Krefja Seðlabankann um 322 milljónir í bætur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. október 2019 19:04 Samherji krefst 306 milljóna króna í skaðabætur og tíu milljóna króna í miskabætur frá Seðlabanka Íslands vegna rannsóknar bankans á meintum brotum fyrirtækisins á reglum um gjaldeyrismál. Skaðabótamálið var þingfest í héraðsdómi Reykjavíkur í byrjun september. Garðar G. Gíslason, lögmaður Samherja, segir stærsta hluta kröfunnar tilkominn vegna kostnaðar við lögmenn og endurskoðendur, eða hátt í 247 milljónir króna. Um 59 milljónir króna séu vegna ýmiss kostnaðar sem fyrirtækið varð fyrir. Meðal annars launakostnaðar. Þá varð fyrrverandi fjármálastjóri fyrirtækisins óvinnufær vegna kvíða og þunglyndis og glímdi við meiriháttar kulnun í starfi eftir rannsóknina.Samherji fer fram á tíu milljónir króna í miskabætur vegna málsins. Skaðabótamálin eru tvö þar sem Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, fer einnig persónulega fram á fimm milljóna króna bætur vegna lögfræðikostnaðar sem hann þurfti að leggja út fyrir. Þá fer hann fram á eina og hálfa milljón í miskabætur. Samtals hljóða kröfur Samherja og Þorsteins gagnvart seðlabankanum upp á rúmar 322 milljónir króna.Seðlabanki Íslands.Vísir/VilhelmLögmaður Samherja vísar til þess að rannsóknin hafi staðið yfir í hátt í átta ár og því hafi kostnaðurinn safnast saman yfir þann tíma. Þá hafi rannsóknin beinst að um þrjátíu fyrirtækjum í samstæðu Samherja. Umfanginu hafi fylgt mikill kostnaður. Í nóvember í fyrra felldi Hæstiréttur Íslands úr gildi 15 milljóna króna stjórnvaldssekt sem Seðlabanki Íslands lagði á Samherja vegna meintra brota á reglum um gjaldeyrismál. Seðlabankinn hafði tvisvar sent kærur vegna meintra brota til sérstaks saksóknara, sem vísaði málunum aftur til seðlabankans, áður en bankinn sektaði fyrirtækið. Samherji og Seðlabankinn Seðlabankinn Sjávarútvegur Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og hefur einn verið handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Samherji krefst 306 milljóna króna í skaðabætur og tíu milljóna króna í miskabætur frá Seðlabanka Íslands vegna rannsóknar bankans á meintum brotum fyrirtækisins á reglum um gjaldeyrismál. Skaðabótamálið var þingfest í héraðsdómi Reykjavíkur í byrjun september. Garðar G. Gíslason, lögmaður Samherja, segir stærsta hluta kröfunnar tilkominn vegna kostnaðar við lögmenn og endurskoðendur, eða hátt í 247 milljónir króna. Um 59 milljónir króna séu vegna ýmiss kostnaðar sem fyrirtækið varð fyrir. Meðal annars launakostnaðar. Þá varð fyrrverandi fjármálastjóri fyrirtækisins óvinnufær vegna kvíða og þunglyndis og glímdi við meiriháttar kulnun í starfi eftir rannsóknina.Samherji fer fram á tíu milljónir króna í miskabætur vegna málsins. Skaðabótamálin eru tvö þar sem Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, fer einnig persónulega fram á fimm milljóna króna bætur vegna lögfræðikostnaðar sem hann þurfti að leggja út fyrir. Þá fer hann fram á eina og hálfa milljón í miskabætur. Samtals hljóða kröfur Samherja og Þorsteins gagnvart seðlabankanum upp á rúmar 322 milljónir króna.Seðlabanki Íslands.Vísir/VilhelmLögmaður Samherja vísar til þess að rannsóknin hafi staðið yfir í hátt í átta ár og því hafi kostnaðurinn safnast saman yfir þann tíma. Þá hafi rannsóknin beinst að um þrjátíu fyrirtækjum í samstæðu Samherja. Umfanginu hafi fylgt mikill kostnaður. Í nóvember í fyrra felldi Hæstiréttur Íslands úr gildi 15 milljóna króna stjórnvaldssekt sem Seðlabanki Íslands lagði á Samherja vegna meintra brota á reglum um gjaldeyrismál. Seðlabankinn hafði tvisvar sent kærur vegna meintra brota til sérstaks saksóknara, sem vísaði málunum aftur til seðlabankans, áður en bankinn sektaði fyrirtækið.
Samherji og Seðlabankinn Seðlabankinn Sjávarútvegur Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og hefur einn verið handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira