Stórleikir fram undan hjá Söru Hjörvar Ólafsson skrifar 27. mars 2019 11:30 Sara Björk Gunnarsdóttir stendur í ströngu með Wolfsburg. Vísir/Getty Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, og samherjar hennar hjá Wolfsburg eiga fyrir höndum mikilvæga leiki fyrir framvindu keppnistímabilsins. Þýska liðið, sem varð lands- og bikarmeistari síðasta vor, mætir franska liðinu Lyon í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í Wolfsburg í kvöld. Þá leikur Wolfsburg við Bayern München í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar um komandi helgi. Wolfsburg og Lyon mættust í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð en þar hafði Lyon betur eftir framlengdan leik. Franska liðið fer með 2-1 forystu inn í leikinn í kvöld. Eugénie Le Somme og Wendie Renard komu Lyon í 2-0 í upphafi leiks í fyrri leiknum en Nilla Fischer opnaði einvígið upp á gátt með marki í seinni hálfleik. „Fyrri leikurinn þróaðist þannig að þær voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og við tókum stjórnina í leiknum í þeim seinni. Við erum náttúrulega að mæta gríðarlega sterku liði og það var smá stress í okkur í upphafi leiksins. Við fórum hins vegar mjög vel yfir hlutina í hálfleik og lékum mun betur í þeim seinni,“ segir Sara Björk í samtali við Fréttablaðið. Lyon er sigursælasta lið keppninnar með fimm titla en liðið hefur þar að auki farið tvisvar sinnum í úrslitaleik keppninnar þar sem það hefur lotið í gras. Wolfsburg lagði Lyon að velli í úrslitaleik keppninnar vorið 2013 og tryggði sér þar af leiðandi fyrri titil sinn af tveimur en sá seinni kom eftir sigur gegn sænska liðinu Tyresö í úrslitaleiknum ári síðar. „Liðin þekkjast auðvitað mjög vel og hafa bæði á að skipa hágæða leikmönnum í öllum stöðum. Það verður því ekki nein taktísk snilld eða eitthvað óvænt sem kemur til með að ráða úrslitum í leiknum í dag. Við náðum sem betur fer mikilvægu útivallarmarki í fyrri leiknum og dugir því 1-0 sigur til þess að fara áfram. Það er klárlega kominn tími á að vinnum Lyon og sláum þær úr leik,“ segir Sara um komandi verkefni. Tapið gegn Lyon í fyrri leiknum var eitt af tveimur töpum Wolfsburg á yfirstandandi leiktíð en liðið laut í lægra haldi fyrir Bayern München í öðrum leik liðanna í þýsku deildinni. Þar fyrir utan eru 23 sigurleikir og þrjú jafntefli og Wolfsburg ætti því að fara með gott sjálfstraust inn í leikinn. Þá ættu leikmenn að vera úthvíldar í þessum leik þar sem liðið þurfti ekki að hafa mikið fyrir sigrinum í síðasta leik sínum. Wolfsburg rótburstaði þar Borussia Mönchengladbach 8-0 í deildarleik liðanna en Sara Björk Gunnarsdóttir var einn lykilleikmanna liðsins sem voru hvíldar í þeim leik. Það er svo skammt stórra högga á milli hjá Wolfsburg en liðið mætir Bayern München í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar á sunnudaginn kemur. „Við erum með stóran leikmannahóp og það kemur lítið niður á gæðum liðsins þó svo að við gerum margar breytingar á liðinu eins og við gerðum í leiknum um helgina. Við erum ferskar og það eru allir leikmenn liðsins heilir og klárir í slaginn í kvöld. Undirbúningurinn hefur gengið vel og við erum mjög einbeittar í því verkefni að fara áfram. Við höfum leikgreint Lyon vel og gætum ekki verið betur undirbúnar,“ segir miðvallarleikmaðurinn öflugi. Eftir leikinn í dag og bikarleikinn á sunnudaginn eru fimm umferðir eftir af þýsku efstu deildinni en þar berjast Wolfsburg og Bayern München um þýska meistaratitilinn. Liðin eru jöfn að stigum á toppi deildarinnar en Wolfsburg situr í toppsætinu þar sem liðið hefur 15 mörkum betri markatölu en Bayern München. Fótbolti Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, og samherjar hennar hjá Wolfsburg eiga fyrir höndum mikilvæga leiki fyrir framvindu keppnistímabilsins. Þýska liðið, sem varð lands- og bikarmeistari síðasta vor, mætir franska liðinu Lyon í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í Wolfsburg í kvöld. Þá leikur Wolfsburg við Bayern München í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar um komandi helgi. Wolfsburg og Lyon mættust í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð en þar hafði Lyon betur eftir framlengdan leik. Franska liðið fer með 2-1 forystu inn í leikinn í kvöld. Eugénie Le Somme og Wendie Renard komu Lyon í 2-0 í upphafi leiks í fyrri leiknum en Nilla Fischer opnaði einvígið upp á gátt með marki í seinni hálfleik. „Fyrri leikurinn þróaðist þannig að þær voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og við tókum stjórnina í leiknum í þeim seinni. Við erum náttúrulega að mæta gríðarlega sterku liði og það var smá stress í okkur í upphafi leiksins. Við fórum hins vegar mjög vel yfir hlutina í hálfleik og lékum mun betur í þeim seinni,“ segir Sara Björk í samtali við Fréttablaðið. Lyon er sigursælasta lið keppninnar með fimm titla en liðið hefur þar að auki farið tvisvar sinnum í úrslitaleik keppninnar þar sem það hefur lotið í gras. Wolfsburg lagði Lyon að velli í úrslitaleik keppninnar vorið 2013 og tryggði sér þar af leiðandi fyrri titil sinn af tveimur en sá seinni kom eftir sigur gegn sænska liðinu Tyresö í úrslitaleiknum ári síðar. „Liðin þekkjast auðvitað mjög vel og hafa bæði á að skipa hágæða leikmönnum í öllum stöðum. Það verður því ekki nein taktísk snilld eða eitthvað óvænt sem kemur til með að ráða úrslitum í leiknum í dag. Við náðum sem betur fer mikilvægu útivallarmarki í fyrri leiknum og dugir því 1-0 sigur til þess að fara áfram. Það er klárlega kominn tími á að vinnum Lyon og sláum þær úr leik,“ segir Sara um komandi verkefni. Tapið gegn Lyon í fyrri leiknum var eitt af tveimur töpum Wolfsburg á yfirstandandi leiktíð en liðið laut í lægra haldi fyrir Bayern München í öðrum leik liðanna í þýsku deildinni. Þar fyrir utan eru 23 sigurleikir og þrjú jafntefli og Wolfsburg ætti því að fara með gott sjálfstraust inn í leikinn. Þá ættu leikmenn að vera úthvíldar í þessum leik þar sem liðið þurfti ekki að hafa mikið fyrir sigrinum í síðasta leik sínum. Wolfsburg rótburstaði þar Borussia Mönchengladbach 8-0 í deildarleik liðanna en Sara Björk Gunnarsdóttir var einn lykilleikmanna liðsins sem voru hvíldar í þeim leik. Það er svo skammt stórra högga á milli hjá Wolfsburg en liðið mætir Bayern München í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar á sunnudaginn kemur. „Við erum með stóran leikmannahóp og það kemur lítið niður á gæðum liðsins þó svo að við gerum margar breytingar á liðinu eins og við gerðum í leiknum um helgina. Við erum ferskar og það eru allir leikmenn liðsins heilir og klárir í slaginn í kvöld. Undirbúningurinn hefur gengið vel og við erum mjög einbeittar í því verkefni að fara áfram. Við höfum leikgreint Lyon vel og gætum ekki verið betur undirbúnar,“ segir miðvallarleikmaðurinn öflugi. Eftir leikinn í dag og bikarleikinn á sunnudaginn eru fimm umferðir eftir af þýsku efstu deildinni en þar berjast Wolfsburg og Bayern München um þýska meistaratitilinn. Liðin eru jöfn að stigum á toppi deildarinnar en Wolfsburg situr í toppsætinu þar sem liðið hefur 15 mörkum betri markatölu en Bayern München.
Fótbolti Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira