Bandaríkjastjórn íhugar að hætta að taka við flóttamönnum Kjartan Kjartansson skrifar 19. júlí 2019 07:41 Hugmyndin um að hætta að taka við flóttafólki er talin runnin undan rifjum Stephens Miller, eins helsta harðlínumannsins í innsta hring Trump forseta. Vísir/EPA Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta er nú sögð hugleiða að hætta nær alfarið að taka á móti flóttamönnum á næsta ári. Móttökum flóttamanna fækkaði þegar um þriðjung á þessu ári en harðlínumenn í stjórn Trump hafa róið að því öllum árum að fækka innflytjendum sem koma til Bandaríkjanna jafnt löglega sem ólöglega.Bandaríska blaðið Politico hefur eftir heimildarmönnum sínum að fulltrúi Borgara- og innflytjendastofnunarinnar sem sé náinn bandamaður Stephens Miller, ráðgjafa Trump forseta í innflytjendamálum og harðlínumanns, hafi lagt til að kvótinn fyrir flóttamenn verði núll á næsta ári. Á fundi embættismanna um móttöku flóttamanna í síðustu viku hafi fulltrúar heimavarnaráðuneytisins á móti lagt til að fjöldinn verði einhvers staðar á bilinu 3.000 til 10.000 flóttamenn. Bandaríkin ætla að taka við 30.000 flóttamönnum á þessu ári. Hugmyndin um að hætta að taka við flóttamönnum er ekki sögð hugnast utanríkisráðuneytinu. Það vilji ekki hætta að veita Írökum sem hafa hætt lífi sínu til að aðstoða Bandaríkjaher í heimalandinu hæli í Bandaríkjunum. Fyrr í vikunni lagði ríkisstjórn Trump fram nýjar reglur til að takmarka verulega hverjir geta sótt um hæli í Bandaríkjunum. Samkvæmt þeim getur fólk sem hefur farið í gegnum annað land á leið sinni til Bandaríkjanna ekki sótt um hæli þar. Það á við um langflesta þeirra sem sækja um hæli á landamærunum að Mexíkó. Líklegt er að lögmæti reglnanna komi til kasta dómstóla. Bandaríkin Donald Trump Flóttamenn Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Sjá meira
Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta er nú sögð hugleiða að hætta nær alfarið að taka á móti flóttamönnum á næsta ári. Móttökum flóttamanna fækkaði þegar um þriðjung á þessu ári en harðlínumenn í stjórn Trump hafa róið að því öllum árum að fækka innflytjendum sem koma til Bandaríkjanna jafnt löglega sem ólöglega.Bandaríska blaðið Politico hefur eftir heimildarmönnum sínum að fulltrúi Borgara- og innflytjendastofnunarinnar sem sé náinn bandamaður Stephens Miller, ráðgjafa Trump forseta í innflytjendamálum og harðlínumanns, hafi lagt til að kvótinn fyrir flóttamenn verði núll á næsta ári. Á fundi embættismanna um móttöku flóttamanna í síðustu viku hafi fulltrúar heimavarnaráðuneytisins á móti lagt til að fjöldinn verði einhvers staðar á bilinu 3.000 til 10.000 flóttamenn. Bandaríkin ætla að taka við 30.000 flóttamönnum á þessu ári. Hugmyndin um að hætta að taka við flóttamönnum er ekki sögð hugnast utanríkisráðuneytinu. Það vilji ekki hætta að veita Írökum sem hafa hætt lífi sínu til að aðstoða Bandaríkjaher í heimalandinu hæli í Bandaríkjunum. Fyrr í vikunni lagði ríkisstjórn Trump fram nýjar reglur til að takmarka verulega hverjir geta sótt um hæli í Bandaríkjunum. Samkvæmt þeim getur fólk sem hefur farið í gegnum annað land á leið sinni til Bandaríkjanna ekki sótt um hæli þar. Það á við um langflesta þeirra sem sækja um hæli á landamærunum að Mexíkó. Líklegt er að lögmæti reglnanna komi til kasta dómstóla.
Bandaríkin Donald Trump Flóttamenn Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Sjá meira