Stórleikir fram undan hjá Söru Hjörvar Ólafsson skrifar 27. mars 2019 11:30 Sara Björk Gunnarsdóttir stendur í ströngu með Wolfsburg. Vísir/Getty Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, og samherjar hennar hjá Wolfsburg eiga fyrir höndum mikilvæga leiki fyrir framvindu keppnistímabilsins. Þýska liðið, sem varð lands- og bikarmeistari síðasta vor, mætir franska liðinu Lyon í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í Wolfsburg í kvöld. Þá leikur Wolfsburg við Bayern München í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar um komandi helgi. Wolfsburg og Lyon mættust í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð en þar hafði Lyon betur eftir framlengdan leik. Franska liðið fer með 2-1 forystu inn í leikinn í kvöld. Eugénie Le Somme og Wendie Renard komu Lyon í 2-0 í upphafi leiks í fyrri leiknum en Nilla Fischer opnaði einvígið upp á gátt með marki í seinni hálfleik. „Fyrri leikurinn þróaðist þannig að þær voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og við tókum stjórnina í leiknum í þeim seinni. Við erum náttúrulega að mæta gríðarlega sterku liði og það var smá stress í okkur í upphafi leiksins. Við fórum hins vegar mjög vel yfir hlutina í hálfleik og lékum mun betur í þeim seinni,“ segir Sara Björk í samtali við Fréttablaðið. Lyon er sigursælasta lið keppninnar með fimm titla en liðið hefur þar að auki farið tvisvar sinnum í úrslitaleik keppninnar þar sem það hefur lotið í gras. Wolfsburg lagði Lyon að velli í úrslitaleik keppninnar vorið 2013 og tryggði sér þar af leiðandi fyrri titil sinn af tveimur en sá seinni kom eftir sigur gegn sænska liðinu Tyresö í úrslitaleiknum ári síðar. „Liðin þekkjast auðvitað mjög vel og hafa bæði á að skipa hágæða leikmönnum í öllum stöðum. Það verður því ekki nein taktísk snilld eða eitthvað óvænt sem kemur til með að ráða úrslitum í leiknum í dag. Við náðum sem betur fer mikilvægu útivallarmarki í fyrri leiknum og dugir því 1-0 sigur til þess að fara áfram. Það er klárlega kominn tími á að vinnum Lyon og sláum þær úr leik,“ segir Sara um komandi verkefni. Tapið gegn Lyon í fyrri leiknum var eitt af tveimur töpum Wolfsburg á yfirstandandi leiktíð en liðið laut í lægra haldi fyrir Bayern München í öðrum leik liðanna í þýsku deildinni. Þar fyrir utan eru 23 sigurleikir og þrjú jafntefli og Wolfsburg ætti því að fara með gott sjálfstraust inn í leikinn. Þá ættu leikmenn að vera úthvíldar í þessum leik þar sem liðið þurfti ekki að hafa mikið fyrir sigrinum í síðasta leik sínum. Wolfsburg rótburstaði þar Borussia Mönchengladbach 8-0 í deildarleik liðanna en Sara Björk Gunnarsdóttir var einn lykilleikmanna liðsins sem voru hvíldar í þeim leik. Það er svo skammt stórra högga á milli hjá Wolfsburg en liðið mætir Bayern München í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar á sunnudaginn kemur. „Við erum með stóran leikmannahóp og það kemur lítið niður á gæðum liðsins þó svo að við gerum margar breytingar á liðinu eins og við gerðum í leiknum um helgina. Við erum ferskar og það eru allir leikmenn liðsins heilir og klárir í slaginn í kvöld. Undirbúningurinn hefur gengið vel og við erum mjög einbeittar í því verkefni að fara áfram. Við höfum leikgreint Lyon vel og gætum ekki verið betur undirbúnar,“ segir miðvallarleikmaðurinn öflugi. Eftir leikinn í dag og bikarleikinn á sunnudaginn eru fimm umferðir eftir af þýsku efstu deildinni en þar berjast Wolfsburg og Bayern München um þýska meistaratitilinn. Liðin eru jöfn að stigum á toppi deildarinnar en Wolfsburg situr í toppsætinu þar sem liðið hefur 15 mörkum betri markatölu en Bayern München. Fótbolti Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Fleiri fréttir Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, og samherjar hennar hjá Wolfsburg eiga fyrir höndum mikilvæga leiki fyrir framvindu keppnistímabilsins. Þýska liðið, sem varð lands- og bikarmeistari síðasta vor, mætir franska liðinu Lyon í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í Wolfsburg í kvöld. Þá leikur Wolfsburg við Bayern München í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar um komandi helgi. Wolfsburg og Lyon mættust í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð en þar hafði Lyon betur eftir framlengdan leik. Franska liðið fer með 2-1 forystu inn í leikinn í kvöld. Eugénie Le Somme og Wendie Renard komu Lyon í 2-0 í upphafi leiks í fyrri leiknum en Nilla Fischer opnaði einvígið upp á gátt með marki í seinni hálfleik. „Fyrri leikurinn þróaðist þannig að þær voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og við tókum stjórnina í leiknum í þeim seinni. Við erum náttúrulega að mæta gríðarlega sterku liði og það var smá stress í okkur í upphafi leiksins. Við fórum hins vegar mjög vel yfir hlutina í hálfleik og lékum mun betur í þeim seinni,“ segir Sara Björk í samtali við Fréttablaðið. Lyon er sigursælasta lið keppninnar með fimm titla en liðið hefur þar að auki farið tvisvar sinnum í úrslitaleik keppninnar þar sem það hefur lotið í gras. Wolfsburg lagði Lyon að velli í úrslitaleik keppninnar vorið 2013 og tryggði sér þar af leiðandi fyrri titil sinn af tveimur en sá seinni kom eftir sigur gegn sænska liðinu Tyresö í úrslitaleiknum ári síðar. „Liðin þekkjast auðvitað mjög vel og hafa bæði á að skipa hágæða leikmönnum í öllum stöðum. Það verður því ekki nein taktísk snilld eða eitthvað óvænt sem kemur til með að ráða úrslitum í leiknum í dag. Við náðum sem betur fer mikilvægu útivallarmarki í fyrri leiknum og dugir því 1-0 sigur til þess að fara áfram. Það er klárlega kominn tími á að vinnum Lyon og sláum þær úr leik,“ segir Sara um komandi verkefni. Tapið gegn Lyon í fyrri leiknum var eitt af tveimur töpum Wolfsburg á yfirstandandi leiktíð en liðið laut í lægra haldi fyrir Bayern München í öðrum leik liðanna í þýsku deildinni. Þar fyrir utan eru 23 sigurleikir og þrjú jafntefli og Wolfsburg ætti því að fara með gott sjálfstraust inn í leikinn. Þá ættu leikmenn að vera úthvíldar í þessum leik þar sem liðið þurfti ekki að hafa mikið fyrir sigrinum í síðasta leik sínum. Wolfsburg rótburstaði þar Borussia Mönchengladbach 8-0 í deildarleik liðanna en Sara Björk Gunnarsdóttir var einn lykilleikmanna liðsins sem voru hvíldar í þeim leik. Það er svo skammt stórra högga á milli hjá Wolfsburg en liðið mætir Bayern München í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar á sunnudaginn kemur. „Við erum með stóran leikmannahóp og það kemur lítið niður á gæðum liðsins þó svo að við gerum margar breytingar á liðinu eins og við gerðum í leiknum um helgina. Við erum ferskar og það eru allir leikmenn liðsins heilir og klárir í slaginn í kvöld. Undirbúningurinn hefur gengið vel og við erum mjög einbeittar í því verkefni að fara áfram. Við höfum leikgreint Lyon vel og gætum ekki verið betur undirbúnar,“ segir miðvallarleikmaðurinn öflugi. Eftir leikinn í dag og bikarleikinn á sunnudaginn eru fimm umferðir eftir af þýsku efstu deildinni en þar berjast Wolfsburg og Bayern München um þýska meistaratitilinn. Liðin eru jöfn að stigum á toppi deildarinnar en Wolfsburg situr í toppsætinu þar sem liðið hefur 15 mörkum betri markatölu en Bayern München.
Fótbolti Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Fleiri fréttir Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Sjá meira