Krefja Seðlabankann um 322 milljónir í bætur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. október 2019 19:04 Samherji krefst 306 milljóna króna í skaðabætur og tíu milljóna króna í miskabætur frá Seðlabanka Íslands vegna rannsóknar bankans á meintum brotum fyrirtækisins á reglum um gjaldeyrismál. Skaðabótamálið var þingfest í héraðsdómi Reykjavíkur í byrjun september. Garðar G. Gíslason, lögmaður Samherja, segir stærsta hluta kröfunnar tilkominn vegna kostnaðar við lögmenn og endurskoðendur, eða hátt í 247 milljónir króna. Um 59 milljónir króna séu vegna ýmiss kostnaðar sem fyrirtækið varð fyrir. Meðal annars launakostnaðar. Þá varð fyrrverandi fjármálastjóri fyrirtækisins óvinnufær vegna kvíða og þunglyndis og glímdi við meiriháttar kulnun í starfi eftir rannsóknina.Samherji fer fram á tíu milljónir króna í miskabætur vegna málsins. Skaðabótamálin eru tvö þar sem Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, fer einnig persónulega fram á fimm milljóna króna bætur vegna lögfræðikostnaðar sem hann þurfti að leggja út fyrir. Þá fer hann fram á eina og hálfa milljón í miskabætur. Samtals hljóða kröfur Samherja og Þorsteins gagnvart seðlabankanum upp á rúmar 322 milljónir króna.Seðlabanki Íslands.Vísir/VilhelmLögmaður Samherja vísar til þess að rannsóknin hafi staðið yfir í hátt í átta ár og því hafi kostnaðurinn safnast saman yfir þann tíma. Þá hafi rannsóknin beinst að um þrjátíu fyrirtækjum í samstæðu Samherja. Umfanginu hafi fylgt mikill kostnaður. Í nóvember í fyrra felldi Hæstiréttur Íslands úr gildi 15 milljóna króna stjórnvaldssekt sem Seðlabanki Íslands lagði á Samherja vegna meintra brota á reglum um gjaldeyrismál. Seðlabankinn hafði tvisvar sent kærur vegna meintra brota til sérstaks saksóknara, sem vísaði málunum aftur til seðlabankans, áður en bankinn sektaði fyrirtækið. Samherji og Seðlabankinn Seðlabankinn Sjávarútvegur Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Sjá meira
Samherji krefst 306 milljóna króna í skaðabætur og tíu milljóna króna í miskabætur frá Seðlabanka Íslands vegna rannsóknar bankans á meintum brotum fyrirtækisins á reglum um gjaldeyrismál. Skaðabótamálið var þingfest í héraðsdómi Reykjavíkur í byrjun september. Garðar G. Gíslason, lögmaður Samherja, segir stærsta hluta kröfunnar tilkominn vegna kostnaðar við lögmenn og endurskoðendur, eða hátt í 247 milljónir króna. Um 59 milljónir króna séu vegna ýmiss kostnaðar sem fyrirtækið varð fyrir. Meðal annars launakostnaðar. Þá varð fyrrverandi fjármálastjóri fyrirtækisins óvinnufær vegna kvíða og þunglyndis og glímdi við meiriháttar kulnun í starfi eftir rannsóknina.Samherji fer fram á tíu milljónir króna í miskabætur vegna málsins. Skaðabótamálin eru tvö þar sem Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, fer einnig persónulega fram á fimm milljóna króna bætur vegna lögfræðikostnaðar sem hann þurfti að leggja út fyrir. Þá fer hann fram á eina og hálfa milljón í miskabætur. Samtals hljóða kröfur Samherja og Þorsteins gagnvart seðlabankanum upp á rúmar 322 milljónir króna.Seðlabanki Íslands.Vísir/VilhelmLögmaður Samherja vísar til þess að rannsóknin hafi staðið yfir í hátt í átta ár og því hafi kostnaðurinn safnast saman yfir þann tíma. Þá hafi rannsóknin beinst að um þrjátíu fyrirtækjum í samstæðu Samherja. Umfanginu hafi fylgt mikill kostnaður. Í nóvember í fyrra felldi Hæstiréttur Íslands úr gildi 15 milljóna króna stjórnvaldssekt sem Seðlabanki Íslands lagði á Samherja vegna meintra brota á reglum um gjaldeyrismál. Seðlabankinn hafði tvisvar sent kærur vegna meintra brota til sérstaks saksóknara, sem vísaði málunum aftur til seðlabankans, áður en bankinn sektaði fyrirtækið.
Samherji og Seðlabankinn Seðlabankinn Sjávarútvegur Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Sjá meira