Vígahnöttur yfir Íslandi: „Líkt og eldflaugaárás frá Sauðárkróki“ Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 4. janúar 2019 14:30 Loftsteinn séður frá Ungverjalandi í ágúst í fyrra. myndin tengist fréttinni ekki beint. EPA/Peter Komka Loftsteinn sást yfir Íslandi í gærkvöldi. Steinninn skildi eftir sig bjarta slóð á á leið sinni suður eftir himninum og sprakk. Hann kann að vera úr Kvaðrantíta loftsteinadrífunni sem sást um allan heim í gær. Eðlisfræðivefurinn greinir frá því að loftsteinninn hafi sést um klukkan tuttugu mínútur í átta í gærkvöldi. Tilkynningar hafa borist um að steinninn hafa sést víða af landinu og að um mikið sjónarspil hafi verið að ræða.Klippa: Vígahnöttur yfir Íslandi Einn sem skilur eftir sig ummæli á facebook síðu Eðlisfræðivefsins segist hafa séð steininn á leið sinni frá Akureyri. Hann segist hafa séð miklar eldglæringar og litadýrð líkt og væri verið að gera eldflaugaárás frá Sauðárkróki eins og hann orðar það. Annar sem staddur var við Rauðavatn segir steininn hafa lýst upp himininn og horfið jafnskjótan. Maður staddur í Önundarfirði segist hafa séð bláan og fjólubláan ljóma á himni sem ferðaðist hratt yfir. „Þegar þeir verða svona bjartir kallast þeir vígahnettir,“ segir Sævar Helgi Bragason, ritstjóri stjörnufræðivefsins. „Þá á hann að skilja eftir sig smá rák og slíkt. Það er alveg útilokað að svona hnöttur sem lifði í svona skamman tíma hafi komið alla leið niður. Þannig að hann hefur fuðrað upp þarna langt fyrir ofan okkur. Í gær og í nótt var loftsteinadrífa í gangi sem heitir Kvaðrantítar og það gæti vel verið að þetta hafi verið steinn úr henni.“ Geimurinn Skagafjörður Tengdar fréttir Sást til loftsteins yfir Íslandi Loftsteinn sást yfir Vesturlandi í kvöld klukkan 19:40. 4. janúar 2019 00:44 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Loftsteinn sást yfir Íslandi í gærkvöldi. Steinninn skildi eftir sig bjarta slóð á á leið sinni suður eftir himninum og sprakk. Hann kann að vera úr Kvaðrantíta loftsteinadrífunni sem sást um allan heim í gær. Eðlisfræðivefurinn greinir frá því að loftsteinninn hafi sést um klukkan tuttugu mínútur í átta í gærkvöldi. Tilkynningar hafa borist um að steinninn hafa sést víða af landinu og að um mikið sjónarspil hafi verið að ræða.Klippa: Vígahnöttur yfir Íslandi Einn sem skilur eftir sig ummæli á facebook síðu Eðlisfræðivefsins segist hafa séð steininn á leið sinni frá Akureyri. Hann segist hafa séð miklar eldglæringar og litadýrð líkt og væri verið að gera eldflaugaárás frá Sauðárkróki eins og hann orðar það. Annar sem staddur var við Rauðavatn segir steininn hafa lýst upp himininn og horfið jafnskjótan. Maður staddur í Önundarfirði segist hafa séð bláan og fjólubláan ljóma á himni sem ferðaðist hratt yfir. „Þegar þeir verða svona bjartir kallast þeir vígahnettir,“ segir Sævar Helgi Bragason, ritstjóri stjörnufræðivefsins. „Þá á hann að skilja eftir sig smá rák og slíkt. Það er alveg útilokað að svona hnöttur sem lifði í svona skamman tíma hafi komið alla leið niður. Þannig að hann hefur fuðrað upp þarna langt fyrir ofan okkur. Í gær og í nótt var loftsteinadrífa í gangi sem heitir Kvaðrantítar og það gæti vel verið að þetta hafi verið steinn úr henni.“
Geimurinn Skagafjörður Tengdar fréttir Sást til loftsteins yfir Íslandi Loftsteinn sást yfir Vesturlandi í kvöld klukkan 19:40. 4. janúar 2019 00:44 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Sást til loftsteins yfir Íslandi Loftsteinn sást yfir Vesturlandi í kvöld klukkan 19:40. 4. janúar 2019 00:44