Bergþór að öllum líkindum á leið í nefndarformennsku á ný Heimir Már Pétursson skrifar 11. september 2019 13:23 Jón Gunnarsson tók við Bergþóri sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar. Vísir/vilhelm Útlit er fyrir að Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins taki aftur við formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis en hann lét tímabundið af formennsku í febrúar vegna Klausturmálsins svokallaða. Óánægja er innan Vinstri grænna með rýran hlut flokksins í forystu fyrir nefndum þingsins. Hefð hefur verið fyrir því í mörg undanfarin ár að stjórnarmeirihluti hverju sinni gefi eftir formennsku í einni til þremur nefndum þingsins til stjórnarandstöðuflokka. Eftir síðustu kosningar í október 2017 varð að samkomulagi að stjórnarandstaðan fengi formennsku í þremur nefndum; stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sem féll í hlut Samfylkingarinnar, velferðarnefnd sem Píratar fengu og umhverfis- og samgöngunefnd þar sem Miðflokkurinn fékk formennsku. Eftir að Klausturmálið svokallaða kom upp sagði Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins tímabundið af sér formennsku. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður nefndarinnar tók við formennskunni samkvæmt tillögu fulltrúa Miðflokksins í nefndinni og með stuðningi Karls Gauta Hjaltasonar Flokki fólksins í nefndinni sem síðar gekk ásamt Ólafi Ísleifssyni í Miðflokkinn. Jón var því kjörinn með stuðningi fulltrúa stjórnarflokkanna, Miðflokksins og Flokks fólksins. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar buðu hins vegar að einhver þingmaður Miðflokksins sem ekki hefði verið á Klausturfundinum tæki við formennskunni eða að Hanna Katrín Friðriksson fulltrúi Viðreisnar í nefndinni tæki tímabundið við formennskunni. Nú gætir óánægju innan þingliðs Vinstri grænna með hlut flokksins hvað varðar formennsku í nefndum. Vinstri græn og Framsóknarflokkur hafa formennsku í einni nefnd hvor flokkur en Sjálfstæðisflokkurinn í þremur, eða fjórum ef tímabundin formennska Jóns Gunnarssonar í umhverfis- og samgöngunefnd er talin með. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna segir formennsku í nefndum vera í samræmi við samkomulag sem meiri- og minnihluti gerðu með sér eftir myndun ríkisstjórnarinnar. Formennska í umhverfis- og samgöngunefnd hafi fallið í skaut minnihlutans. „Og auðvitað þetta ástand sem kom upp í fyrrahaust varð til þess að breytingar urðu á. Það er kannski minnihlutans að finna út úr því núna. Hvort þau geti leyst það. Ef það gerist ekki þarf bara að endurhugsa það. Þá kemur væntanlega að okkur eins og hinum í stjórnarmeirihlutanum. En ég geri nú bara fastlega ráð fyrir að minnihlutinn leysi þetta innan sinna raða,“ segir Bjarkey. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að sjónarmið Jóns Gunnarssonar og Vinstri grænna í umhverfis- og samgöngumálum fara ekki alltaf saman. En eðli málsins samkvæmt fara flest mál umhverfisráðherra fyrir nefndina. „Það liggur náttúrlega alveg fyrir að Jón deilir ekki sömu skoðunum og umhverfisráðherra. Hann hefur talað um það mjög opinskátt. Ég ætla ekki að fullyrða neitt um að hann hafi tafið sérstaklega fyrir málum. Ég vil trúa því að við séum saman í þessari ríkisstjórn að leiða góð mál til lykta,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Formannsdagar Jóns á enda Þingflokkar stjórnarandstöðunnar hafa ekki náð samkomulagi um hver gegna eigi formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd. Nái þeir ekki lendingu fer formennska til Vinstri grænna eftir reiknireglu. 11. september 2019 07:15 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira
Útlit er fyrir að Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins taki aftur við formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis en hann lét tímabundið af formennsku í febrúar vegna Klausturmálsins svokallaða. Óánægja er innan Vinstri grænna með rýran hlut flokksins í forystu fyrir nefndum þingsins. Hefð hefur verið fyrir því í mörg undanfarin ár að stjórnarmeirihluti hverju sinni gefi eftir formennsku í einni til þremur nefndum þingsins til stjórnarandstöðuflokka. Eftir síðustu kosningar í október 2017 varð að samkomulagi að stjórnarandstaðan fengi formennsku í þremur nefndum; stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sem féll í hlut Samfylkingarinnar, velferðarnefnd sem Píratar fengu og umhverfis- og samgöngunefnd þar sem Miðflokkurinn fékk formennsku. Eftir að Klausturmálið svokallaða kom upp sagði Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins tímabundið af sér formennsku. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður nefndarinnar tók við formennskunni samkvæmt tillögu fulltrúa Miðflokksins í nefndinni og með stuðningi Karls Gauta Hjaltasonar Flokki fólksins í nefndinni sem síðar gekk ásamt Ólafi Ísleifssyni í Miðflokkinn. Jón var því kjörinn með stuðningi fulltrúa stjórnarflokkanna, Miðflokksins og Flokks fólksins. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar buðu hins vegar að einhver þingmaður Miðflokksins sem ekki hefði verið á Klausturfundinum tæki við formennskunni eða að Hanna Katrín Friðriksson fulltrúi Viðreisnar í nefndinni tæki tímabundið við formennskunni. Nú gætir óánægju innan þingliðs Vinstri grænna með hlut flokksins hvað varðar formennsku í nefndum. Vinstri græn og Framsóknarflokkur hafa formennsku í einni nefnd hvor flokkur en Sjálfstæðisflokkurinn í þremur, eða fjórum ef tímabundin formennska Jóns Gunnarssonar í umhverfis- og samgöngunefnd er talin með. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna segir formennsku í nefndum vera í samræmi við samkomulag sem meiri- og minnihluti gerðu með sér eftir myndun ríkisstjórnarinnar. Formennska í umhverfis- og samgöngunefnd hafi fallið í skaut minnihlutans. „Og auðvitað þetta ástand sem kom upp í fyrrahaust varð til þess að breytingar urðu á. Það er kannski minnihlutans að finna út úr því núna. Hvort þau geti leyst það. Ef það gerist ekki þarf bara að endurhugsa það. Þá kemur væntanlega að okkur eins og hinum í stjórnarmeirihlutanum. En ég geri nú bara fastlega ráð fyrir að minnihlutinn leysi þetta innan sinna raða,“ segir Bjarkey. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að sjónarmið Jóns Gunnarssonar og Vinstri grænna í umhverfis- og samgöngumálum fara ekki alltaf saman. En eðli málsins samkvæmt fara flest mál umhverfisráðherra fyrir nefndina. „Það liggur náttúrlega alveg fyrir að Jón deilir ekki sömu skoðunum og umhverfisráðherra. Hann hefur talað um það mjög opinskátt. Ég ætla ekki að fullyrða neitt um að hann hafi tafið sérstaklega fyrir málum. Ég vil trúa því að við séum saman í þessari ríkisstjórn að leiða góð mál til lykta,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Formannsdagar Jóns á enda Þingflokkar stjórnarandstöðunnar hafa ekki náð samkomulagi um hver gegna eigi formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd. Nái þeir ekki lendingu fer formennska til Vinstri grænna eftir reiknireglu. 11. september 2019 07:15 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira
Formannsdagar Jóns á enda Þingflokkar stjórnarandstöðunnar hafa ekki náð samkomulagi um hver gegna eigi formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd. Nái þeir ekki lendingu fer formennska til Vinstri grænna eftir reiknireglu. 11. september 2019 07:15