Ríkisendurskoðun bauðst til að slá á óréttmætar ásakanir Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. febrúar 2019 06:00 Íslandspóstur hefur meðal annars hlotið gagnrýni fyrir framgöngu á samkeppnismarkaði. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ríkisendurskoðun bauð Íslandspósti ohf. (ÍSP) að fyrra bragði að vinna stjórnsýsluúttekt á fyrirtækinu meðal annars til að slá á óréttmætar ásakanir. Afrit af erindum sem ríkisendurskoðandi hefur sent ÍSP í gegnum tíðina fást ekki afhent þar sem þau eru nú meðal gagna við vinnu skýrslu um félagið. Um miðjan síðasta mánuð sendi fjárlaganefnd Alþingis ríkisendurskoðanda beiðni um að unnin yrði stjórnsýsluúttekt á ÍSP. Meðal þess sem beðið var um að skoðað yrði er hvort aðgreining einkaréttar og samkeppnisrekstrar hafi verið fullnægjandi og hvort skýringar fyrirtækisins á fjárhagsvanda þess séu fullnægjandi. Alþingi samþykkti fyrir jól heimild til að lána ÍSP allt að milljarð króna til að mæta lausafjárskorti fyrirtækisins. Lánveitingin er bundin skilyrðum og þarf fjárlaganefnd að gefa grænt ljós á lánið áður en það er leyst út. Vonir þingmanna standa til að skýrslan liggi fyrir í vor. Áður en beiðnin var samþykkt var til umræðu hvort ríkisendurskoðun væri vanhæf til verksins þar sem stofnunin endurskoðar reikninga fyrirtækisins. Á fundi stjórnar ÍSP í febrúar 2017 komu Sveinn Arason, þáverandi ríkisendurskoðandi, og Óskar Sverrisson, starfsmaður stofnunarinnar, á fundinn til að ræða ársreikning ÍSP fyrir árið 2016. Þá lýsti Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri ÍSP, áhyggjum sínum og framkvæmdastjórnar yfir því að ráðamenn átti sig ekki á alvarleika í rekstrarstöðu ÍSP. „Með viðvarandi taprekstri væri hætta á að stjórnendur gerist sekir um vanrækslu í starfi í ljósi dóms í Milestone máli þar sem stjórnendur töldust ekki hafa sinnt hagsmunagæslu fyrir fleiri hagsmunaaðila en eigendur, og einkum lánardrottna,“ er haft eftir Ingimundi. Af fundargerðum stjórnar má ráða að ÍSP skuldi Landsbanka Íslands, sem er nærri alfarið í eigu ríkisins, hátt í tvo milljarða króna. „Ríkisendurskoðun sagðist geta beitt stjórnsýsluendurskoðun til að skýra rekstrarumhverfi ÍSP á hlutlausan hátt og slá á óréttmætar ásakanir,“ er haft eftir Sveini og Óskari. Stjórnin svaraði með því að segja að ekki væri tilefni til slíks „heldur frekar tilefni til aðgerða gegn stjórnsýslunni“. Fréttablaðið beindi tvíþættri fyrirspurn til ríkisendurskoðanda. Fyrri liðurinn sneri að því að fá afrit af erindum sem stofnunin hefur sent ÍSP með athugasemdum vegna fjárfestinga í dótturfélögum. Svarið var á þá leið að ekki væri unnt að afhenda gögnin þar sem þau væru nú meðal vinnugagna úttektarinnar. Sambærileg fyrirspurn var send ÍSP en svarið þar var að allar athugasemdir hefðu verið munnlegar. Síðari spurningin var hvort fyrrgreind orð gæfu tilefni til að efast um hæfi stofnunarinnar til að vinna úttektina. Svarið var að ekki væri hægt að tjá sig um einstök atriði sem kunna að koma til meðferðar. Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Tengdar fréttir Krefst þess að umsókn Póstsins verði vísað frá Félag atvinnurekenda (FA) hefur sent Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) bréf þar sem þess er farið á leit að stofnunin vísi frá umsókn Íslandspósts ohf. (ÍSP) um 2,6 milljarða afturvirkt framlag úr jöfnunarsjóði alþjónustu. 26. janúar 2019 09:00 Hefðu getað dregið úr tapi frá útlöndum Íslandspóstur telur að óheimilt hefði verið að velta kostnaði af erlendum sendingum yfir á neytendur. Póstlagafrumvarp segir aðra sögu. 4. febrúar 2019 06:00 Launauppbót og laun stjórnar hækkuð vegna góðrar afkomu Laun stjórnar Íslandspósts hafa hækkað um 65 prósent frá árinu 2014. Starfsmenn fengu launauppbót í fyrra eftir góða afkomu fyrirtækisins. Rúmu hálfu ári síðar þurfti ríkið að stökkva til svo að Pósturinn endaði ekki í greiðsluþroti. 5. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Ríkisendurskoðun bauð Íslandspósti ohf. (ÍSP) að fyrra bragði að vinna stjórnsýsluúttekt á fyrirtækinu meðal annars til að slá á óréttmætar ásakanir. Afrit af erindum sem ríkisendurskoðandi hefur sent ÍSP í gegnum tíðina fást ekki afhent þar sem þau eru nú meðal gagna við vinnu skýrslu um félagið. Um miðjan síðasta mánuð sendi fjárlaganefnd Alþingis ríkisendurskoðanda beiðni um að unnin yrði stjórnsýsluúttekt á ÍSP. Meðal þess sem beðið var um að skoðað yrði er hvort aðgreining einkaréttar og samkeppnisrekstrar hafi verið fullnægjandi og hvort skýringar fyrirtækisins á fjárhagsvanda þess séu fullnægjandi. Alþingi samþykkti fyrir jól heimild til að lána ÍSP allt að milljarð króna til að mæta lausafjárskorti fyrirtækisins. Lánveitingin er bundin skilyrðum og þarf fjárlaganefnd að gefa grænt ljós á lánið áður en það er leyst út. Vonir þingmanna standa til að skýrslan liggi fyrir í vor. Áður en beiðnin var samþykkt var til umræðu hvort ríkisendurskoðun væri vanhæf til verksins þar sem stofnunin endurskoðar reikninga fyrirtækisins. Á fundi stjórnar ÍSP í febrúar 2017 komu Sveinn Arason, þáverandi ríkisendurskoðandi, og Óskar Sverrisson, starfsmaður stofnunarinnar, á fundinn til að ræða ársreikning ÍSP fyrir árið 2016. Þá lýsti Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri ÍSP, áhyggjum sínum og framkvæmdastjórnar yfir því að ráðamenn átti sig ekki á alvarleika í rekstrarstöðu ÍSP. „Með viðvarandi taprekstri væri hætta á að stjórnendur gerist sekir um vanrækslu í starfi í ljósi dóms í Milestone máli þar sem stjórnendur töldust ekki hafa sinnt hagsmunagæslu fyrir fleiri hagsmunaaðila en eigendur, og einkum lánardrottna,“ er haft eftir Ingimundi. Af fundargerðum stjórnar má ráða að ÍSP skuldi Landsbanka Íslands, sem er nærri alfarið í eigu ríkisins, hátt í tvo milljarða króna. „Ríkisendurskoðun sagðist geta beitt stjórnsýsluendurskoðun til að skýra rekstrarumhverfi ÍSP á hlutlausan hátt og slá á óréttmætar ásakanir,“ er haft eftir Sveini og Óskari. Stjórnin svaraði með því að segja að ekki væri tilefni til slíks „heldur frekar tilefni til aðgerða gegn stjórnsýslunni“. Fréttablaðið beindi tvíþættri fyrirspurn til ríkisendurskoðanda. Fyrri liðurinn sneri að því að fá afrit af erindum sem stofnunin hefur sent ÍSP með athugasemdum vegna fjárfestinga í dótturfélögum. Svarið var á þá leið að ekki væri unnt að afhenda gögnin þar sem þau væru nú meðal vinnugagna úttektarinnar. Sambærileg fyrirspurn var send ÍSP en svarið þar var að allar athugasemdir hefðu verið munnlegar. Síðari spurningin var hvort fyrrgreind orð gæfu tilefni til að efast um hæfi stofnunarinnar til að vinna úttektina. Svarið var að ekki væri hægt að tjá sig um einstök atriði sem kunna að koma til meðferðar.
Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Tengdar fréttir Krefst þess að umsókn Póstsins verði vísað frá Félag atvinnurekenda (FA) hefur sent Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) bréf þar sem þess er farið á leit að stofnunin vísi frá umsókn Íslandspósts ohf. (ÍSP) um 2,6 milljarða afturvirkt framlag úr jöfnunarsjóði alþjónustu. 26. janúar 2019 09:00 Hefðu getað dregið úr tapi frá útlöndum Íslandspóstur telur að óheimilt hefði verið að velta kostnaði af erlendum sendingum yfir á neytendur. Póstlagafrumvarp segir aðra sögu. 4. febrúar 2019 06:00 Launauppbót og laun stjórnar hækkuð vegna góðrar afkomu Laun stjórnar Íslandspósts hafa hækkað um 65 prósent frá árinu 2014. Starfsmenn fengu launauppbót í fyrra eftir góða afkomu fyrirtækisins. Rúmu hálfu ári síðar þurfti ríkið að stökkva til svo að Pósturinn endaði ekki í greiðsluþroti. 5. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Krefst þess að umsókn Póstsins verði vísað frá Félag atvinnurekenda (FA) hefur sent Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) bréf þar sem þess er farið á leit að stofnunin vísi frá umsókn Íslandspósts ohf. (ÍSP) um 2,6 milljarða afturvirkt framlag úr jöfnunarsjóði alþjónustu. 26. janúar 2019 09:00
Hefðu getað dregið úr tapi frá útlöndum Íslandspóstur telur að óheimilt hefði verið að velta kostnaði af erlendum sendingum yfir á neytendur. Póstlagafrumvarp segir aðra sögu. 4. febrúar 2019 06:00
Launauppbót og laun stjórnar hækkuð vegna góðrar afkomu Laun stjórnar Íslandspósts hafa hækkað um 65 prósent frá árinu 2014. Starfsmenn fengu launauppbót í fyrra eftir góða afkomu fyrirtækisins. Rúmu hálfu ári síðar þurfti ríkið að stökkva til svo að Pósturinn endaði ekki í greiðsluþroti. 5. febrúar 2019 06:00