Jón Gnarr útskýrir skrýtnasta brandarann í Skaupinu Birgir Olgeirsson skrifar 7. janúar 2019 15:19 Jón Gnarr og Katla Margrét í umræddu atriði í Skaupinu. RÚV Jón Gnarr mætti í útvarpsþáttinn FM95BLÖ á föstudaginn þar sem hann talaði um þátttöku sína í nýjasta Áramótaskaupinu. Þar var hann meðal annars spurður út í brandara sem mörgum fannst fyndinn en fáir skyldu samhengið. Um er að ræða atriði í Skaupinu þar sem Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, sést á gangi með hund sinn en par á Lödu Sport rennur upp að honum. Jón Gnarr skrúfar niður rúðuna og spyr Sveppa: „Kunnugur staðháttum?“ Sveppi virðist ekki alveg skilja spurninguna og segir: „Ha?“ Jón Gnarr endurtekur þá spurninguna nokkuð önugur: „Ertu kunnugur staðháttum?“ Katla Margrét Þorgeirsdóttir hrópar þá: „AB Bílasprautun, veistu hvar hún er?“ Sveppi segist ekki hafa hugmynd um það.Dagur B. fyrir utan Braggann.RÚVSeinna í Skaupinu sást sama par renna upp að Degi B. Eggertssyni borgarstjóra þar sem hann var önnum kafinn við að reykja stráin fyrir utan Braggann í Nauthólsvík. Spurði parið sömu spurningar, hvort hann væri kunnugur staðháttum. Þegar hann var spurður hvort hann vissi hvar AB Bílasprautun er svarar hann: „AB Bílasprautun Mathöll?“ Líkt og fyrr segir þótti mörgum þetta fyndið en margir veltu fyrir sér hvað væri verið að vísa í þarna, en flestir brandarar í Skaupinu eiga það sammerkt að eiga sér einhverskonar vísun í það sem gerðist á liðnu ári. Jón Gnarr sagði í FM95BLÖ að enginn hefði spurt hann út í þennan brandara.Hér fyrir neðan má heyra Jón ræða brandarann. Klippa: Jón Gnarr um brandarann í Skaupinu sem enginn skildi Sveppi var með þeim félögum í FM95BLÖ en hann sagði Jón Gnarr sjálfan hafa lent í þessu. Jón tók boltann á lofti af Sveppa og sagði að hann hefði lent í þessu þegar hann var á gangi með hundinn sinn á Smiðjuveginum, brúnni götu, á miðvikudagskvöldi. „Þá koma þessi hjón keyrandi sem hægja á sér og skrúfa niður rúðuna. Við erum ein þarna og spyrja: „Kunnugur staðháttum?“ Samtalið var svipað og það birtist í Skaupinu en Jón segist hafa átt erfitt með að átta sig á þessum aðstæðum þar sem hann var spurður hvort hann vissi hvar AB Bílasprautun væri. Jón segist seinna hafa mætt á handritsfund fyrir Skaupið og sagt frá þessu atviki sem þótti svo fyndið að ákveðið var að hafa það með í Skaupinu. „Þetta er bara saga úr raunveruleikanum,“ sagði Jón Gnarr. Um væri að ræða einfalt grín en bráðfyndið grín sem þyrfti ekki mikið að kryfja til að skilja. Þetta væri einfaldlega fyndið af því það er fyndið. Líkt og atriðið úr Skaupinu árið 2006 þar sem Jón Gnarr gekk inn í Heilsuhúsið og spurði afgreiðslumanninn hvort hann ætti ólívur. Reyndi afgreiðslumaðurinn að vera sniðugur með því að svara: „Ólívur Ragnar Grímsson?“ Áramótaskaupið FM95BLÖ Tengdar fréttir Hefði viljað að varað væri við ofbeldisfullu efni í Skaupinu Starfskona Stígamóta segir mikilvægt að tekið sé tillit til brotaþola og hvaða áhrif efni sem sýnir ofbeldi geti haft á þau. Einfalt sé að birta viðvörun áður en efnið er sýnt í sjónvarpi. 7. janúar 2019 07:00 Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Sjá meira
Jón Gnarr mætti í útvarpsþáttinn FM95BLÖ á föstudaginn þar sem hann talaði um þátttöku sína í nýjasta Áramótaskaupinu. Þar var hann meðal annars spurður út í brandara sem mörgum fannst fyndinn en fáir skyldu samhengið. Um er að ræða atriði í Skaupinu þar sem Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, sést á gangi með hund sinn en par á Lödu Sport rennur upp að honum. Jón Gnarr skrúfar niður rúðuna og spyr Sveppa: „Kunnugur staðháttum?“ Sveppi virðist ekki alveg skilja spurninguna og segir: „Ha?“ Jón Gnarr endurtekur þá spurninguna nokkuð önugur: „Ertu kunnugur staðháttum?“ Katla Margrét Þorgeirsdóttir hrópar þá: „AB Bílasprautun, veistu hvar hún er?“ Sveppi segist ekki hafa hugmynd um það.Dagur B. fyrir utan Braggann.RÚVSeinna í Skaupinu sást sama par renna upp að Degi B. Eggertssyni borgarstjóra þar sem hann var önnum kafinn við að reykja stráin fyrir utan Braggann í Nauthólsvík. Spurði parið sömu spurningar, hvort hann væri kunnugur staðháttum. Þegar hann var spurður hvort hann vissi hvar AB Bílasprautun er svarar hann: „AB Bílasprautun Mathöll?“ Líkt og fyrr segir þótti mörgum þetta fyndið en margir veltu fyrir sér hvað væri verið að vísa í þarna, en flestir brandarar í Skaupinu eiga það sammerkt að eiga sér einhverskonar vísun í það sem gerðist á liðnu ári. Jón Gnarr sagði í FM95BLÖ að enginn hefði spurt hann út í þennan brandara.Hér fyrir neðan má heyra Jón ræða brandarann. Klippa: Jón Gnarr um brandarann í Skaupinu sem enginn skildi Sveppi var með þeim félögum í FM95BLÖ en hann sagði Jón Gnarr sjálfan hafa lent í þessu. Jón tók boltann á lofti af Sveppa og sagði að hann hefði lent í þessu þegar hann var á gangi með hundinn sinn á Smiðjuveginum, brúnni götu, á miðvikudagskvöldi. „Þá koma þessi hjón keyrandi sem hægja á sér og skrúfa niður rúðuna. Við erum ein þarna og spyrja: „Kunnugur staðháttum?“ Samtalið var svipað og það birtist í Skaupinu en Jón segist hafa átt erfitt með að átta sig á þessum aðstæðum þar sem hann var spurður hvort hann vissi hvar AB Bílasprautun væri. Jón segist seinna hafa mætt á handritsfund fyrir Skaupið og sagt frá þessu atviki sem þótti svo fyndið að ákveðið var að hafa það með í Skaupinu. „Þetta er bara saga úr raunveruleikanum,“ sagði Jón Gnarr. Um væri að ræða einfalt grín en bráðfyndið grín sem þyrfti ekki mikið að kryfja til að skilja. Þetta væri einfaldlega fyndið af því það er fyndið. Líkt og atriðið úr Skaupinu árið 2006 þar sem Jón Gnarr gekk inn í Heilsuhúsið og spurði afgreiðslumanninn hvort hann ætti ólívur. Reyndi afgreiðslumaðurinn að vera sniðugur með því að svara: „Ólívur Ragnar Grímsson?“
Áramótaskaupið FM95BLÖ Tengdar fréttir Hefði viljað að varað væri við ofbeldisfullu efni í Skaupinu Starfskona Stígamóta segir mikilvægt að tekið sé tillit til brotaþola og hvaða áhrif efni sem sýnir ofbeldi geti haft á þau. Einfalt sé að birta viðvörun áður en efnið er sýnt í sjónvarpi. 7. janúar 2019 07:00 Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Sjá meira
Hefði viljað að varað væri við ofbeldisfullu efni í Skaupinu Starfskona Stígamóta segir mikilvægt að tekið sé tillit til brotaþola og hvaða áhrif efni sem sýnir ofbeldi geti haft á þau. Einfalt sé að birta viðvörun áður en efnið er sýnt í sjónvarpi. 7. janúar 2019 07:00