Ráðgjafanefnd um blóðgjöf skilar afstöðu sinni eftir um tvær vikur Atli Ísleifsson skrifar 4. janúar 2019 10:32 Hérlendis hefur karlmönnum sem einhvern tímann hafa stundað kynlíf með öðrum körlum alfarið bannað að gefa blóð. Getty Ráðgjafanefnd um fagleg málefni í blóðbankaþjónustu mun heilbrigðisráðherra afstöðu sinni til þess hvort slaka beri á þeim reglum sem gilda hér á landi um blóðgjafir samkynhneigðra karlmanna í kjölfar fundar síns sem fyrirhugaður er 17. janúar næstkomandi. Þetta kemur fram í frétt á vef heilbrigðisráðuneytisins. Málið hafi verið til umfjöllunar hjá fagráðinu að ósk ráðherra. Bjóðgjöf samkynhneigðra karlmanna hefur talsvert verið til umræðu á ný í kjölfar Áramótaskaupsins þar sem grín var gert að reglum sem meina samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð. Birtust þar landsþekktir samkynhneigðir söngvarar inn á skurðstofu þar sem skorti blóð í miðri aðgerð. „Hlutverk nefndarinnar er að vera heilbrigðisyfirvöldum, Landspítala og blóðbanka til ráðuneytis um hvaðeina er lýtur að faglegum þáttum og öryggissjónarmiðum blóðbankaþjónustunnar. Heilbrigðisráðherra skipaði nefndina 15. október síðastliðinn. Formaður nefndarinnar er Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga. Fljótlega eftir skipun ráðgjafanefndarinnar fór ráðherra þess á leit að hún myndi taka til umfjöllunar hvort slaka beri á gildandi reglum um blóðgjafir samkynhneigðra karlmanna líkt og ýmsar þjóðir hafa gert, meðal annars grannþjóðir á Norðurlöndunum. Einnig óskaði ráðherra eftir áliti nefndarinnar á því hvaða ráðstafanir séu nauðsynlegar til að tryggja öryggi blóðþega verði bann við blóðgjöfum samkynhneigðra karlmanna afnumið,“ segir í fréttinni.Álíka hlutfall Hérlendis hefur karlmönnum sem einhvern tímann hafa stundað kynlíf með öðrum körlum alfarið bannað að gefa blóð. Hefur fyrirkomulagið verið á þann veg þar sem samkynhneigðir karlar eru sagðir vera í svokölluðum áhættuhóp hvað varðar blóðgjafir, þar sem meiri líkur eru taldar á að þeir séu smitaðir af alnæmisveirunni HIV.Samkvæmt tölum frá Landlækni segir að tilkynnt sé um álíka mörg tilvik um HIV-veiru í samkynhneigðum og gagnkynhneigðum. Á síðasta ári reyndust alls 150 samkynhneigðir smitaðir en 148 gagnkynhneigðir. Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Þeir sem fá blóð eiga rétt á því að fá öruggt blóð“ Ísland er eitt fárra Evrópulanda þar sem samkynhneigðum karlmönnum er alfarið meinað að gefa blóð. Enginn á rétt á því að gefa blóð en sá sem þiggur blóð á rétt á því að fá öruggt blóð segir sóttvarnarlæknir. 2. janúar 2019 19:24 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Ráðgjafanefnd um fagleg málefni í blóðbankaþjónustu mun heilbrigðisráðherra afstöðu sinni til þess hvort slaka beri á þeim reglum sem gilda hér á landi um blóðgjafir samkynhneigðra karlmanna í kjölfar fundar síns sem fyrirhugaður er 17. janúar næstkomandi. Þetta kemur fram í frétt á vef heilbrigðisráðuneytisins. Málið hafi verið til umfjöllunar hjá fagráðinu að ósk ráðherra. Bjóðgjöf samkynhneigðra karlmanna hefur talsvert verið til umræðu á ný í kjölfar Áramótaskaupsins þar sem grín var gert að reglum sem meina samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð. Birtust þar landsþekktir samkynhneigðir söngvarar inn á skurðstofu þar sem skorti blóð í miðri aðgerð. „Hlutverk nefndarinnar er að vera heilbrigðisyfirvöldum, Landspítala og blóðbanka til ráðuneytis um hvaðeina er lýtur að faglegum þáttum og öryggissjónarmiðum blóðbankaþjónustunnar. Heilbrigðisráðherra skipaði nefndina 15. október síðastliðinn. Formaður nefndarinnar er Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga. Fljótlega eftir skipun ráðgjafanefndarinnar fór ráðherra þess á leit að hún myndi taka til umfjöllunar hvort slaka beri á gildandi reglum um blóðgjafir samkynhneigðra karlmanna líkt og ýmsar þjóðir hafa gert, meðal annars grannþjóðir á Norðurlöndunum. Einnig óskaði ráðherra eftir áliti nefndarinnar á því hvaða ráðstafanir séu nauðsynlegar til að tryggja öryggi blóðþega verði bann við blóðgjöfum samkynhneigðra karlmanna afnumið,“ segir í fréttinni.Álíka hlutfall Hérlendis hefur karlmönnum sem einhvern tímann hafa stundað kynlíf með öðrum körlum alfarið bannað að gefa blóð. Hefur fyrirkomulagið verið á þann veg þar sem samkynhneigðir karlar eru sagðir vera í svokölluðum áhættuhóp hvað varðar blóðgjafir, þar sem meiri líkur eru taldar á að þeir séu smitaðir af alnæmisveirunni HIV.Samkvæmt tölum frá Landlækni segir að tilkynnt sé um álíka mörg tilvik um HIV-veiru í samkynhneigðum og gagnkynhneigðum. Á síðasta ári reyndust alls 150 samkynhneigðir smitaðir en 148 gagnkynhneigðir.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Þeir sem fá blóð eiga rétt á því að fá öruggt blóð“ Ísland er eitt fárra Evrópulanda þar sem samkynhneigðum karlmönnum er alfarið meinað að gefa blóð. Enginn á rétt á því að gefa blóð en sá sem þiggur blóð á rétt á því að fá öruggt blóð segir sóttvarnarlæknir. 2. janúar 2019 19:24 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
„Þeir sem fá blóð eiga rétt á því að fá öruggt blóð“ Ísland er eitt fárra Evrópulanda þar sem samkynhneigðum karlmönnum er alfarið meinað að gefa blóð. Enginn á rétt á því að gefa blóð en sá sem þiggur blóð á rétt á því að fá öruggt blóð segir sóttvarnarlæknir. 2. janúar 2019 19:24