Akstur undir áhrifum jókst mikið í júní Andri Eysteinsson skrifar 19. júlí 2019 13:30 Tölurnar má sjá í afbrotaskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Gögn úr nýrri afbrotaskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem birt var í gær, sýnir að skráðum brotum sem snúa að akstri undir áhrifum áfengis eða annarra vímugjafa hefur fjölgað milli mánaða og einnig á milli ára.Skýrslan er gefin út mánaðarlega og sýnir tölfræði frá öllum fjórum löggæslusvæðum borgarinnar. Í skýrslunni sem gefin er út fyrir júnímánuð segir að samtals hafi verið skráð 328 brot þar sem ökumaður var grunaður um akstur undir áhrifum, 194 þeirra tengdust ávana- og fíkniefnum en 134 akstri undir áhrifum áfengis. Brotum fjölgaði um 31,7% milli mánaða en í maí voru skráð brot 249 talsins. Milli ára nemur fjölgunin 62 brotum sem nemur 23,3% aukningu. Þá er í skýrslunni borin saman tölfræði ársins við tölfræði fyrri ára. Tekinn er heildarfjöldi brota það sem af er ári og er borið saman við sama tímabil síðustu þriggja ára. Samtals hefur verið tilkynnt um 971 fíkniefnaakstursbrot á fyrstu sex mánuðum ársins og 584 ölvunarakstursmál. Um er að ræða 46% aukningu frá meðaltali síðustu ára sé litið til fíkniefnaaksturs en 18% aukning er á ölvunarakstri.Aukning frá fyrstu sex mánuðum 2016 er um 80% Fyrir þremur árum, 2016, höfðu á sama tíma ársins verið skráð 497 fíkniefnaaksturbrot og 368 ölvunarakstursbrot, samtals 865 brot. Aukningin frá því ári nemur því nærri 80%. Í fyrra, 2018 voru fíkniefnaakstursmál 795 talsins en ölvunarmál 579. Milli ára er aukningin því 13,1%. Stærstur hluti brotanna hafa verið skráð á löggæslusvæði 1 en svæði nær meðal annars yfir Miðborgina og Vesturbæ. Brotin voru í heildina 159 í júní og telst fjölgun mála á svæðinu vera mikil. Í maí voru brotin 104 og er aukningin því um 53%. Sjá má í skýrslu lögreglunnar að brotum sem þessum fjölgar á þrem af fjórum löggæslusvæðum höfuðborgarsvæðisins. Eina löggæslusvæðið þar sem brotunum hefur ekki fjölgað sé miðað við síðustu sex mánuði og síðasta ár er svæði 3, Breiðholt og Kópavogur. Lögreglumál Umferðaröryggi Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Gögn úr nýrri afbrotaskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem birt var í gær, sýnir að skráðum brotum sem snúa að akstri undir áhrifum áfengis eða annarra vímugjafa hefur fjölgað milli mánaða og einnig á milli ára.Skýrslan er gefin út mánaðarlega og sýnir tölfræði frá öllum fjórum löggæslusvæðum borgarinnar. Í skýrslunni sem gefin er út fyrir júnímánuð segir að samtals hafi verið skráð 328 brot þar sem ökumaður var grunaður um akstur undir áhrifum, 194 þeirra tengdust ávana- og fíkniefnum en 134 akstri undir áhrifum áfengis. Brotum fjölgaði um 31,7% milli mánaða en í maí voru skráð brot 249 talsins. Milli ára nemur fjölgunin 62 brotum sem nemur 23,3% aukningu. Þá er í skýrslunni borin saman tölfræði ársins við tölfræði fyrri ára. Tekinn er heildarfjöldi brota það sem af er ári og er borið saman við sama tímabil síðustu þriggja ára. Samtals hefur verið tilkynnt um 971 fíkniefnaakstursbrot á fyrstu sex mánuðum ársins og 584 ölvunarakstursmál. Um er að ræða 46% aukningu frá meðaltali síðustu ára sé litið til fíkniefnaaksturs en 18% aukning er á ölvunarakstri.Aukning frá fyrstu sex mánuðum 2016 er um 80% Fyrir þremur árum, 2016, höfðu á sama tíma ársins verið skráð 497 fíkniefnaaksturbrot og 368 ölvunarakstursbrot, samtals 865 brot. Aukningin frá því ári nemur því nærri 80%. Í fyrra, 2018 voru fíkniefnaakstursmál 795 talsins en ölvunarmál 579. Milli ára er aukningin því 13,1%. Stærstur hluti brotanna hafa verið skráð á löggæslusvæði 1 en svæði nær meðal annars yfir Miðborgina og Vesturbæ. Brotin voru í heildina 159 í júní og telst fjölgun mála á svæðinu vera mikil. Í maí voru brotin 104 og er aukningin því um 53%. Sjá má í skýrslu lögreglunnar að brotum sem þessum fjölgar á þrem af fjórum löggæslusvæðum höfuðborgarsvæðisins. Eina löggæslusvæðið þar sem brotunum hefur ekki fjölgað sé miðað við síðustu sex mánuði og síðasta ár er svæði 3, Breiðholt og Kópavogur.
Lögreglumál Umferðaröryggi Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira