Ederson vann enska titilinn á sínu fyrsta tímabili í fyrra og nú ætlar Alisson Becker að reyna að leika það eftir með Liverpool á þessu tímabili. Ederson gefur hins vegar ekkert eftir.
Ederson og Alisson eiga báðir mikinn þátt í góðu gengi liðanna og það mun örugglega mæða mikið á þeim báðum á lokasprettinum. En hvor þeirra er betri markvörður?
Heurelho Gomes er landi þeirra Ederson og Alisson en Gomes spilar með Watford í ensku úrvalsdeildinni. Gomes var fyrsti brasilíski markvörðurinn til að spila í ensku úrvalsdeildinni.
Sjá einnig:Gylfi hefur mætt Neuer, Cech og De Gea en Gomes er besti markvörðurinn
Gomes er einnig besti markvörðurinn sem íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson hefur spilað á móti.
Gylfi valdi ellefu mann liði með erfiðustu andstæðingunum fyrir nokkrum árum en liðið birtist í bók sem fjallaði um atvinnumannaferil hans til þess tíma og hét „Atvinnumaðurinn Gylfi Sigurðsson“.
BBC Sport fékk Heurelho Gomes til dæma um það hvor landa hans sé betri markvörður. Það má sjá dóm hans hér fyrir neðan.
Who is the best goalkeeper - Alisson or Ederson?@hdgomes has his say. pic.twitter.com/1kxKULiq4s
— BBC Sport (@BBCSport) March 29, 2019
Heurelho Gomes talar um bestu kosti hvors markvarðar fyrir sig og hvar þeir þurfi síðan að bæta sig til að verða enn betri. Gomes finnst Alisson Becker verða fullkominn markvörður og eina sem hann finnur að honum er að hann tekur kannski of mikla áhættu í sínum leik.
Ederson þarf að bæta sig í fyrirgjöfum að mati Heurelho Gomes. Gomes hrósar Ederson aftur á móti mikið fyrir spyrnur hans fram völlinn og segir að báðir markverðirnir séu mjög góðir í að verja skot. Hann sé því ekki mikið á milli þeirra en er samt á því að Alisson Becker sé betri markvörður í dag.