Starfslokasamningur Haraldar upp á 57 milljónir Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. desember 2019 15:47 Haraldur Johannessen, fráfarandi ríkislögreglustjóri. Vísir/vilhelm Dómsmálaráðuneytið áætlar að kostnaðarmat starfslokasamnings Haraldar Johannessen, fráfarandi ríkislögreglustjóra, hljóði upp á rúmar 47 milljónir króna án launatengdra gjalda. Með launatengdum gjöldum er kostnaðurinn hinsvegar 56,7 milljónir króna. Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn fjárlaganefndar, sem greint var frá í morgun. Í svarinu er jafnframt tíundað til samanburðar að laun Haraldar út skipunartímann, þ.e. til 1. mars 2023, væru um 105 milljónir króna með launatengdum gjöldum. Haraldur lætur af störfum um næstu áramót. Dómsmálaráðuneytið segir að ekki sé gert ráð fyrir neinni sérstakri fjármögnun til að standa straum af starfslokasamningi Haraldar, hann rúmist innan fjárveitinga málaflokksins. Eins og fram kom í fréttum í gær mun Haraldur halda óskertum launum ríkislögreglustjóra í 24 mánuði; af því tímabili eru þrír mánuðir með vinnuskyldu, 15 mánuðir með „mögulegri vinnuskyldu“ og 6 mánuðir án nokkurrar vinnuskyldu sem biðlaun. Í svari ráðuneytisins er tiltekið að starfslok Haraldar verði að skoða „í ljósi allra aðstæðna,“ eins og það er orðað. Upp hafi verið komið erfið staða innan lögreglunnar og er þar vísað til vantraustsyfirlýsingarinnar sem undirrituð var af átta af níu lögreglustjórum landsins. Haraldur hafi þá „ákveðið að stíga fram og það frumkvæði er lykill að lausn þess vanda,“ segir í svarinu. Enginn annar grundvöllur hafi verið að starfslokum enda er embættismanni ekki vikið úr starfi „nema lögmætar og mjög ríkar ástæður séu fyrir hendi.“ Haraldur hafi ekki „brotið af sér með neinum þeim hætti að heimilt væri að víkja honum úr starfi,“ eins og í svarinu segir.Það má nálgast hér. Alþingi Lögreglan Ráðning ríkislögreglustjóra 2020 Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Óþolandi að pólitísk forréttindastétt lúti öðrum lögmálum Óboðlegt er að aðrar leikreglur gildi um embættismenn hjá ríkinu en annað vinnandi fólk að sögn formanns VR. Hann fordæmir háa starfslokagreiðslu til ríkislögreglustjóra. 4. desember 2019 11:43 Fjárlaganefnd óskar svara um starfslokasamning Fjárlaganefnd Alþingis hefur óskað eftir svörum frá dómsmálaráðherra um starfslokasamning ríkislögreglustjóra. Nefndin vill meðal annars vita hvernig samningurinn sé fjármagnaður og hver heildarupphæðin sé 5. desember 2019 11:57 Þingmenn segja starfslokasamning við ríkislögreglustjóra furðulegan Alvarlegar athugasemdir voru gerðar við starfslokasamning dómsmálaráðherra við ríkislögreglustjóra í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 4. desember 2019 18:35 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Fleiri fréttir Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið áætlar að kostnaðarmat starfslokasamnings Haraldar Johannessen, fráfarandi ríkislögreglustjóra, hljóði upp á rúmar 47 milljónir króna án launatengdra gjalda. Með launatengdum gjöldum er kostnaðurinn hinsvegar 56,7 milljónir króna. Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn fjárlaganefndar, sem greint var frá í morgun. Í svarinu er jafnframt tíundað til samanburðar að laun Haraldar út skipunartímann, þ.e. til 1. mars 2023, væru um 105 milljónir króna með launatengdum gjöldum. Haraldur lætur af störfum um næstu áramót. Dómsmálaráðuneytið segir að ekki sé gert ráð fyrir neinni sérstakri fjármögnun til að standa straum af starfslokasamningi Haraldar, hann rúmist innan fjárveitinga málaflokksins. Eins og fram kom í fréttum í gær mun Haraldur halda óskertum launum ríkislögreglustjóra í 24 mánuði; af því tímabili eru þrír mánuðir með vinnuskyldu, 15 mánuðir með „mögulegri vinnuskyldu“ og 6 mánuðir án nokkurrar vinnuskyldu sem biðlaun. Í svari ráðuneytisins er tiltekið að starfslok Haraldar verði að skoða „í ljósi allra aðstæðna,“ eins og það er orðað. Upp hafi verið komið erfið staða innan lögreglunnar og er þar vísað til vantraustsyfirlýsingarinnar sem undirrituð var af átta af níu lögreglustjórum landsins. Haraldur hafi þá „ákveðið að stíga fram og það frumkvæði er lykill að lausn þess vanda,“ segir í svarinu. Enginn annar grundvöllur hafi verið að starfslokum enda er embættismanni ekki vikið úr starfi „nema lögmætar og mjög ríkar ástæður séu fyrir hendi.“ Haraldur hafi ekki „brotið af sér með neinum þeim hætti að heimilt væri að víkja honum úr starfi,“ eins og í svarinu segir.Það má nálgast hér.
Alþingi Lögreglan Ráðning ríkislögreglustjóra 2020 Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Óþolandi að pólitísk forréttindastétt lúti öðrum lögmálum Óboðlegt er að aðrar leikreglur gildi um embættismenn hjá ríkinu en annað vinnandi fólk að sögn formanns VR. Hann fordæmir háa starfslokagreiðslu til ríkislögreglustjóra. 4. desember 2019 11:43 Fjárlaganefnd óskar svara um starfslokasamning Fjárlaganefnd Alþingis hefur óskað eftir svörum frá dómsmálaráðherra um starfslokasamning ríkislögreglustjóra. Nefndin vill meðal annars vita hvernig samningurinn sé fjármagnaður og hver heildarupphæðin sé 5. desember 2019 11:57 Þingmenn segja starfslokasamning við ríkislögreglustjóra furðulegan Alvarlegar athugasemdir voru gerðar við starfslokasamning dómsmálaráðherra við ríkislögreglustjóra í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 4. desember 2019 18:35 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Fleiri fréttir Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Sjá meira
Óþolandi að pólitísk forréttindastétt lúti öðrum lögmálum Óboðlegt er að aðrar leikreglur gildi um embættismenn hjá ríkinu en annað vinnandi fólk að sögn formanns VR. Hann fordæmir háa starfslokagreiðslu til ríkislögreglustjóra. 4. desember 2019 11:43
Fjárlaganefnd óskar svara um starfslokasamning Fjárlaganefnd Alþingis hefur óskað eftir svörum frá dómsmálaráðherra um starfslokasamning ríkislögreglustjóra. Nefndin vill meðal annars vita hvernig samningurinn sé fjármagnaður og hver heildarupphæðin sé 5. desember 2019 11:57
Þingmenn segja starfslokasamning við ríkislögreglustjóra furðulegan Alvarlegar athugasemdir voru gerðar við starfslokasamning dómsmálaráðherra við ríkislögreglustjóra í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 4. desember 2019 18:35