Tæp 10% grunnskólabarna telja sig hafa orðið fyrir neteinelti innan veggja skólanna Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. september 2019 20:30 Nær helmingur sjö þúsund grunnskólanema hér á landi telur sig hafa orðið fyrir neteinelti innan veggja skólanna á síðasta ári samkvæmt nýrri rannsókn. Foreldrar eru hvattir til þess að fylgjast með netnotkun barna sinna og grípa inn í sé þörf á.Móðir ungrar stúlku steig fram á samfélagsmiðlum í gær og greindi frá grófu einelti sem dóttir hennar hefur orðið fyrir á samfélagsmiðlum. Stúlkan er í sjötta bekk en eineltið átti sér stað í gegnum samskiptamiðilinn TikTok sem nýtur mikilla vinsælda á meðal grunnskólanema um allan heim. Með forritinu er hægt að búa til stutt myndskeið og notað myndbrellur sem og sent skilaboð til annarra. Í þessu tilfelli var búinn til aðgangur í nafni stúlkunnar með mynd af henni þar sem farið var niðrandi orðum um hana og aðrir hvattir til þess að taka undir. Eins saklaus og sími getur verið, getur hann verið stórhættulegur sé ekki varlega farið. Móðir stúlkunnar hvetur foreldra til þess að skoða síma barna sinna og kanna hvað þau eru að gera.Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla.Vísir/BaldurFramkvæmdastjóri Heimils og skóla segir börn sem verða fyrir slíku einelti í erfiðri stöðu. „Þau upplifa sig kannski ein og þora ekki að segja frá og halda þessu leyndu jafnvel fyrir sínum nánustu af ýmsum ástæðum. Vilja kannski ekki valda áhyggjum, skammast sín fyrir það eða ætla jafnvel að leysa úr því sjálf,“ segir Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla. Hrefna segir áríðandi að þeir sem viti að neteinelti eigi sér stað tilkynni um það strax. Í nýrri rannsókn um heilsu og lífskjör skólanema, sem unnin er meðal annars af Menntavísindasviði Háskóla Íslands kemur fram að 9,8% nemenda í sjötta, áttunda og tíundabekk grunnskóla á Íslandi telja sig hafa orðið fyrir neteinelti á síðasta ári. Rannsóknin er unnin í yfir fjörutíu löndum á fjögurra ára fresti með styrk frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og hefur Ísland tekið þátt frá árinu 2006. Í meistararitgerð Katrínar Hallgrímsdóttur, sem unnin var með Vöndu Sigurgeirsdóttur og Ársæli Arnarsyni, um hvar rafrænt einelti á sér stað, kemur fram að 47,4% þeirra sem sögðust hafa orðið fyrir rafrænu einelti urðu fyrir því eingöngu í skólanum eða í skólanum og utan hans. Því eigi orðræðan um að rafrænt einelti eigi sér eingöngu stað utan skólatíma ekki lengur við. Börn og uppeldi Félagsmál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Hjarta íslenskrar móður í molum vegna eineltis á TikTok Móðir stúlku á grunnskólaaldri segir sorglegt að sjá hve margir tengi við nýlega reynslu hennar af neteinelti í garð dóttur hennar á samfélagsmiðlinum TikTok. 18. september 2019 11:30 Tryggjum barninu öryggi og vellíðan Hvernig var tekið á móti þér þegar þú steigst þín fyrstu skref í skóla? Hvaða minningar eigum við úr skóla? Hverjir voru bestu vinirnir/bestu vinkonurnar í skólanum? Var komið fram við þig af virðingu og á þínum forsendum? Leið þér vel í skólanum? 10. september 2019 07:00 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Nær helmingur sjö þúsund grunnskólanema hér á landi telur sig hafa orðið fyrir neteinelti innan veggja skólanna á síðasta ári samkvæmt nýrri rannsókn. Foreldrar eru hvattir til þess að fylgjast með netnotkun barna sinna og grípa inn í sé þörf á.Móðir ungrar stúlku steig fram á samfélagsmiðlum í gær og greindi frá grófu einelti sem dóttir hennar hefur orðið fyrir á samfélagsmiðlum. Stúlkan er í sjötta bekk en eineltið átti sér stað í gegnum samskiptamiðilinn TikTok sem nýtur mikilla vinsælda á meðal grunnskólanema um allan heim. Með forritinu er hægt að búa til stutt myndskeið og notað myndbrellur sem og sent skilaboð til annarra. Í þessu tilfelli var búinn til aðgangur í nafni stúlkunnar með mynd af henni þar sem farið var niðrandi orðum um hana og aðrir hvattir til þess að taka undir. Eins saklaus og sími getur verið, getur hann verið stórhættulegur sé ekki varlega farið. Móðir stúlkunnar hvetur foreldra til þess að skoða síma barna sinna og kanna hvað þau eru að gera.Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla.Vísir/BaldurFramkvæmdastjóri Heimils og skóla segir börn sem verða fyrir slíku einelti í erfiðri stöðu. „Þau upplifa sig kannski ein og þora ekki að segja frá og halda þessu leyndu jafnvel fyrir sínum nánustu af ýmsum ástæðum. Vilja kannski ekki valda áhyggjum, skammast sín fyrir það eða ætla jafnvel að leysa úr því sjálf,“ segir Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla. Hrefna segir áríðandi að þeir sem viti að neteinelti eigi sér stað tilkynni um það strax. Í nýrri rannsókn um heilsu og lífskjör skólanema, sem unnin er meðal annars af Menntavísindasviði Háskóla Íslands kemur fram að 9,8% nemenda í sjötta, áttunda og tíundabekk grunnskóla á Íslandi telja sig hafa orðið fyrir neteinelti á síðasta ári. Rannsóknin er unnin í yfir fjörutíu löndum á fjögurra ára fresti með styrk frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og hefur Ísland tekið þátt frá árinu 2006. Í meistararitgerð Katrínar Hallgrímsdóttur, sem unnin var með Vöndu Sigurgeirsdóttur og Ársæli Arnarsyni, um hvar rafrænt einelti á sér stað, kemur fram að 47,4% þeirra sem sögðust hafa orðið fyrir rafrænu einelti urðu fyrir því eingöngu í skólanum eða í skólanum og utan hans. Því eigi orðræðan um að rafrænt einelti eigi sér eingöngu stað utan skólatíma ekki lengur við.
Börn og uppeldi Félagsmál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Hjarta íslenskrar móður í molum vegna eineltis á TikTok Móðir stúlku á grunnskólaaldri segir sorglegt að sjá hve margir tengi við nýlega reynslu hennar af neteinelti í garð dóttur hennar á samfélagsmiðlinum TikTok. 18. september 2019 11:30 Tryggjum barninu öryggi og vellíðan Hvernig var tekið á móti þér þegar þú steigst þín fyrstu skref í skóla? Hvaða minningar eigum við úr skóla? Hverjir voru bestu vinirnir/bestu vinkonurnar í skólanum? Var komið fram við þig af virðingu og á þínum forsendum? Leið þér vel í skólanum? 10. september 2019 07:00 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Hjarta íslenskrar móður í molum vegna eineltis á TikTok Móðir stúlku á grunnskólaaldri segir sorglegt að sjá hve margir tengi við nýlega reynslu hennar af neteinelti í garð dóttur hennar á samfélagsmiðlinum TikTok. 18. september 2019 11:30
Tryggjum barninu öryggi og vellíðan Hvernig var tekið á móti þér þegar þú steigst þín fyrstu skref í skóla? Hvaða minningar eigum við úr skóla? Hverjir voru bestu vinirnir/bestu vinkonurnar í skólanum? Var komið fram við þig af virðingu og á þínum forsendum? Leið þér vel í skólanum? 10. september 2019 07:00