Fleiri leita til Svíþjóðar til að stunda nám Atli Ísleifsson skrifar 28. október 2019 09:45 Frá kynningu sænsku skólanna í Háskóla Íslands á síðasta ári. Håkan Juholt Íslendingum sem leitað hafa til Svíþjóðar til að stunda nám hefur aukist umtalsvert að undanförnu. Þetta segir Håkan Juholt, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi. Hann nefnir sem dæmi að árið 2018 hafi þrír Íslendingar hafið nám við hinn virta Chalmers-háskóla í Gautaborg, en 33 nú í haust. Hafi því verið um algera sprengingu milli ára að ræða, bæði hvað varðar umsóknir og inntökur. Juholt segist telja að helsta ástæða þessa aukna áhuga íslenskra námsmanna á að stunda frekara nám í Svíþjóð sé átak sem ráðist var í fyrir um ári þegar menntastofnunum í Svíþjóð var boðið að kynna námsúrval sitt á viðburði í Háskóla Íslands síðasta haust – Study in Sweden. Alls hafi sex skólar svarað kallinu og kynnt starfsemi og námsframboð sitt.Ellefu skólar með kynningu Sendiherrann segir að á síðasta ári hafi nokkuð treglega gengið að fá fulltrúa háskólanna til að mæta til Íslands. Það eigi þó ekki við núna. Aukinn áhugi Íslendinga á námi í sænskum háskólum hafi leitt til þess að ellefu skólar muni nú senda fulltrúa á sambærilegan viðburð sem haldinn verður á mánudaginn eftir viku. „Við höfum tekið eftir mjög skýrum, auknum áhuga frá íslenskum ungmennum að stunda nám í sænskum háskólum. Það er mjög gleðilegt og styrkir böndin milli Íslands og Svíþjóðar á mjög jákvæðan máta,“ segir Juholt.Håkan Juholt sendiherra þykir öflugur Stiga-fótboltaspilari eins og sjá má.AðsendVill fá fleiri sænska námsmenn til Svíþjóðar Hann segir gæði sænskra háskóla vera mikil og þá vera mjög samkeppnishæfa. „Um leið og ég fagna þessari þróun vonast ég líka til að sænsk ungmenni leiti í auknum mæli til Íslands til að stunda nám. Nú hlakka ég samt til 4. nóvember þegar fulltrúar frá svo mörgum sænskum háskólum koma á viðburðinn í Háskóla Íslands til að sýna hvað þeir geta boðið íslenskum námsmönnum upp á,“ segir sendiherrann. Þeir skólar sem verða með kynningu eru Chalmers í Gautaborg, Háskólinn í Umeå, Háskólinn í Stokkhólmi, KTH, Karolinska, Tækniháskólinn í Blekinge, Háskólinn í Uppsölum, Stockholm School of Economics, Swedish School of Sport and Health Sciences, Kvikmyndaskólinn í Stokkhólmi og Norræni lýðháskólinn. Íslendingar erlendis Skóla - og menntamál Svíþjóð Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Mildari spá í kortunum Veður Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Íslendingum sem leitað hafa til Svíþjóðar til að stunda nám hefur aukist umtalsvert að undanförnu. Þetta segir Håkan Juholt, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi. Hann nefnir sem dæmi að árið 2018 hafi þrír Íslendingar hafið nám við hinn virta Chalmers-háskóla í Gautaborg, en 33 nú í haust. Hafi því verið um algera sprengingu milli ára að ræða, bæði hvað varðar umsóknir og inntökur. Juholt segist telja að helsta ástæða þessa aukna áhuga íslenskra námsmanna á að stunda frekara nám í Svíþjóð sé átak sem ráðist var í fyrir um ári þegar menntastofnunum í Svíþjóð var boðið að kynna námsúrval sitt á viðburði í Háskóla Íslands síðasta haust – Study in Sweden. Alls hafi sex skólar svarað kallinu og kynnt starfsemi og námsframboð sitt.Ellefu skólar með kynningu Sendiherrann segir að á síðasta ári hafi nokkuð treglega gengið að fá fulltrúa háskólanna til að mæta til Íslands. Það eigi þó ekki við núna. Aukinn áhugi Íslendinga á námi í sænskum háskólum hafi leitt til þess að ellefu skólar muni nú senda fulltrúa á sambærilegan viðburð sem haldinn verður á mánudaginn eftir viku. „Við höfum tekið eftir mjög skýrum, auknum áhuga frá íslenskum ungmennum að stunda nám í sænskum háskólum. Það er mjög gleðilegt og styrkir böndin milli Íslands og Svíþjóðar á mjög jákvæðan máta,“ segir Juholt.Håkan Juholt sendiherra þykir öflugur Stiga-fótboltaspilari eins og sjá má.AðsendVill fá fleiri sænska námsmenn til Svíþjóðar Hann segir gæði sænskra háskóla vera mikil og þá vera mjög samkeppnishæfa. „Um leið og ég fagna þessari þróun vonast ég líka til að sænsk ungmenni leiti í auknum mæli til Íslands til að stunda nám. Nú hlakka ég samt til 4. nóvember þegar fulltrúar frá svo mörgum sænskum háskólum koma á viðburðinn í Háskóla Íslands til að sýna hvað þeir geta boðið íslenskum námsmönnum upp á,“ segir sendiherrann. Þeir skólar sem verða með kynningu eru Chalmers í Gautaborg, Háskólinn í Umeå, Háskólinn í Stokkhólmi, KTH, Karolinska, Tækniháskólinn í Blekinge, Háskólinn í Uppsölum, Stockholm School of Economics, Swedish School of Sport and Health Sciences, Kvikmyndaskólinn í Stokkhólmi og Norræni lýðháskólinn.
Íslendingar erlendis Skóla - og menntamál Svíþjóð Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Mildari spá í kortunum Veður Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira