Átján Rúmenar leitað til Eflingar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. febrúar 2019 18:34 Verkamenn sem störfuðu fyrir starfsmannaleiguna Menn í vinnu eru sagðir sitja uppi með stóra skattaskuld. Verktaki sem réði menn til vinnu frá starfsmannaleigunni telur að vitundarvakning hafi orðið meðal verktaka um slæm kjör verkafólks. Átján Rúmenar leituðu til Eflingar vegna vangoldinna launa og annarra svika í dag. Í kvöldfréttum okkar í gær var sagt frá því að grunur leikur á að fjöldi Rúmena séu í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu. Verkamenn sem fréttastofa ræddi við segjast sumir ekki hafa fengið borgað fyrir vinnu sína á meðan sumir fá greitt en ekki í samræmi við launaseðil sinn. Þeir búa mjög þröngt í ósamþykktu atvinnuhúsnæði í Hjallabrekku og á Dalvegi í Kópavogi og borga á bilinu tuttugu til áttatíu þúsund krónur í leigu sem dregnar eru af launum þeirra. ASÍ, Efling, Vinnumálstofnun og lögregla rannsaka málið. Fulltrúar ASÍ könnuðu aðbúnað verkamannanna í gær og segja hann vægast sagt skelfilegan. Í dag höfðu átján Rúmenar leitað til Eflingar með mál sín og er nú unnið að því að afla frekari gagna.Verktakar vita af vandamálum mannanna en segjast ekkert geta gert Þá segja verktakarnir sem fréttastofa ræddi við að þeir sem leigi þá til vinnu viti af vandamálum þeirra gagnvart starfsmannaleigunni en geti ekkert gert. Guðjón Jónatansson, eigandi byggingaverktakafyrirtæksins Hylja verktakar ehf., leigði nokkra starfsmenn af starfsmannaleigunni á síðasta ári. Hann segist hafa staðið í miklu veseni til að reyna vinda ofan af óheiðarleika starfsmannaleigunnar. Í upphafi hafi allt litið vel út. „Síðan fer maður að kynnast þeim betur og þá sér maður að þetta er ekki í lagi. Það er svo margt sem þeir vita ekki og láta yfir sig ganga, eitthvað sem er ekki líðandi á okkar vinnumarkaði,“ segir Guðjón sem aðstoðaði tvo mannanna við að finna sér íbúð og bauð þeim vinnu hjá sér. „Honum hefur örugglega aldrei liðið betur síðan hann hætti hjá fyrirtækinu,“ segir Guðjón. Hann segir að það sé ýmislegt annað en húsnæðis og launamál sem sé í ólagi. Samkvæmt launaseðlum annars mannsins greiddi hann engan skatt en forsvarsmenn leigunnar sögðu honum að hann þyrfti þess ekki. „Svo er raunin önnur þegar það kemur uppgjöf frá skattinum. Hann er að fá frá sjötíu til hundrað þúsund krónur í bakreikning núna fyrir hvern mánuð,“ segir Guðjón. Það sé gríðarlega erfitt fyrir menn í þessari stöðu. „Þarna er verið að gera þetta vísvitandi. Þannig að launaseðill líti betur út. Þeir fá meira útborgað,“ segir Guðjón og bætir við að þannig sé ólíklegra að þeir kvarti en svo fái þeir bakreikninginn. „Þeir lenda í tómum vandræðum því skatturinn eltir þá“ Guðjón telur að það hafi orðið mikil vitundarvakning um slæman aðbúnað starfsmanna á starfsmannaleigum eftir umfjöllun fjölmiðla. „Ég held að það sé enginn verktaki í dag sem hugsar sig ekki um áður en hann leigir þessa menn. Það vill enginn hafa fólk í vinu sem býr við þennan aðbúnað,“ segir Guðjón. Forsvarsmenn starfsmannaleigunnar hafa ekki viljað veita fréttastofu viðtal vegna málsins en hafa vísað öllum ásökunum á bug. Í vettvangsferð okkur í gær kom starfsmaður starfsmannaleigunnar en var fljótur að láta sig hverfa þegar hann sá hverjir voru á staðnum. Kjaramál Kópavogur Vinnumarkaður Tengdar fréttir SA fordæma meint lögbrot starfsmannaleigunnar Menn í vinnu Fjallað var um málefni rúmenskra starfsmanna sem starfa fyrir Menn í vinnu í fréttum Stöðvar 2 í gær en grunur leikur á þeir séu í nauðungarvinnu hjá fyrirtækinu. 8. febrúar 2019 17:46 Rannsaka hvort fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu: "Ég efast um að fólk myndi bjóða húsdýrum svona aðstæður eða aðbúnað“ Grunur leikur á að fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigu á höfuðborgarsvæðinu. Verkamenn sem fréttastofa ræddi við segjast vera peningalausir, svangir og hræddir. ASÍ, Efling og Vinnumálastofnun rannasaka málið og hefur lögreglu verið gert viðvart. 7. febrúar 2019 19:00 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Sjá meira
Verkamenn sem störfuðu fyrir starfsmannaleiguna Menn í vinnu eru sagðir sitja uppi með stóra skattaskuld. Verktaki sem réði menn til vinnu frá starfsmannaleigunni telur að vitundarvakning hafi orðið meðal verktaka um slæm kjör verkafólks. Átján Rúmenar leituðu til Eflingar vegna vangoldinna launa og annarra svika í dag. Í kvöldfréttum okkar í gær var sagt frá því að grunur leikur á að fjöldi Rúmena séu í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu. Verkamenn sem fréttastofa ræddi við segjast sumir ekki hafa fengið borgað fyrir vinnu sína á meðan sumir fá greitt en ekki í samræmi við launaseðil sinn. Þeir búa mjög þröngt í ósamþykktu atvinnuhúsnæði í Hjallabrekku og á Dalvegi í Kópavogi og borga á bilinu tuttugu til áttatíu þúsund krónur í leigu sem dregnar eru af launum þeirra. ASÍ, Efling, Vinnumálstofnun og lögregla rannsaka málið. Fulltrúar ASÍ könnuðu aðbúnað verkamannanna í gær og segja hann vægast sagt skelfilegan. Í dag höfðu átján Rúmenar leitað til Eflingar með mál sín og er nú unnið að því að afla frekari gagna.Verktakar vita af vandamálum mannanna en segjast ekkert geta gert Þá segja verktakarnir sem fréttastofa ræddi við að þeir sem leigi þá til vinnu viti af vandamálum þeirra gagnvart starfsmannaleigunni en geti ekkert gert. Guðjón Jónatansson, eigandi byggingaverktakafyrirtæksins Hylja verktakar ehf., leigði nokkra starfsmenn af starfsmannaleigunni á síðasta ári. Hann segist hafa staðið í miklu veseni til að reyna vinda ofan af óheiðarleika starfsmannaleigunnar. Í upphafi hafi allt litið vel út. „Síðan fer maður að kynnast þeim betur og þá sér maður að þetta er ekki í lagi. Það er svo margt sem þeir vita ekki og láta yfir sig ganga, eitthvað sem er ekki líðandi á okkar vinnumarkaði,“ segir Guðjón sem aðstoðaði tvo mannanna við að finna sér íbúð og bauð þeim vinnu hjá sér. „Honum hefur örugglega aldrei liðið betur síðan hann hætti hjá fyrirtækinu,“ segir Guðjón. Hann segir að það sé ýmislegt annað en húsnæðis og launamál sem sé í ólagi. Samkvæmt launaseðlum annars mannsins greiddi hann engan skatt en forsvarsmenn leigunnar sögðu honum að hann þyrfti þess ekki. „Svo er raunin önnur þegar það kemur uppgjöf frá skattinum. Hann er að fá frá sjötíu til hundrað þúsund krónur í bakreikning núna fyrir hvern mánuð,“ segir Guðjón. Það sé gríðarlega erfitt fyrir menn í þessari stöðu. „Þarna er verið að gera þetta vísvitandi. Þannig að launaseðill líti betur út. Þeir fá meira útborgað,“ segir Guðjón og bætir við að þannig sé ólíklegra að þeir kvarti en svo fái þeir bakreikninginn. „Þeir lenda í tómum vandræðum því skatturinn eltir þá“ Guðjón telur að það hafi orðið mikil vitundarvakning um slæman aðbúnað starfsmanna á starfsmannaleigum eftir umfjöllun fjölmiðla. „Ég held að það sé enginn verktaki í dag sem hugsar sig ekki um áður en hann leigir þessa menn. Það vill enginn hafa fólk í vinu sem býr við þennan aðbúnað,“ segir Guðjón. Forsvarsmenn starfsmannaleigunnar hafa ekki viljað veita fréttastofu viðtal vegna málsins en hafa vísað öllum ásökunum á bug. Í vettvangsferð okkur í gær kom starfsmaður starfsmannaleigunnar en var fljótur að láta sig hverfa þegar hann sá hverjir voru á staðnum.
Kjaramál Kópavogur Vinnumarkaður Tengdar fréttir SA fordæma meint lögbrot starfsmannaleigunnar Menn í vinnu Fjallað var um málefni rúmenskra starfsmanna sem starfa fyrir Menn í vinnu í fréttum Stöðvar 2 í gær en grunur leikur á þeir séu í nauðungarvinnu hjá fyrirtækinu. 8. febrúar 2019 17:46 Rannsaka hvort fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu: "Ég efast um að fólk myndi bjóða húsdýrum svona aðstæður eða aðbúnað“ Grunur leikur á að fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigu á höfuðborgarsvæðinu. Verkamenn sem fréttastofa ræddi við segjast vera peningalausir, svangir og hræddir. ASÍ, Efling og Vinnumálastofnun rannasaka málið og hefur lögreglu verið gert viðvart. 7. febrúar 2019 19:00 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Sjá meira
SA fordæma meint lögbrot starfsmannaleigunnar Menn í vinnu Fjallað var um málefni rúmenskra starfsmanna sem starfa fyrir Menn í vinnu í fréttum Stöðvar 2 í gær en grunur leikur á þeir séu í nauðungarvinnu hjá fyrirtækinu. 8. febrúar 2019 17:46
Rannsaka hvort fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu: "Ég efast um að fólk myndi bjóða húsdýrum svona aðstæður eða aðbúnað“ Grunur leikur á að fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigu á höfuðborgarsvæðinu. Verkamenn sem fréttastofa ræddi við segjast vera peningalausir, svangir og hræddir. ASÍ, Efling og Vinnumálastofnun rannasaka málið og hefur lögreglu verið gert viðvart. 7. febrúar 2019 19:00