Hefur barist fyrir dóttur sína í mörg ár og stefnir nú ríkinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. september 2019 15:07 Sigurður Oddsson hefur árum saman reynt að fá kostnað vegna tannréttinga dóttur sinnar endurgreiddan frá Sjúkratryggingum, án árangurs. Skjáskot/Stöð 2 Faðir stúlku með skarð í gómi, sem barist hefur við að fá greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands vegna tannréttinga dóttur sinnar, hyggst stefna íslenska ríkinu vegna málsins. Börn sem fæðast með skarð í vör eða gómi þarfnast margvíslegrar heilbrigðisþjónustu, meðal annars tannréttinga. Árið 2010 var gerð breyting á reglugerð sem varð til þess að þessi börn með skarð í vör eða gómi féllu ekki lengur undir greiðsluþátttöku vegna tannréttinga, nema í allra alvarlegustu tilfellunum.Sjá einnig: Börnum með klofinn góm mismunað í kerfinu Um áramótin tók gildi breyting á reglugerð sem átti að tryggja að þessi börn fengju styrk frá Sjúkratryggingum vegna tannréttinga. Þrátt fyrir þetta hefur stofnunin haldið áfram að synja umsóknum. Sigþrúður Sigurðardóttir, dóttir Sigurðar Oddssonar, er fædd 2006 og er ein þeirra barna sem hefur ítrekað verið synjað um greiðsluþátttöku í gegnum tíðina. Sigurður lýsti baráttu sinni við kerfið í viðtali við Stöð 2 í apríl. Hann sagðist ítrekað hafa fengið þau svör frá Sjúkratryggingum að staða dóttur hans væri ekki nógu slæm, þrátt fyrir að hann hafi sýnt fram á að hún væri með skarð í harða gómi og ætti samkvæmt reglum því að njóta greiðsluþátttöku vegna tannréttinga.Viðtalið við Sigurð frá því í apríl má horfa á í spilaranum hér að neðan.Þann 29. apríl síðastliðinn sendi Umhyggja - félag langveikra barna frá sér opinbera áskorun til heilbrigðisráðherra, félags- og barnamálaráðherra, Sjúkratrygginga Íslands, þingmanna og velferðarnefndar, þar sem skorað var á hlutaðeigandi að tryggja öllum börnum sem fæðast með skarð í gómi lögbundna heilbrigðisþjónustu vegna nauðsynlegrar tannréttingameðferðar. Sigurður segir í samtali við Vísi að ekkert hafi þokast í málinu síðan. Nú sé mælirinn fullur og því sé dómsmál í burðarliðnum. „Réttur er með málið og sér um þetta fyrir mig, Umhyggja er líka með í því. Þetta er bara mál dóttur minnar, við erum annars þrír foreldrar saman í þessu en hin eru að bíða eftir úrskurði hjá úrskurðarnefnd Sjúkrasjóðs. Þetta er barátta við gamalt risaeðlukerfi,“ segir Sigurður. Hann segir að markmiðið með stefnunni sé að bakkað verði með umrædda reglugerð. „Heilbrigðisráðuneytið fékk allan ágúst til að svara okkur, það kom ekkert svar, þannig að mitt mál er í undirbúningi að fara fyrir dóm. Þetta er sanngirnissjónarmið hjá okkur. Við viljum að börnin fái að njóta vafans en ekki stofnunin.“ Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Börn með skarð í gómi fá tannréttingar ekki greiddar Sjúkratryggingar Íslands hafa ítrekað synjað börnum með skarð í gómi um greiðsluþátttöku vegna tannréttinga, þrátt fyrir að reglugerð kveði á um annað. Faðir stúlku sem hefur barist við kerfið í mörg ár segir sorglegt að börnin fái ekki að njóta vafans. 29. apríl 2019 19:45 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Sjá meira
Faðir stúlku með skarð í gómi, sem barist hefur við að fá greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands vegna tannréttinga dóttur sinnar, hyggst stefna íslenska ríkinu vegna málsins. Börn sem fæðast með skarð í vör eða gómi þarfnast margvíslegrar heilbrigðisþjónustu, meðal annars tannréttinga. Árið 2010 var gerð breyting á reglugerð sem varð til þess að þessi börn með skarð í vör eða gómi féllu ekki lengur undir greiðsluþátttöku vegna tannréttinga, nema í allra alvarlegustu tilfellunum.Sjá einnig: Börnum með klofinn góm mismunað í kerfinu Um áramótin tók gildi breyting á reglugerð sem átti að tryggja að þessi börn fengju styrk frá Sjúkratryggingum vegna tannréttinga. Þrátt fyrir þetta hefur stofnunin haldið áfram að synja umsóknum. Sigþrúður Sigurðardóttir, dóttir Sigurðar Oddssonar, er fædd 2006 og er ein þeirra barna sem hefur ítrekað verið synjað um greiðsluþátttöku í gegnum tíðina. Sigurður lýsti baráttu sinni við kerfið í viðtali við Stöð 2 í apríl. Hann sagðist ítrekað hafa fengið þau svör frá Sjúkratryggingum að staða dóttur hans væri ekki nógu slæm, þrátt fyrir að hann hafi sýnt fram á að hún væri með skarð í harða gómi og ætti samkvæmt reglum því að njóta greiðsluþátttöku vegna tannréttinga.Viðtalið við Sigurð frá því í apríl má horfa á í spilaranum hér að neðan.Þann 29. apríl síðastliðinn sendi Umhyggja - félag langveikra barna frá sér opinbera áskorun til heilbrigðisráðherra, félags- og barnamálaráðherra, Sjúkratrygginga Íslands, þingmanna og velferðarnefndar, þar sem skorað var á hlutaðeigandi að tryggja öllum börnum sem fæðast með skarð í gómi lögbundna heilbrigðisþjónustu vegna nauðsynlegrar tannréttingameðferðar. Sigurður segir í samtali við Vísi að ekkert hafi þokast í málinu síðan. Nú sé mælirinn fullur og því sé dómsmál í burðarliðnum. „Réttur er með málið og sér um þetta fyrir mig, Umhyggja er líka með í því. Þetta er bara mál dóttur minnar, við erum annars þrír foreldrar saman í þessu en hin eru að bíða eftir úrskurði hjá úrskurðarnefnd Sjúkrasjóðs. Þetta er barátta við gamalt risaeðlukerfi,“ segir Sigurður. Hann segir að markmiðið með stefnunni sé að bakkað verði með umrædda reglugerð. „Heilbrigðisráðuneytið fékk allan ágúst til að svara okkur, það kom ekkert svar, þannig að mitt mál er í undirbúningi að fara fyrir dóm. Þetta er sanngirnissjónarmið hjá okkur. Við viljum að börnin fái að njóta vafans en ekki stofnunin.“
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Börn með skarð í gómi fá tannréttingar ekki greiddar Sjúkratryggingar Íslands hafa ítrekað synjað börnum með skarð í gómi um greiðsluþátttöku vegna tannréttinga, þrátt fyrir að reglugerð kveði á um annað. Faðir stúlku sem hefur barist við kerfið í mörg ár segir sorglegt að börnin fái ekki að njóta vafans. 29. apríl 2019 19:45 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Sjá meira
Börn með skarð í gómi fá tannréttingar ekki greiddar Sjúkratryggingar Íslands hafa ítrekað synjað börnum með skarð í gómi um greiðsluþátttöku vegna tannréttinga, þrátt fyrir að reglugerð kveði á um annað. Faðir stúlku sem hefur barist við kerfið í mörg ár segir sorglegt að börnin fái ekki að njóta vafans. 29. apríl 2019 19:45