Fjárlaganefnd ræðir rekstrarvanda Landspítalans Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. ágúst 2019 13:47 Rekstrarvandi Landspítalans hefur verið nokkuð til umræðu að undanförnu. Vísir/Vilhelm Formaður fjárlaganefndar segir alvarlegt þegar ríkisstofnanir fara fram úr fjárheimildum. Nefndin kemur saman í næstu viku til að fara yfir sex mánaða uppgjör og í framhaldinu verða fulltrúar heilbrigðisráðuneytis og Landspítala kallaðir fyrir nefndina til að ræða rekstrarhalla Landspítalans. Rekstrarvandi Landspítalans hefur verið til umræðu að undanförnu. Til að mynda liggur fyrir að fjórum framkvæmdastjórum verði sagt upp auk þess tímabundnar ráðningar fimm annarra framkvæmdastjóra eru að renna sitt skeið á enda. Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar segir að rekstrarvandi spítalans verði tekinn fyrir á vettvangi nefndarinnar. „Já alveg örugglega. Nú eigum við eftir að fá sex mánaða uppgjörið til nefndarinnar og þegar nefndarmenn og nefndin erum búin að fara yfir það og ræða á fundi með fjármálaráðuneytinu þá munum við kalla til hlutaðeigandi aðila, þá heilbrigðisráðuneytið og forstöðumenn Landspítalans. Hann kveðst ekki vita hversu miklum fjárhæðum framúrkeyrslan nemi, enda hafi hann ekki fengið sex mánaða uppgjör í hendurnar. Of snemmt sé að segja til um það hvort eða með hvaða hætti rekstrarhallinn í ár hafi áhrif á fjárlög næsta árs.Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar.Vísir/Vilhelm„Það er auðvitað ekkert sjálfgefið að einhver halli sem kann að myndast, hvernig hann er í raun og veru afgreiddur. Það stefndi í halla í ársfjórðungsuppgjöri og þar skilaði ráðuneytið tillögum í samstarfi við Landspítalann og við þurfum að fara yfir gaumgæfilega yfir það svona hvernig hefur tekist til með þær,“ segir Willum. Eftir atvikum verði þá skoðað hvað hafi brugðist og hvernig hallinn er tilkominn. Það sé alltaf alvarlegt mál þegar stofnanir fari fram úr fjárheimildum. „Þetta eru í raun og veru lög frá Alþingi og í sjálfu sér ekki heimild til þess að fara yfir á fjárlögum,“ segir Willum. Fjárlaganefnd kemur saman til fundar á fimmtudaginn í næstu viku en fjárlagafrumvarp ársins 2020 verður fyrsta mál þingvetrarins. Þá liggur einnig fyrir fjárlaganefnd að fara yfir ársskýrslur ráðherra en á fundi nefndarinnar í næstu viku verður fyrst farið yfir sex mánaða uppgjör frá fjármálaráðuneytinu. Alþingi Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira
Formaður fjárlaganefndar segir alvarlegt þegar ríkisstofnanir fara fram úr fjárheimildum. Nefndin kemur saman í næstu viku til að fara yfir sex mánaða uppgjör og í framhaldinu verða fulltrúar heilbrigðisráðuneytis og Landspítala kallaðir fyrir nefndina til að ræða rekstrarhalla Landspítalans. Rekstrarvandi Landspítalans hefur verið til umræðu að undanförnu. Til að mynda liggur fyrir að fjórum framkvæmdastjórum verði sagt upp auk þess tímabundnar ráðningar fimm annarra framkvæmdastjóra eru að renna sitt skeið á enda. Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar segir að rekstrarvandi spítalans verði tekinn fyrir á vettvangi nefndarinnar. „Já alveg örugglega. Nú eigum við eftir að fá sex mánaða uppgjörið til nefndarinnar og þegar nefndarmenn og nefndin erum búin að fara yfir það og ræða á fundi með fjármálaráðuneytinu þá munum við kalla til hlutaðeigandi aðila, þá heilbrigðisráðuneytið og forstöðumenn Landspítalans. Hann kveðst ekki vita hversu miklum fjárhæðum framúrkeyrslan nemi, enda hafi hann ekki fengið sex mánaða uppgjör í hendurnar. Of snemmt sé að segja til um það hvort eða með hvaða hætti rekstrarhallinn í ár hafi áhrif á fjárlög næsta árs.Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar.Vísir/Vilhelm„Það er auðvitað ekkert sjálfgefið að einhver halli sem kann að myndast, hvernig hann er í raun og veru afgreiddur. Það stefndi í halla í ársfjórðungsuppgjöri og þar skilaði ráðuneytið tillögum í samstarfi við Landspítalann og við þurfum að fara yfir gaumgæfilega yfir það svona hvernig hefur tekist til með þær,“ segir Willum. Eftir atvikum verði þá skoðað hvað hafi brugðist og hvernig hallinn er tilkominn. Það sé alltaf alvarlegt mál þegar stofnanir fari fram úr fjárheimildum. „Þetta eru í raun og veru lög frá Alþingi og í sjálfu sér ekki heimild til þess að fara yfir á fjárlögum,“ segir Willum. Fjárlaganefnd kemur saman til fundar á fimmtudaginn í næstu viku en fjárlagafrumvarp ársins 2020 verður fyrsta mál þingvetrarins. Þá liggur einnig fyrir fjárlaganefnd að fara yfir ársskýrslur ráðherra en á fundi nefndarinnar í næstu viku verður fyrst farið yfir sex mánaða uppgjör frá fjármálaráðuneytinu.
Alþingi Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira