessu. En ég vil heldur ekki taka ákvörðun of fljótt,“ sagði Ari sem gæti þess vegna verið búinn að spila sinn síðasta leik í Belgíu. „Við skítféllum fyrir þremur leikjum þegar við spiluðum við Anderlecht. En út af þessum spillingarmálum vitum við ekki hvort við föllum eða ekki. En það er þó ljóst að við spilum ekki meira þetta tímabilið og munum bara æfa þrisvar í viku til loka apríl. Þetta er mjög skrýtið allt saman.“ Ari er nú að undirbúa sig fyrir fyrstu leiki Íslands í undankeppni EM 2020, gegn Andorra á föstudag og Frakklandi á mánudag. „Mér líst mjög vel á þetta. Það virðast allir vera í góðu standi. Þetta er erfiður leikur gegn Andorra og mér sýnist að margir séu hræddir við þá. En ef við spilum okkar leik og gerum það sem við eigum að gera - þá eigum við að fá þrjú stig á föstudag.“ EM 2020 í fótbolta Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Birkir: Alls ekki ánægðir með 2018 Birkir Bjarnason er kominn aftur í bláa búninginn og þar líður honum vel. 18. mars 2019 19:00 Birkir Már: Þurfum að gera það sem okkur er sagt Birkir Már Sævarsson veit hvað er í vændum í landsleiknum gegn Andorra á föstudag. 19. mars 2019 09:00 Arnór Sig: Verðum að vera klárir í alvöru slag Arnór Sigurðsson er yngsti leikmaður íslenska landsliðsins en gæti fengið stórt hlutverk í leikjunum sem eru fram undan. 19. mars 2019 08:00 Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira
Ari Freyr Skúlason, landsliðsmaður í knattspyrnu, er ekki á heimleið og hefur útilokað að spila í Pepsi Max-deildinni á næstunni. Þetta sagði hann í samtali við Vísi í dag. „Við erum ekki á leiðinni heim. Ég hef verið búsettur erlendis í sextán ár og mun líklega enda þar. Núna gerði ég mömmu mína mjög vonsvikna en ég held að ég muni ekki búa á Íslandi á næstunni,“ sagði Ari Freyr sem er uppalinn Valsmaður og hafði verið orðaður við sitt gamla félag. Samningur hans við Lokeren rennur út í sumar. Liðið er mjög líklega fallið þó svo að það gæti breyst ef mál þróast á þann veg en mörg félög í Belgíu eru nú að bíða eftir úrskurði yfirvalda í stórtækum spillingarmálum sem hafa verið í belgískri knattspyrnu síðastliðna mánuði. „Ég er opinn fyrir öllu og vil spila eins lengi og ég get. Ég er lítill og nettur, hef verið þokkalega heppinn með meiðsli og hef enn gaman að þessu. En ég vil heldur ekki taka ákvörðun of fljótt,“ sagði Ari sem gæti þess vegna verið búinn að spila sinn síðasta leik í Belgíu. „Við skítféllum fyrir þremur leikjum þegar við spiluðum við Anderlecht. En út af þessum spillingarmálum vitum við ekki hvort við föllum eða ekki. En það er þó ljóst að við spilum ekki meira þetta tímabilið og munum bara æfa þrisvar í viku til loka apríl. Þetta er mjög skrýtið allt saman.“ Ari er nú að undirbúa sig fyrir fyrstu leiki Íslands í undankeppni EM 2020, gegn Andorra á föstudag og Frakklandi á mánudag. „Mér líst mjög vel á þetta. Það virðast allir vera í góðu standi. Þetta er erfiður leikur gegn Andorra og mér sýnist að margir séu hræddir við þá. En ef við spilum okkar leik og gerum það sem við eigum að gera - þá eigum við að fá þrjú stig á föstudag.“
EM 2020 í fótbolta Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Birkir: Alls ekki ánægðir með 2018 Birkir Bjarnason er kominn aftur í bláa búninginn og þar líður honum vel. 18. mars 2019 19:00 Birkir Már: Þurfum að gera það sem okkur er sagt Birkir Már Sævarsson veit hvað er í vændum í landsleiknum gegn Andorra á föstudag. 19. mars 2019 09:00 Arnór Sig: Verðum að vera klárir í alvöru slag Arnór Sigurðsson er yngsti leikmaður íslenska landsliðsins en gæti fengið stórt hlutverk í leikjunum sem eru fram undan. 19. mars 2019 08:00 Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira
Birkir: Alls ekki ánægðir með 2018 Birkir Bjarnason er kominn aftur í bláa búninginn og þar líður honum vel. 18. mars 2019 19:00
Birkir Már: Þurfum að gera það sem okkur er sagt Birkir Már Sævarsson veit hvað er í vændum í landsleiknum gegn Andorra á föstudag. 19. mars 2019 09:00
Arnór Sig: Verðum að vera klárir í alvöru slag Arnór Sigurðsson er yngsti leikmaður íslenska landsliðsins en gæti fengið stórt hlutverk í leikjunum sem eru fram undan. 19. mars 2019 08:00