Mauricio Pochettino sér ekki eftir því að hafa sett Harry Kane í byrjunarliðið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þrátt fyrir að framherjinn hafi ekki spilað í nærri tvo mánuði.
Tottenham tapaði fyrir Liverpool í úrslitaleiknum í gærkvöldi 2-0. Mohamed Salah skoraði fyrsta markið úr vítaspyrnu strax á upphafsmínútum leiksins og Divock Origi tryggði sigurinn undir lokin.
Kane spilaði allar 90 mínúturnar í sínum fyrsta leik eftir ökklameiðsli 9. apríl. Hann náði hins vegar ekki að setja mark sitt almennilega á leikinn.
Kane átti aðeins eitt skot á markið og var mikið út úr spilinu, hann snerti boltann aðeins 15 sinnum í fyrri hálfleik, minna en nokkur annar á vellinum.
„Þetta var engin dramatík, þetta var ákvörðun,“ sagði Pochettino eftir leikinn.
„Frá mér séð þá kláraði Harry Kane leikinn ferskur þrátt fyrir að hafa ekki spilað í einn og hálfan mánuð. Hann skoraði ekki en ég sé ekki eftir þessari ákvörðun.“
Pochettino sér ekki eftir því að byrja með Harry Kane
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


Sveindísi var enginn greiði gerður
Fótbolti







Einkunnir Íslands: Fátt að frétta
Fótbolti

Landsliðskonurnar neita að æfa
Fótbolti