Borgin tekur U-beygju í viðhorfi til breytinga á bílskúrum í íbúðir Birgir Olgeirsson skrifar 24. janúar 2019 11:10 Hverfisskipluaginu er ætla að fjölga íbúum í grónum hverfum og gera þau þannig sjálfbærari. Vísir/Vilhelm Nýju hverfaskipulagi fyrir Árbæ, Selás og Ártúnsholt er ætlað að glæða hverfin nýju lífi með því að fá fleiri íbúa þangað þannig að grundvöllur sé fyrir aukinni verslun og þjónustu. Þannig verði hverfin sjálfbærari. Þetta sagði Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar kom fram að þetta nýja hverfaskipulag væri algjör viðsnúningur í viðhorfi borgarinnar til þess að breyta bílskúrum í íbúðir. Gunnlaugur Helgason, annar af þáttastjórnendum Bítisins, sagði í þættinum að hann hefði heyrt það í gegnum tíðina að byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar hefði aldrei samþykkt umsóknir um að breyta bílskúrum í íbúðir. Sigurborg sagði þetta rétt og gekkst við því að um U-beygju væri að ræða í stefnu borgarinnar. Þrátt fyrir að ekki hefðu fengist leyfi fyrir að breyta bílskúrum í íbúðir þá væri raunveruleikinn sá að borgarbúar geri það engu að síður í mörgum tilvikum og því sé eðlilegra að festa þá heimild í reglugerð. Hverfisskipulagið er nýtt skipulagstæki sem einfaldar íbúum að gera breytingar á fasteignum sínum í eldri hverfum borgarinnar og opnar á möguleika á verulegri fjölgun lítilla íbúða í grónum hverfum. Verður skipulagið tekið fyrir í borgarráði í dag.Sigurborg Ósk Haraldsdóttir.Sigurborg sagði gríðarlega mikla vinnu að baki þessu skipulagi og rýnt í öll eldri skipulög og hugsað út í hvað hægt er að gera við húsin í hverfinu, hvar sé hægt að byggja og bæta við. Þegar hverfisskipulagið hefur öðlast gildi þá geta íbúar slegið heimilisfang sitt í hverfasjána og fengið þá upp allar heimildir á sínu húsnæði og hvernig þeir bera sig að við að sækja um heimildir. Hún fullyrti að aldrei hefði verið haft jafn mikið samráð við íbúa í einu skipulagsverkefni. Haldnir voru margir fundir með mismunandi rýnihópum en einnig voru svokallaðir eldhugar í hverfinu fengnir að borðinu. Hún sagði almenna sátt með þetta skipulag því ekki vær verið að neyða neinn til breytinga heldur geta íbúar sótt um á sínum forsendum. Nýja skipulaginu er ætlað að stuðla að verulegri fjölgun íbúða en samkvæmt áætlunum verður hægt að fjölga íbúðum í þessum þremur hverfum um 1.989. Í fyrsta lagi er um að ræða viðbætur á lóð sem geta verið viðbyggingar, ofanábyggingar eða aukabyggingar. Síðan verður leyft að skipta stórum eignum upp í smærri einingar og búa til fleiri íbúðir þar sem aðstæður leyfa. Þá verður hægt að breyta atvinnuhúsnæði, bílskúrum eða geymslum í íbúðir. Húsnæðismál Skipulag Tengdar fréttir Auka frelsi húseigenda í þremur borgarhverfum Eigendur húsnæðis í Árbæ, Selás og Ártúnsholti geta með nýju hverfisskipulagi fengið heimild til að byggja við og skipta upp húsnæðinu til að bæta við íbúðum. 24. janúar 2019 06:15 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Nýju hverfaskipulagi fyrir Árbæ, Selás og Ártúnsholt er ætlað að glæða hverfin nýju lífi með því að fá fleiri íbúa þangað þannig að grundvöllur sé fyrir aukinni verslun og þjónustu. Þannig verði hverfin sjálfbærari. Þetta sagði Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar kom fram að þetta nýja hverfaskipulag væri algjör viðsnúningur í viðhorfi borgarinnar til þess að breyta bílskúrum í íbúðir. Gunnlaugur Helgason, annar af þáttastjórnendum Bítisins, sagði í þættinum að hann hefði heyrt það í gegnum tíðina að byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar hefði aldrei samþykkt umsóknir um að breyta bílskúrum í íbúðir. Sigurborg sagði þetta rétt og gekkst við því að um U-beygju væri að ræða í stefnu borgarinnar. Þrátt fyrir að ekki hefðu fengist leyfi fyrir að breyta bílskúrum í íbúðir þá væri raunveruleikinn sá að borgarbúar geri það engu að síður í mörgum tilvikum og því sé eðlilegra að festa þá heimild í reglugerð. Hverfisskipulagið er nýtt skipulagstæki sem einfaldar íbúum að gera breytingar á fasteignum sínum í eldri hverfum borgarinnar og opnar á möguleika á verulegri fjölgun lítilla íbúða í grónum hverfum. Verður skipulagið tekið fyrir í borgarráði í dag.Sigurborg Ósk Haraldsdóttir.Sigurborg sagði gríðarlega mikla vinnu að baki þessu skipulagi og rýnt í öll eldri skipulög og hugsað út í hvað hægt er að gera við húsin í hverfinu, hvar sé hægt að byggja og bæta við. Þegar hverfisskipulagið hefur öðlast gildi þá geta íbúar slegið heimilisfang sitt í hverfasjána og fengið þá upp allar heimildir á sínu húsnæði og hvernig þeir bera sig að við að sækja um heimildir. Hún fullyrti að aldrei hefði verið haft jafn mikið samráð við íbúa í einu skipulagsverkefni. Haldnir voru margir fundir með mismunandi rýnihópum en einnig voru svokallaðir eldhugar í hverfinu fengnir að borðinu. Hún sagði almenna sátt með þetta skipulag því ekki vær verið að neyða neinn til breytinga heldur geta íbúar sótt um á sínum forsendum. Nýja skipulaginu er ætlað að stuðla að verulegri fjölgun íbúða en samkvæmt áætlunum verður hægt að fjölga íbúðum í þessum þremur hverfum um 1.989. Í fyrsta lagi er um að ræða viðbætur á lóð sem geta verið viðbyggingar, ofanábyggingar eða aukabyggingar. Síðan verður leyft að skipta stórum eignum upp í smærri einingar og búa til fleiri íbúðir þar sem aðstæður leyfa. Þá verður hægt að breyta atvinnuhúsnæði, bílskúrum eða geymslum í íbúðir.
Húsnæðismál Skipulag Tengdar fréttir Auka frelsi húseigenda í þremur borgarhverfum Eigendur húsnæðis í Árbæ, Selás og Ártúnsholti geta með nýju hverfisskipulagi fengið heimild til að byggja við og skipta upp húsnæðinu til að bæta við íbúðum. 24. janúar 2019 06:15 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Auka frelsi húseigenda í þremur borgarhverfum Eigendur húsnæðis í Árbæ, Selás og Ártúnsholti geta með nýju hverfisskipulagi fengið heimild til að byggja við og skipta upp húsnæðinu til að bæta við íbúðum. 24. janúar 2019 06:15