Átta leikir fara fram í undankeppni EM 2020 í dag.
Lars Lagerbäck og norska liðsins bíður verðugt verkefni í F-riðli. Norðmenn sækja Spánverja heim en leikurinn fer fram á Mestalla vellinum í Valencia.
Norðmenn hafa ekki komist á stórmót frá árinu 2000. Þeir hafa hins vegar sótt í sig veðrið undir stjórn Lars og gerðu t.a.m. góða hluti í Þjóðadeildinni.
Tveir aðrir leikir fara fram í F-riðli. Svíar taka á móti Rúmenum og Færeyjar sækja Möltu heim.
Sviss, sem fór illa með Ísland í Þjóðadeildinni, mætir Georgíu á útivelli í D-riðli. Í sama riðli mætast Gíbraltar og Írland. Þetta er fyrsti leikur Íra undir stjórn Micks McCarthy sem tók við liðinu af Martin O'Neill undir lok síðasta árs.
Ítalía, sem komst ekki á HM 2018, mætir Finnlandi í J-riðli. Ítalir tefla fram nokkuð ungu liði sem Roberto Mancini stýrir.
Tveir aðrir leikir fara fram í J-riðli í dag. Liechtenstein fær Grikkland í heimsókn og Bosnía og Armenía eigast við.
Leikir dagsins:
D-riðill:
14:00 Georgía - Sviss
17:00 Gíbraltar - Írland
F-riðill:
17:00 Svíþjóð - Rúmenía
17:00 Malta - Færeyjar
19:45 Spánn - Noregur
J-riðill:
19:45 Ítalía - Finnland
19:45 Liechtenstein - Grikkland
19:45 Bosnía - Armenía
Undankeppni EM: Lars og félagar hefja leik í Valencia
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Tryllt eftirspurn eftir miðum
Körfubolti








Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt
Íslenski boltinn