Aron Einar: Ef þig langar ekki aftur á EM þá geturðu hætt Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Peralada skrifar 20. mars 2019 08:00 „Mér finnst þetta fyndin spurning,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson, spurður hvort hann skynjaði að það væri enn sama hungur og drifkraftur í íslenska landsliðinu og á fyrri árum. „Af því að maður hefur ekkert velt þessu fyrir sér. Maður veit alveg hvernig hugsunarháttur er í þessu landsliði,“ sagði hann enn fremur. Eftir frábært gengi íslenska liðsins síðustu árin þar sem Ísland komst bæði á EM 2016 og HM 2018 þá tók við slæmur kafli í haust, þar sem Ísland tapaði öllum leikjum sínum í Þjóðadeild UEFA. Raunar hefur Ísland ekki unnið mótsleik síðan haustið 2017. „Við vitum hvernig tilfinningin er að komast á stórmót og ef þig langar ekki að fá hana aftur þá geturðu allt eins hætt þessu,“ sagði fyrirliðinn ákveðinn. „Ég veit og get talað fyrir hópinn að það er gífurlegt hungur í okkur. Menn vilja segja skilið við síðasta ár, sem var erfitt. Það gekk ekki allt upp sem við lögðum upp með eins og gengur og gerist.“Aron Einar í leik með landsliðinu.vísir/gettyEkki mörg lið í þessum riðli sem geta stoppað okkur „En sem betur fer er nú komin ný keppni og nýtt upphaf. Ég er hrikalega spenntur. Þetta er erfiður riðill en samt riðill sem við getum komist upp úr.“ Ísland hefur leik í undankeppni EM 2020 á föstudag, er strákarnir okkar mæta Andorra. Eftir það tekur við leikur gegn heimsmeisturum Frakklands á mánudag en þar að auki eru Tyrkland, Albanía og Moldóva í sama riðli. Tvö efstu liðin komast beint á EM 2020. Besta leiðin til að drífa menn áfram í nýrri keppni, að sögn fyrirliðans, er að endurheimta þá sigurhefð sem var komin hjá íslenska landsliðinu. „Við þurfum að skapa þessa sigurhefð aftur. Við unnum ekki mjög marga leiki á síðasta ári en ef okkur tekst að komast aftur á skrið þá eru ekki mörg lið í þessum riðli að fara að stoppa okkur.“ EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Aron Einar: Vildi vinna aftur með Heimi Aron Einar Gunnarsson vildi fá tækifæri til að prófa eitthvað nýtt eftir að hafa verið á Bretlandseyjum í ellefu ár. Hann er á leið til Katar í sumar. 19. mars 2019 19:15 Allir með á æfingu í Peralada Nýr styrktarþjálfari stýrði upphitun fyrir æfingu íslenska landsliðsins á Spáni í dag. 19. mars 2019 11:30 Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
„Mér finnst þetta fyndin spurning,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson, spurður hvort hann skynjaði að það væri enn sama hungur og drifkraftur í íslenska landsliðinu og á fyrri árum. „Af því að maður hefur ekkert velt þessu fyrir sér. Maður veit alveg hvernig hugsunarháttur er í þessu landsliði,“ sagði hann enn fremur. Eftir frábært gengi íslenska liðsins síðustu árin þar sem Ísland komst bæði á EM 2016 og HM 2018 þá tók við slæmur kafli í haust, þar sem Ísland tapaði öllum leikjum sínum í Þjóðadeild UEFA. Raunar hefur Ísland ekki unnið mótsleik síðan haustið 2017. „Við vitum hvernig tilfinningin er að komast á stórmót og ef þig langar ekki að fá hana aftur þá geturðu allt eins hætt þessu,“ sagði fyrirliðinn ákveðinn. „Ég veit og get talað fyrir hópinn að það er gífurlegt hungur í okkur. Menn vilja segja skilið við síðasta ár, sem var erfitt. Það gekk ekki allt upp sem við lögðum upp með eins og gengur og gerist.“Aron Einar í leik með landsliðinu.vísir/gettyEkki mörg lið í þessum riðli sem geta stoppað okkur „En sem betur fer er nú komin ný keppni og nýtt upphaf. Ég er hrikalega spenntur. Þetta er erfiður riðill en samt riðill sem við getum komist upp úr.“ Ísland hefur leik í undankeppni EM 2020 á föstudag, er strákarnir okkar mæta Andorra. Eftir það tekur við leikur gegn heimsmeisturum Frakklands á mánudag en þar að auki eru Tyrkland, Albanía og Moldóva í sama riðli. Tvö efstu liðin komast beint á EM 2020. Besta leiðin til að drífa menn áfram í nýrri keppni, að sögn fyrirliðans, er að endurheimta þá sigurhefð sem var komin hjá íslenska landsliðinu. „Við þurfum að skapa þessa sigurhefð aftur. Við unnum ekki mjög marga leiki á síðasta ári en ef okkur tekst að komast aftur á skrið þá eru ekki mörg lið í þessum riðli að fara að stoppa okkur.“
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Aron Einar: Vildi vinna aftur með Heimi Aron Einar Gunnarsson vildi fá tækifæri til að prófa eitthvað nýtt eftir að hafa verið á Bretlandseyjum í ellefu ár. Hann er á leið til Katar í sumar. 19. mars 2019 19:15 Allir með á æfingu í Peralada Nýr styrktarþjálfari stýrði upphitun fyrir æfingu íslenska landsliðsins á Spáni í dag. 19. mars 2019 11:30 Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Aron Einar: Vildi vinna aftur með Heimi Aron Einar Gunnarsson vildi fá tækifæri til að prófa eitthvað nýtt eftir að hafa verið á Bretlandseyjum í ellefu ár. Hann er á leið til Katar í sumar. 19. mars 2019 19:15
Allir með á æfingu í Peralada Nýr styrktarþjálfari stýrði upphitun fyrir æfingu íslenska landsliðsins á Spáni í dag. 19. mars 2019 11:30