Segir stjórnvöld koma með mun meira að borðinu en áður hafi sést Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. apríl 2019 08:35 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, í húsakynnum ríkissáttasemjara. Vísir/vilhelm Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness segir ríkisstjórnina koma með „mun meira“ að samningaborðinu en áður hafi sést í kjarasamningum. Fundur samningsaðila hófst á ný í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan átta í morgun eftir fundahöld fram á nótt í gær. Töluverðar sviptingar urðu í kjaraviðræðum gærdagsins en áætlað var að aðilar vinnumarkaðarins ásamt ríkisstjórninni myndu kynna svokallaðan „Lífskjarasamning“ á blaðamannafundi klukkan 18:30. Fundinum var hins vegar frestað skömmu áður en hann átti að hefjast en samningsaðilar hafa gefið það út að þeir hafi einfaldlega þurft meiri tíma til að klára verkið.Á lokametrunum Vilhjálmur Birgisson var gestur útvarpsþáttarins Bítisins á Bylgunni í morgun. Hann tók við hamingjuóskum spyrjenda, með ákveðnum fyrirvörum þó. „Ég held ég verði að segja takk, þótt það sé alltaf þannig að þegar við erum búin að setja nafnið okkar undir þetta þá er svona rétta mómentið en við erum allavega núna á allra, allra lokametrunum að klára þetta. Það eru bara einstök, örfá atriði eftir en þetta er bara svo ofboðslega flókið og tekur bara þann tíma sem þetta þarf að taka.“ Verkið framundan sé umfangsmikið, fara þurfi yfir tugi blaðsíðna og undirkjarasamninga. Mikilvægt sé því að vanda til verka. Í gær var gefið út að stefnt yrði að því að undirrita kjarasamning um hádegisbil í dag og kynna hann fyrir almenningi um þrjúleytið. „Ég ætla bara að leyfa mér að vera nokkuð bjartsýnn á að sú tímasetning standist, þangað til annað kemur í ljós,“ sagði Vilhjálmur. Gagnist ekki bara heimilunum heldur líka atvinnulífinu Þá hafi verið farið yfir áherslupunkta ríkisstjórnarinnar í gær. Auðvitað sé það alltaf vilji fyrir því að fá meira en lendingin hafi verið skynsamleg lausn við erfiðar aðstæður – og útspil stjórnvalda rausnarlegt miðað við fyrri samninga. „En ég tel að það sem ríkisstjórnin er að koma með núna er mun meira heldur en við í raun og veru höfum séð áður, það er einfaldlega þannig.“ Inntur eftir því hvort skatta- og vaxtalækkanir, sem verkalýðshreyfingin hefur farið fram á í viðræðunum, verði meginbreytingin í kjarasamningunum sagði Vilhjálmur að mikil kjarabót væri fólgin í slíku. „Við teljum allar forsendur fyrir því að peningamálanefnd Seðlabankans muni geta komið með stýrivaxtalækkun sem gagnast ekki bara heimilunum heldur líka atvinnulífinu til að standa undir auknum launakostnaði og öðru slíku.“Viðtalið við Vilhjálm má hlusta á í spilaranum hér að neðan. Kjaramál Tengdar fréttir „Ég hlakka til að kynna þessa afurð“ Ekki bjartsýnn á að samningsgerð klárist í nótt. 2. apríl 2019 23:34 „Við munum undirrita kjarasamning á morgun" Við munum undirrita kjarasamning á morgun. Það er lítið eftir en það er gott að hvíla sig áður en lokaákvörðun er tekin," sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að loknum fundi hjá ríkissáttasemjara skömmu eftir miðnætti í kvöld. 3. apríl 2019 01:01 Fundi frestað og stefnt að undirskrift á morgun Fundað aftur klukkan átta á morgun en Ragnar Þór segir samningsaðila hafa verið orðna dauðþreytta. 3. apríl 2019 00:01 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Fleiri fréttir Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Sjá meira
Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness segir ríkisstjórnina koma með „mun meira“ að samningaborðinu en áður hafi sést í kjarasamningum. Fundur samningsaðila hófst á ný í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan átta í morgun eftir fundahöld fram á nótt í gær. Töluverðar sviptingar urðu í kjaraviðræðum gærdagsins en áætlað var að aðilar vinnumarkaðarins ásamt ríkisstjórninni myndu kynna svokallaðan „Lífskjarasamning“ á blaðamannafundi klukkan 18:30. Fundinum var hins vegar frestað skömmu áður en hann átti að hefjast en samningsaðilar hafa gefið það út að þeir hafi einfaldlega þurft meiri tíma til að klára verkið.Á lokametrunum Vilhjálmur Birgisson var gestur útvarpsþáttarins Bítisins á Bylgunni í morgun. Hann tók við hamingjuóskum spyrjenda, með ákveðnum fyrirvörum þó. „Ég held ég verði að segja takk, þótt það sé alltaf þannig að þegar við erum búin að setja nafnið okkar undir þetta þá er svona rétta mómentið en við erum allavega núna á allra, allra lokametrunum að klára þetta. Það eru bara einstök, örfá atriði eftir en þetta er bara svo ofboðslega flókið og tekur bara þann tíma sem þetta þarf að taka.“ Verkið framundan sé umfangsmikið, fara þurfi yfir tugi blaðsíðna og undirkjarasamninga. Mikilvægt sé því að vanda til verka. Í gær var gefið út að stefnt yrði að því að undirrita kjarasamning um hádegisbil í dag og kynna hann fyrir almenningi um þrjúleytið. „Ég ætla bara að leyfa mér að vera nokkuð bjartsýnn á að sú tímasetning standist, þangað til annað kemur í ljós,“ sagði Vilhjálmur. Gagnist ekki bara heimilunum heldur líka atvinnulífinu Þá hafi verið farið yfir áherslupunkta ríkisstjórnarinnar í gær. Auðvitað sé það alltaf vilji fyrir því að fá meira en lendingin hafi verið skynsamleg lausn við erfiðar aðstæður – og útspil stjórnvalda rausnarlegt miðað við fyrri samninga. „En ég tel að það sem ríkisstjórnin er að koma með núna er mun meira heldur en við í raun og veru höfum séð áður, það er einfaldlega þannig.“ Inntur eftir því hvort skatta- og vaxtalækkanir, sem verkalýðshreyfingin hefur farið fram á í viðræðunum, verði meginbreytingin í kjarasamningunum sagði Vilhjálmur að mikil kjarabót væri fólgin í slíku. „Við teljum allar forsendur fyrir því að peningamálanefnd Seðlabankans muni geta komið með stýrivaxtalækkun sem gagnast ekki bara heimilunum heldur líka atvinnulífinu til að standa undir auknum launakostnaði og öðru slíku.“Viðtalið við Vilhjálm má hlusta á í spilaranum hér að neðan.
Kjaramál Tengdar fréttir „Ég hlakka til að kynna þessa afurð“ Ekki bjartsýnn á að samningsgerð klárist í nótt. 2. apríl 2019 23:34 „Við munum undirrita kjarasamning á morgun" Við munum undirrita kjarasamning á morgun. Það er lítið eftir en það er gott að hvíla sig áður en lokaákvörðun er tekin," sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að loknum fundi hjá ríkissáttasemjara skömmu eftir miðnætti í kvöld. 3. apríl 2019 01:01 Fundi frestað og stefnt að undirskrift á morgun Fundað aftur klukkan átta á morgun en Ragnar Þór segir samningsaðila hafa verið orðna dauðþreytta. 3. apríl 2019 00:01 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Fleiri fréttir Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Sjá meira
„Ég hlakka til að kynna þessa afurð“ Ekki bjartsýnn á að samningsgerð klárist í nótt. 2. apríl 2019 23:34
„Við munum undirrita kjarasamning á morgun" Við munum undirrita kjarasamning á morgun. Það er lítið eftir en það er gott að hvíla sig áður en lokaákvörðun er tekin," sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að loknum fundi hjá ríkissáttasemjara skömmu eftir miðnætti í kvöld. 3. apríl 2019 01:01
Fundi frestað og stefnt að undirskrift á morgun Fundað aftur klukkan átta á morgun en Ragnar Þór segir samningsaðila hafa verið orðna dauðþreytta. 3. apríl 2019 00:01