Lögn undir dal á 410 milljónir Garðar Örn Úlfarsson skrifar 25. júlí 2019 07:00 Hitaveitustokkur var fyrst lagður yfir Elliðaárdal í framkvæmdum á árunum 1939 til 1943. Fréttablaðið/Valli Veitur leggja nýja lögn neðanjarðar, undir Elliðaárdal og kvíslar Elliðaánna. Ódýrasti kosturinn segir upplýsingastjóri Veitna. Núverandi stokkar eru of litlir til að unnt sé að endurnýja lagnir í þeim. „Við erum ekki bara að endurnýja lagnir heldur líka stækka þær í þessari framkvæmd,“ segir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingastjóri Veitna, um endurnýjun lagna frá Reykjanesbraut við Sprengisand í gegnum Elliðaárdal og upp með Rafstöðvarvegi. „Um er að ræða fráveitulagnir, kaldavatnslagnir, hitaveitulagnir, raflagnir ásamt fjarskiptalögnum Gagnaveitu Reykjavíkur og Mílu. Kostnaðaráætlun heildarverksins er um 1,5 milljarðar en inni í þeirri tölu er hlutur Reykjavíkurborgar, Gagnaveitu Reykjavíkur og Mílu,“ segir Ólöf. Athygli hefur vakið að fjarlægja á hitaveitustokka sem liggja þvert yfir Elliðaárdal neðanverðan og leggja nýjar lagnir neðanjarðar í staðinn. „Skoðaðar voru nokkrar lausnir fyrir þverun Elliðaáa fyrir allar veitulagnir,“ segir Ólöf. Aðspurð um kostnaðinn við þá lausn sem valin hefur verið yfir Elliðaárdal, það er lagning neðanjarðar með tveimur hituveitulögnum, segir Ólöf hann áætlaðan 410 milljónir króna. Lagnir ofanjarðar á steyptum undirstöðum yfir Elliðaár hefðu kostað 450 milljónir og lagning ofanjarðar í nýjum steyptum stokki yfir Elliðaár myndi kosta 570 milljónir króna. „Að auki var í forhönnun skoðað að bora undir Elliðaárnar og Reykjanesbrautina, en sökum mikillar áhættu í slíku verki var fallið frá því auk þess sem það var langsamlega dýrasti kosturinn. Annar ókostur við slíka framkvæmd er að við borun þurfa lagnir að vera á miklu dýpi sem gerir alla viðhaldsvinnu afar erfiða,“ útskýrir Ólöf. Ekki er eingöngu verið að endurnýja lagnir heldur líka stækka þær. „Einnig er verið að bæta við kaldavatnslögnum og rafstrengjum. Því eru núverandi stokkar of litlir fyrir endurnýjaðar og nýjar lagnir,“ segir Ólöf. Enn fremur bendir Ólöf á að ef steypa ætti nýja stokka þyrfti sú vinna að fara fram yfir sumartímann. „Það getur haft mikil áhrif á lífríki Elliðaánna en áhersla er lögð á að raska því sem allra minnst við framkvæmdirnar. Eru þær tímasettar til að svo megi verða,“ segir hún. Lagnirnar eiga að ganga undir kvíslar Elliðaánna og verður það verk unnið að vetrarlagi svo það trufli ekki göngur laxfiska. Stokkarnir yfir Elliðaárdal eiga sér sögu sem nær áttatíu ár aftur í tímann og hafa þeir unnið sér sess sem samönguæð þeirra sem ganga, hlaupa og hjóla í dalnum. „Fyrsti stokkurinn var lagður þegar Reykjaæð var lögð úr Mosfellssveit á stríðsárunum. Samkvæmt mínum heimildum var það unnið á árunum 1939 til 1943,“ segir Ólöf sem kveðst ekki hafa nákvæmar upplýsingar um það hvenær á því tímabili stokkurinn yfir Elliðaárnar var byggður. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Reykjavík Skipulag Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Veitur leggja nýja lögn neðanjarðar, undir Elliðaárdal og kvíslar Elliðaánna. Ódýrasti kosturinn segir upplýsingastjóri Veitna. Núverandi stokkar eru of litlir til að unnt sé að endurnýja lagnir í þeim. „Við erum ekki bara að endurnýja lagnir heldur líka stækka þær í þessari framkvæmd,“ segir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingastjóri Veitna, um endurnýjun lagna frá Reykjanesbraut við Sprengisand í gegnum Elliðaárdal og upp með Rafstöðvarvegi. „Um er að ræða fráveitulagnir, kaldavatnslagnir, hitaveitulagnir, raflagnir ásamt fjarskiptalögnum Gagnaveitu Reykjavíkur og Mílu. Kostnaðaráætlun heildarverksins er um 1,5 milljarðar en inni í þeirri tölu er hlutur Reykjavíkurborgar, Gagnaveitu Reykjavíkur og Mílu,“ segir Ólöf. Athygli hefur vakið að fjarlægja á hitaveitustokka sem liggja þvert yfir Elliðaárdal neðanverðan og leggja nýjar lagnir neðanjarðar í staðinn. „Skoðaðar voru nokkrar lausnir fyrir þverun Elliðaáa fyrir allar veitulagnir,“ segir Ólöf. Aðspurð um kostnaðinn við þá lausn sem valin hefur verið yfir Elliðaárdal, það er lagning neðanjarðar með tveimur hituveitulögnum, segir Ólöf hann áætlaðan 410 milljónir króna. Lagnir ofanjarðar á steyptum undirstöðum yfir Elliðaár hefðu kostað 450 milljónir og lagning ofanjarðar í nýjum steyptum stokki yfir Elliðaár myndi kosta 570 milljónir króna. „Að auki var í forhönnun skoðað að bora undir Elliðaárnar og Reykjanesbrautina, en sökum mikillar áhættu í slíku verki var fallið frá því auk þess sem það var langsamlega dýrasti kosturinn. Annar ókostur við slíka framkvæmd er að við borun þurfa lagnir að vera á miklu dýpi sem gerir alla viðhaldsvinnu afar erfiða,“ útskýrir Ólöf. Ekki er eingöngu verið að endurnýja lagnir heldur líka stækka þær. „Einnig er verið að bæta við kaldavatnslögnum og rafstrengjum. Því eru núverandi stokkar of litlir fyrir endurnýjaðar og nýjar lagnir,“ segir Ólöf. Enn fremur bendir Ólöf á að ef steypa ætti nýja stokka þyrfti sú vinna að fara fram yfir sumartímann. „Það getur haft mikil áhrif á lífríki Elliðaánna en áhersla er lögð á að raska því sem allra minnst við framkvæmdirnar. Eru þær tímasettar til að svo megi verða,“ segir hún. Lagnirnar eiga að ganga undir kvíslar Elliðaánna og verður það verk unnið að vetrarlagi svo það trufli ekki göngur laxfiska. Stokkarnir yfir Elliðaárdal eiga sér sögu sem nær áttatíu ár aftur í tímann og hafa þeir unnið sér sess sem samönguæð þeirra sem ganga, hlaupa og hjóla í dalnum. „Fyrsti stokkurinn var lagður þegar Reykjaæð var lögð úr Mosfellssveit á stríðsárunum. Samkvæmt mínum heimildum var það unnið á árunum 1939 til 1943,“ segir Ólöf sem kveðst ekki hafa nákvæmar upplýsingar um það hvenær á því tímabili stokkurinn yfir Elliðaárnar var byggður.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Reykjavík Skipulag Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira