Stefnt að samþættingu allra almenningssamgangna Heimir Már Pétursson skrifar 14. febrúar 2019 11:39 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, kynnti tillögurnar á fundi í Perlunni í morgun. vísir/vilhelm Samgönguráðherra stefnir að því að allar almenningssamgöngur í landinu verði samræmdar þannig að fólk geti keypt blandaðan farmiða með ólíkum farakostum. Komið verði upp skiptistöðvum víðs vegar um landið og almenningssamgöngur niðurgreiddar. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra kynnti í morgun skýrslu um samræmingu almenningssamgangna sem komin er í samráðsgátt stjórnvalda og boðar lagafrumvörp í haust. Unnið hafi verið að áætlunum um samþættingu samgangna í lofti, áði og legi í um eitt ár. „Í eina samþætta stefnu með einni upplýsingaveitu eins og við sjáum. Byggja upp almenningsamgöngur í þeim takti sem bæði stendur í ríkisstjórnarsáttmála en er líka þörf fyrir í samfélaginu. Til að takast á við áskoranir í loftlagsmálum og breyttar ferðavenjur fólks,” segir Sigurður Ingi. Í skýrslunni sem kynnt var í morgun kemur fram að farþegum með almenningssamgöngum á landinu hefur fjölgað töluvert á undanförnum árum en fjöldinn stendur nokkurn veginn í stað með ferjum og flugi. En á næsta ári taka gildi lög um niðurgreiðslu á fargjöldum í flugi fyrir íbúa sem búa hvað fjærst höfuðborgarsvæðinu. Samgönguráðherra segir stefnt að því að almeningssamgöngur verði raunhæfur kostur þannig að fólk geti keypt farmiða með öllum almenningssamgöngum á einum stað og greitt fyrir blandaðan miða. „Við höfum séð að það hefur gengið ágætlega á Norðurlöndunum. Það er lykilatiði að hafa þá aðgang að upplýsingum frá fyrirtækjum. Líka frá einkafyrirtækjum. Við gætum þurft lagabreytingar á þessu sviði. Síðan er eiginlega óendanlegu akur þar sem menn geta þróað þjónustu til borgaranna til að hjálpa þeim að eiga auðveldar með að velja almenningssamgöngur sem raunverulegan valkost,” segir samgönguráðherra. Margt bendi til að deilihagkerfið geti þróast sem hluti af þessari þjónustu ekki hvað síst á landsbyggðinni. Borgarlínan rími vel við þetta verkefni. Ríkið muni koma að uppbyggingu nauðsynlegra skiptistöðva um landið og niðurgreiða almenningssamgöngur meira en nú er. „Það hefur verið stefnan að auka það og við erum með skýra stefnu í þessum málum. Til að mynda er nú þegar búið að samþiggja á Alþingi stuðningsleið í fluginu. Svo kallaða skorska leið; niðurgreiðslu til þeirra sem búa lengst frá höfuðborgarsvæðinu. Í sambandi við strætóinn hefur verið rætt um að ríkið muni taka að sér um 80 prósent af kostnaðinum,” segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Samgöngur Strætó Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstrur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira
Samgönguráðherra stefnir að því að allar almenningssamgöngur í landinu verði samræmdar þannig að fólk geti keypt blandaðan farmiða með ólíkum farakostum. Komið verði upp skiptistöðvum víðs vegar um landið og almenningssamgöngur niðurgreiddar. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra kynnti í morgun skýrslu um samræmingu almenningssamgangna sem komin er í samráðsgátt stjórnvalda og boðar lagafrumvörp í haust. Unnið hafi verið að áætlunum um samþættingu samgangna í lofti, áði og legi í um eitt ár. „Í eina samþætta stefnu með einni upplýsingaveitu eins og við sjáum. Byggja upp almenningsamgöngur í þeim takti sem bæði stendur í ríkisstjórnarsáttmála en er líka þörf fyrir í samfélaginu. Til að takast á við áskoranir í loftlagsmálum og breyttar ferðavenjur fólks,” segir Sigurður Ingi. Í skýrslunni sem kynnt var í morgun kemur fram að farþegum með almenningssamgöngum á landinu hefur fjölgað töluvert á undanförnum árum en fjöldinn stendur nokkurn veginn í stað með ferjum og flugi. En á næsta ári taka gildi lög um niðurgreiðslu á fargjöldum í flugi fyrir íbúa sem búa hvað fjærst höfuðborgarsvæðinu. Samgönguráðherra segir stefnt að því að almeningssamgöngur verði raunhæfur kostur þannig að fólk geti keypt farmiða með öllum almenningssamgöngum á einum stað og greitt fyrir blandaðan miða. „Við höfum séð að það hefur gengið ágætlega á Norðurlöndunum. Það er lykilatiði að hafa þá aðgang að upplýsingum frá fyrirtækjum. Líka frá einkafyrirtækjum. Við gætum þurft lagabreytingar á þessu sviði. Síðan er eiginlega óendanlegu akur þar sem menn geta þróað þjónustu til borgaranna til að hjálpa þeim að eiga auðveldar með að velja almenningssamgöngur sem raunverulegan valkost,” segir samgönguráðherra. Margt bendi til að deilihagkerfið geti þróast sem hluti af þessari þjónustu ekki hvað síst á landsbyggðinni. Borgarlínan rími vel við þetta verkefni. Ríkið muni koma að uppbyggingu nauðsynlegra skiptistöðva um landið og niðurgreiða almenningssamgöngur meira en nú er. „Það hefur verið stefnan að auka það og við erum með skýra stefnu í þessum málum. Til að mynda er nú þegar búið að samþiggja á Alþingi stuðningsleið í fluginu. Svo kallaða skorska leið; niðurgreiðslu til þeirra sem búa lengst frá höfuðborgarsvæðinu. Í sambandi við strætóinn hefur verið rætt um að ríkið muni taka að sér um 80 prósent af kostnaðinum,” segir Sigurður Ingi Jóhannsson.
Samgöngur Strætó Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstrur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira