Andrea Bocelli heldur risatónleika í Kórnum Stefán Árni Pálsson skrifar 5. desember 2019 10:38 Andrea Bocelli er magnaður söngvari og heldur betur heimsþekktur. getty/Pietro D'aprano Ítalski söngvarinn Andrea Bocelli heldur risatónleika í Kórnum laugardaginn 23. maí, ásamt sinfóníuhljómsveit, kór og sérstökum gestum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu. Ítalinn er einn ástsælasti tenór heims og hefur selt yfir 90 milljón plötur á heimsvísu. Hann átti þátt í því að færa sígilda tónlist í samtímann þar sem lögin hans hafa náð fyrsta sæti á öllum helstu topplistum heims. Í tilkynningunni segir að Kórnum í Kópavogi verði í fyrsta sinn umbreytt í sitjandi sal, en einungis verður boðið upp á númeruð sæti og lögð áhersla á að salurinn verði hlýr og notalegur. Bocelli kemur fram ásamt 70 manna sinfóníuhljómsveit, SinfoNord, kór frá Söngsveitinni Fílharmóníu og sérstökum gestum.Átta þúsund manna sitjandi tónleikar Tæplega átta þúsund sæti verða í boði á sex verðsvæðum og miðarnir kosta frá 12.990 kr. en í tilkynningunni segir að um sé að ræða stærstu sitjandi tónleika fyrr og síðar á Íslandi. Andrea Bocelli gaf út plötuna Si Forever: The Diamond Edition 8. nóvember 2019 og er um að ræða stækkaða útgáfu af efni plötunnar Si sem toppaði vinsældarlista. Platan inniheldur dúett með Ellie Goulding og glænýtt lag með Jennifer Garner. Í kjölfarið fór hann í tónleikaferðalag um Bretland og Bandaríkin og spilaði meðal annars tvenna tónleika í Madison Square Garden. Á dögunum var platan tilnefnd til Grammy verðlauna fyrir árið 2019. Tónleikarnir verða í tveim hlutum; fyrri hluti er sígildari og þar tekur hann þekktustu óperuaríurnar, en í seinni hluta tekur hann alla sína vinsælustu slagara. Miðasala hefst föstudaginn 13. desember Tix.is/bocelli. Forsala fer fram daginn áður kl. 10 og hægt er að skrá sig í hana hér.Að neðan má heyra nokkur af þekktustu lögum Bocelli. Kópavogur Menning Tónlist Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Sjá meira
Ítalski söngvarinn Andrea Bocelli heldur risatónleika í Kórnum laugardaginn 23. maí, ásamt sinfóníuhljómsveit, kór og sérstökum gestum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu. Ítalinn er einn ástsælasti tenór heims og hefur selt yfir 90 milljón plötur á heimsvísu. Hann átti þátt í því að færa sígilda tónlist í samtímann þar sem lögin hans hafa náð fyrsta sæti á öllum helstu topplistum heims. Í tilkynningunni segir að Kórnum í Kópavogi verði í fyrsta sinn umbreytt í sitjandi sal, en einungis verður boðið upp á númeruð sæti og lögð áhersla á að salurinn verði hlýr og notalegur. Bocelli kemur fram ásamt 70 manna sinfóníuhljómsveit, SinfoNord, kór frá Söngsveitinni Fílharmóníu og sérstökum gestum.Átta þúsund manna sitjandi tónleikar Tæplega átta þúsund sæti verða í boði á sex verðsvæðum og miðarnir kosta frá 12.990 kr. en í tilkynningunni segir að um sé að ræða stærstu sitjandi tónleika fyrr og síðar á Íslandi. Andrea Bocelli gaf út plötuna Si Forever: The Diamond Edition 8. nóvember 2019 og er um að ræða stækkaða útgáfu af efni plötunnar Si sem toppaði vinsældarlista. Platan inniheldur dúett með Ellie Goulding og glænýtt lag með Jennifer Garner. Í kjölfarið fór hann í tónleikaferðalag um Bretland og Bandaríkin og spilaði meðal annars tvenna tónleika í Madison Square Garden. Á dögunum var platan tilnefnd til Grammy verðlauna fyrir árið 2019. Tónleikarnir verða í tveim hlutum; fyrri hluti er sígildari og þar tekur hann þekktustu óperuaríurnar, en í seinni hluta tekur hann alla sína vinsælustu slagara. Miðasala hefst föstudaginn 13. desember Tix.is/bocelli. Forsala fer fram daginn áður kl. 10 og hægt er að skrá sig í hana hér.Að neðan má heyra nokkur af þekktustu lögum Bocelli.
Kópavogur Menning Tónlist Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Sjá meira