Hafna öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við Hvalárvirkjun Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júlí 2019 17:30 Svæði við Hvalárósa. Mynd/Tómas Guðbjartsson Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur til bráðabirgða hafnað kröfum landeigenda og umhverfisverndarsamtaka um stöðvun framkvæmda við fyrirhugaða Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði. Eigendur jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi lýsa yfir miklum vonbrigðum vegna ákvörðunarinnar. Málið á sér nokkuð langan aðdraganda. Hreppsnefnd Árneshrepps samþykkti deiliskipulag fyrir fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar í mars. Á fundi þann 12. Júní síðastliðinn samþykkti nefndin jafnframt umsókn Vesturverks ehf. um framkvæmdaleyfi fyrir vinnuvegum og efnistöku vegna rannsókna fyrir Hvalárvirkjun. Á sama fundi í júní samþykkti nefndin framkvæmdaleyfi vegna viðhalds á Ófeigsfjarðarvegi.Sjá einnig: Stöðvaði gröfu VesturVerks Landeigendur í Drangavík í Árneshreppi á Ströndum kærðu í kjölfarið þessar ákvarðanir hreppsnefndar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Náttúruverndarsamtökin Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Rjúkandi, Ungir umhverfissinnar og ÓFEIG náttúrvernd, auk fleiri landeigenda á svæðinu, kærðu einnig ákvörðun hreppsins um að veita Vesturverki framkvæmdaleyfið. Kærendur kröfðust þess að ákvarðanirnar verði felldar úr gildi, að réttaráhrifum deiliskipulags yrði frestað og framkvæmdir stöðvaðar á meðan málið er til meðferðar fyrir úrskurðarnefndinni. Kærurnar voru teknar fyrir á fundi úrskurðarnefndar í dag. Í niðurstöðu nefndarinnar kemur m.a. fram að með þeim framkvæmdum sem hafa verið samþykktar og fara munu fram sumarið 2019 sé ekki til staðar sú hætta á óafturkræfu tjóni að leiði eigi til stöðvunar framkvæmda á meðan málið er til efnislegrar meðferðar fyrir nefndinni. Er öllum kröfum kærenda þannig hafnað til bráðabirgða. Ákveðinn skilningur þó fólginn í úrskurðinum Eigendur meirihluta jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi, sem eru í hópi kærenda, lýsa yfir miklum vonbrigðum með þessa ákvörðun í yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla í kjölfar bráðabirgðaniðurstöðu úrskurðarnefndar. „Yfirvofandi framkvæmdir munu valda óafturkræfum umhverfisspjöllum, sama þó Vesturverk fullyrði annað. Við Hvalárósa áformar Vesturverk að moka upp mörg þúsund tonnum af efni, slétta plan fyrir vinnubúðir við ármót Hvalár og Rjúkandi og leggja stálgrindarbrú yfir ána. Þá eru fornminjar í hættu vegna vegaframkvæmda,“ segir í yfirlýsingu landeigendanna. Þó er lýst yfir ánægju með það að úrskurðarnefndin hyggist halda efnismeðferð kærunnar áfram og telja landeigendur þá ákvörðun sýna „ákveðinn skilning“ á aðstæðum. „[…] og að í niðurstöðu sinni bendir hún [úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála] Vesturverki á að það beri alla áhættu af því að hefja framkvæmdir meðan ekki liggur fyrir endanleg niðurstaða um lögmæti þeirra.“ Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Orkumál Umhverfismál Tengdar fréttir VesturVerk segir kortið sett fram til að tefja framkvæmdir Talsmaður VesturVerks segir að kæra byggð á nýju landamerkjakorti sé sett fram til að tefja framkvæmdir við Hvalárvirkjun. Þessu hafnar teiknarinn. Málið snýst um túlkun á skjali frá 19. öld. 6. júlí 2019 09:00 Framkvæmdir halda áfram eins og engin kæra hafi borist Framkvæmdaraðili heldur sínu striki þangað til úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kemst að niðurstöðu. 9. júlí 2019 12:15 Mest lesið Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur til bráðabirgða hafnað kröfum landeigenda og umhverfisverndarsamtaka um stöðvun framkvæmda við fyrirhugaða Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði. Eigendur jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi lýsa yfir miklum vonbrigðum vegna ákvörðunarinnar. Málið á sér nokkuð langan aðdraganda. Hreppsnefnd Árneshrepps samþykkti deiliskipulag fyrir fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar í mars. Á fundi þann 12. Júní síðastliðinn samþykkti nefndin jafnframt umsókn Vesturverks ehf. um framkvæmdaleyfi fyrir vinnuvegum og efnistöku vegna rannsókna fyrir Hvalárvirkjun. Á sama fundi í júní samþykkti nefndin framkvæmdaleyfi vegna viðhalds á Ófeigsfjarðarvegi.Sjá einnig: Stöðvaði gröfu VesturVerks Landeigendur í Drangavík í Árneshreppi á Ströndum kærðu í kjölfarið þessar ákvarðanir hreppsnefndar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Náttúruverndarsamtökin Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Rjúkandi, Ungir umhverfissinnar og ÓFEIG náttúrvernd, auk fleiri landeigenda á svæðinu, kærðu einnig ákvörðun hreppsins um að veita Vesturverki framkvæmdaleyfið. Kærendur kröfðust þess að ákvarðanirnar verði felldar úr gildi, að réttaráhrifum deiliskipulags yrði frestað og framkvæmdir stöðvaðar á meðan málið er til meðferðar fyrir úrskurðarnefndinni. Kærurnar voru teknar fyrir á fundi úrskurðarnefndar í dag. Í niðurstöðu nefndarinnar kemur m.a. fram að með þeim framkvæmdum sem hafa verið samþykktar og fara munu fram sumarið 2019 sé ekki til staðar sú hætta á óafturkræfu tjóni að leiði eigi til stöðvunar framkvæmda á meðan málið er til efnislegrar meðferðar fyrir nefndinni. Er öllum kröfum kærenda þannig hafnað til bráðabirgða. Ákveðinn skilningur þó fólginn í úrskurðinum Eigendur meirihluta jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi, sem eru í hópi kærenda, lýsa yfir miklum vonbrigðum með þessa ákvörðun í yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla í kjölfar bráðabirgðaniðurstöðu úrskurðarnefndar. „Yfirvofandi framkvæmdir munu valda óafturkræfum umhverfisspjöllum, sama þó Vesturverk fullyrði annað. Við Hvalárósa áformar Vesturverk að moka upp mörg þúsund tonnum af efni, slétta plan fyrir vinnubúðir við ármót Hvalár og Rjúkandi og leggja stálgrindarbrú yfir ána. Þá eru fornminjar í hættu vegna vegaframkvæmda,“ segir í yfirlýsingu landeigendanna. Þó er lýst yfir ánægju með það að úrskurðarnefndin hyggist halda efnismeðferð kærunnar áfram og telja landeigendur þá ákvörðun sýna „ákveðinn skilning“ á aðstæðum. „[…] og að í niðurstöðu sinni bendir hún [úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála] Vesturverki á að það beri alla áhættu af því að hefja framkvæmdir meðan ekki liggur fyrir endanleg niðurstaða um lögmæti þeirra.“
Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Orkumál Umhverfismál Tengdar fréttir VesturVerk segir kortið sett fram til að tefja framkvæmdir Talsmaður VesturVerks segir að kæra byggð á nýju landamerkjakorti sé sett fram til að tefja framkvæmdir við Hvalárvirkjun. Þessu hafnar teiknarinn. Málið snýst um túlkun á skjali frá 19. öld. 6. júlí 2019 09:00 Framkvæmdir halda áfram eins og engin kæra hafi borist Framkvæmdaraðili heldur sínu striki þangað til úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kemst að niðurstöðu. 9. júlí 2019 12:15 Mest lesið Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
VesturVerk segir kortið sett fram til að tefja framkvæmdir Talsmaður VesturVerks segir að kæra byggð á nýju landamerkjakorti sé sett fram til að tefja framkvæmdir við Hvalárvirkjun. Þessu hafnar teiknarinn. Málið snýst um túlkun á skjali frá 19. öld. 6. júlí 2019 09:00
Framkvæmdir halda áfram eins og engin kæra hafi borist Framkvæmdaraðili heldur sínu striki þangað til úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kemst að niðurstöðu. 9. júlí 2019 12:15