Ætla að sjá síldarbræðslu en ramba þá inn í listaverkasali Kristján Már Unnarsson skrifar 15. júlí 2019 21:29 Gamla síldarverksmiðjan á Hjalteyri við Eyjafjörð. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Gamla síldarbræðslan á Hjalteyri hefur þróast upp í listamiðstöð og þykir nú framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni. Verksmiðjusalirnir gegna þessar vikurnar hlutverki kvikmyndasala þar sem mynd- og hljóðverk fjölda listamanna birtast áhorfendum í ólíkustu skúmaskotum, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. Hún var sögð stærsta síldarverksmiðja Evrópu þegar hún var byggð árið 1937 og starfaði síðan um nærri þrjátíu ára skeið fram til ársins 1966. Lengi var litið á hana sem ljótar verksmiðjurústir en æ fleiri sjá hana núna sem menningarminjar. Hún kallast einfaldlega Verksmiðjan, starfsemin sem myndlistarmaðurinn Gústav Geir Bollason fer fyrir; sem er að nýta húsin sem sýningarsali og vinnustofur fyrir óhefðbundna samtímalist, en verkefnið hófst fyrir liðlega áratug.Gústav Geir Bollason, myndlistarmaður á Hjalteyri.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þetta er mjög mikið mynd og hljóð, það er að segja kvikmyndaverk, hljóðverk og slíkir hlutir,“ segir Gústav, sem alinn er upp á kirkjustaðnum Laufási, handan fjarðar. Þegar inn er komið mæta áhorfendum hljóð og myndir úr ýmsum áttum, af hráum veggjum eða mismunandi gömlum skjám. Um þessar mundir er verið að sýna fimmtán verk eftir tíu erlenda listamenn. Innan um gömul mjölsíló rúlla ólík myndverk, sum eru heimildamyndir en ekki endilega í tengslum við raunveruleikann. „Og hafa öll svolitla pólitíska nálgun á kvikmyndafrásögnina,“ segir Gústav.Þegar gengið er um verksmiðjusalina birtast kvikmyndaverk eða vídeólistaverk með tilheyrandi hljóðum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Fyrir þremur árum hlaut Verksmiðjan á Hjalteyri Eyrarrósina, sem framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni. En sá Gústav eitthvað heillandi við það að nýta gamla síldarverksmiðju með þessum hætti? „Já, bara algjörlega. Mér fannst hún vera alveg tilvalin í það,“ svarar hann og segir húsið fallegt. Gústav segir aðsóknina upp og ofan en hún sé mest í júlí og ágúst. „Það er kannski svolítið gaman að það eru svo margir sem koma hingað fyrir tilviljun. Eru kannski bara á ferðinni, koma hingað niður eftir og uppgötva þetta. Það eru bæði Íslendingar og útlendingar sem voru kannski ekki alveg meðvitaðir um þetta.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hörgársveit Myndlist Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Sjá meira
Gamla síldarbræðslan á Hjalteyri hefur þróast upp í listamiðstöð og þykir nú framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni. Verksmiðjusalirnir gegna þessar vikurnar hlutverki kvikmyndasala þar sem mynd- og hljóðverk fjölda listamanna birtast áhorfendum í ólíkustu skúmaskotum, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. Hún var sögð stærsta síldarverksmiðja Evrópu þegar hún var byggð árið 1937 og starfaði síðan um nærri þrjátíu ára skeið fram til ársins 1966. Lengi var litið á hana sem ljótar verksmiðjurústir en æ fleiri sjá hana núna sem menningarminjar. Hún kallast einfaldlega Verksmiðjan, starfsemin sem myndlistarmaðurinn Gústav Geir Bollason fer fyrir; sem er að nýta húsin sem sýningarsali og vinnustofur fyrir óhefðbundna samtímalist, en verkefnið hófst fyrir liðlega áratug.Gústav Geir Bollason, myndlistarmaður á Hjalteyri.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þetta er mjög mikið mynd og hljóð, það er að segja kvikmyndaverk, hljóðverk og slíkir hlutir,“ segir Gústav, sem alinn er upp á kirkjustaðnum Laufási, handan fjarðar. Þegar inn er komið mæta áhorfendum hljóð og myndir úr ýmsum áttum, af hráum veggjum eða mismunandi gömlum skjám. Um þessar mundir er verið að sýna fimmtán verk eftir tíu erlenda listamenn. Innan um gömul mjölsíló rúlla ólík myndverk, sum eru heimildamyndir en ekki endilega í tengslum við raunveruleikann. „Og hafa öll svolitla pólitíska nálgun á kvikmyndafrásögnina,“ segir Gústav.Þegar gengið er um verksmiðjusalina birtast kvikmyndaverk eða vídeólistaverk með tilheyrandi hljóðum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Fyrir þremur árum hlaut Verksmiðjan á Hjalteyri Eyrarrósina, sem framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni. En sá Gústav eitthvað heillandi við það að nýta gamla síldarverksmiðju með þessum hætti? „Já, bara algjörlega. Mér fannst hún vera alveg tilvalin í það,“ svarar hann og segir húsið fallegt. Gústav segir aðsóknina upp og ofan en hún sé mest í júlí og ágúst. „Það er kannski svolítið gaman að það eru svo margir sem koma hingað fyrir tilviljun. Eru kannski bara á ferðinni, koma hingað niður eftir og uppgötva þetta. Það eru bæði Íslendingar og útlendingar sem voru kannski ekki alveg meðvitaðir um þetta.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Hörgársveit Myndlist Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Sjá meira