Stjórnskipuleg krísa vegna óvissu um Landsrétt Sighvatur Jónsson skrifar 20. mars 2019 18:30 Formaður Dómarafélags Íslands segir óvissu um Landsrétt vera stjórnskipulega krísu. Endurreisa þurfi traust almennings til dómstóla landsins. Varaforseti Landsréttar telur vandann vera frekar pólitískan en lögfræðilegan.Á málþingi Lagastofnunar Háskóla Íslands um dóm Mannréttindadómstól Evrópu vegna skipunar dómara við Landsrétt var einna helst talað um hvernig koma mæti millidómsstigi af stað á ný. Rætt var um með hvaða hætti hinir umræddu fjórir dómarar gætu mætt aftur í vinnuna. Dómararnir fjórir eru þeir sem voru skipaðir í Landsrétt þvert á tillögu hæfnisnefndar. Aðrir ellefu dómarar Landsréttar sinna dómstörfum á meðan óvissa ríkir um stöðu hinna fjögurra. Davíð Þór Björgvinsson, varaforseti Landsréttar.vísir/vilhelm Traustari lagastoðir Varaforseti Landsréttar, Davíð Þór Björgvinsson, segir að skjóta þurfi traustari lagastoðum undir fjórmenningana svo þeir geti sinnt störfum sem þeir voru skipaðir til. „Það hafa flogið hugmyndir um það að auglýsa fjórar viðbótarstöður og þeir sem þegar eru skipaðir geti sótt um þær. Það hafa heyrst hugmyndir um að það mætti setja þessa dómara í stöðurnar sem þeir eru skipaðir í og svo framvegis. Þetta er svolítið með himinskautum og það er svolítið langt seilst, í stað þess að freista þess að koma stoðum undir það fólk sem þegar er skipað,“ segir Davíð Þór. Frá málþingi Lagastofnunar Háskóla Íslands í dag.Vísir/Egill Boltinn hjá stjórnvöldum Formaður Dómarafélags Íslands, Ingibjörg Þorsteinsdóttir, segir að það megi líkja stöðunni við stjórnskipulega krísu. „Ég held að það sé ekkert hægt að lýsa ástandinu öðruvísi.“ Ingibjörg segir það aðeins geta verið tímabundna ráðstöfun að dómararnir fjórir haldi sig til hlés. „Boltinn er hjá stjórnvöldum núna, það þarf að leysa úr þessari flækju. Ég legg áherslu á það að menn hafi í huga að sú lausn sem við komum fram með feli í sér að við endurreisum traust almennings til dómstólanna,“ segir Ingibjörg. Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira
Formaður Dómarafélags Íslands segir óvissu um Landsrétt vera stjórnskipulega krísu. Endurreisa þurfi traust almennings til dómstóla landsins. Varaforseti Landsréttar telur vandann vera frekar pólitískan en lögfræðilegan.Á málþingi Lagastofnunar Háskóla Íslands um dóm Mannréttindadómstól Evrópu vegna skipunar dómara við Landsrétt var einna helst talað um hvernig koma mæti millidómsstigi af stað á ný. Rætt var um með hvaða hætti hinir umræddu fjórir dómarar gætu mætt aftur í vinnuna. Dómararnir fjórir eru þeir sem voru skipaðir í Landsrétt þvert á tillögu hæfnisnefndar. Aðrir ellefu dómarar Landsréttar sinna dómstörfum á meðan óvissa ríkir um stöðu hinna fjögurra. Davíð Þór Björgvinsson, varaforseti Landsréttar.vísir/vilhelm Traustari lagastoðir Varaforseti Landsréttar, Davíð Þór Björgvinsson, segir að skjóta þurfi traustari lagastoðum undir fjórmenningana svo þeir geti sinnt störfum sem þeir voru skipaðir til. „Það hafa flogið hugmyndir um það að auglýsa fjórar viðbótarstöður og þeir sem þegar eru skipaðir geti sótt um þær. Það hafa heyrst hugmyndir um að það mætti setja þessa dómara í stöðurnar sem þeir eru skipaðir í og svo framvegis. Þetta er svolítið með himinskautum og það er svolítið langt seilst, í stað þess að freista þess að koma stoðum undir það fólk sem þegar er skipað,“ segir Davíð Þór. Frá málþingi Lagastofnunar Háskóla Íslands í dag.Vísir/Egill Boltinn hjá stjórnvöldum Formaður Dómarafélags Íslands, Ingibjörg Þorsteinsdóttir, segir að það megi líkja stöðunni við stjórnskipulega krísu. „Ég held að það sé ekkert hægt að lýsa ástandinu öðruvísi.“ Ingibjörg segir það aðeins geta verið tímabundna ráðstöfun að dómararnir fjórir haldi sig til hlés. „Boltinn er hjá stjórnvöldum núna, það þarf að leysa úr þessari flækju. Ég legg áherslu á það að menn hafi í huga að sú lausn sem við komum fram með feli í sér að við endurreisum traust almennings til dómstólanna,“ segir Ingibjörg.
Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira