Leikurinn var bráðfjörugur frá upphafi til enda en það voru aðeins heimamenn sem náðu að setja knöttinn í netið.
Luis Suarez skoraði sitt fyrsta Meistaradeildarmark síðan fyrir ári síðan þegar hann braut ísinn eftir um hálftíma leik.
Lionel Messi gerði annað mark Börsunga á 75. mínútu og bætti svo því þriðja við stuttu seinna með stórbrotnu marki beint úr aukaspyrnu.
Þar við sat og er Barcelona í vænlegri stöðu fyrir seinni leikin.
Mörkin þrjú má sjá í spilaranum hér að neðan.