Ólíklegt að sátt náist á Bandaríkjaþingi í kvöld Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 24. janúar 2019 19:15 Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana, í öldungadeild Bandaríkjaþings. EPA/Jim Lo Scalzo Þingmenn öldungadeildar Bandaríkjaþings greiða atkvæði í kvöld um tvö frumvörp sem gætu bundið enda á lokun alríkisstofnana þar í landi. Um fjórðungur alríkisstofnana hefur verið lokaður í 33 daga og um 800 þúsund alríkisstarfsmenn hafa ekki mætt til vinnu í rúman mánuð og þéna engin laun á meðan. Lokunina má rekja til deilna Repúblikana og Demókrata um fjármögnun landamæramúrs Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Leiðtogar flokkanna tveggja hafa lagt fram hvor sitt frumvarpið til að freista þess að binda enda á lokunina. Afar ólíklegt er að þau fari í gegn um þingið líkt og Vísir greindi frá í vikunni. Frumvarp Repúblikana felur í sér 5,7 milljarða dollara fjármögnun landamæramúrsins í skiptum fyrir þriggja ára vernd fyrir um 700 þúsund börn ólöglegra innflytjenda, svokallaðan DACA-hóp, og rúmlega 300 þúsund ólöglega innflytjendur sem eru í Bandaríkjunum af ýmsum ástæðum, til dæmis af mannúðarástæðum. Frumvarp Demókrata felur í sér fjármögnun alríkisstofnana til 8. febrúar til að skapa svigrúm til að geta samið við forsetann um fjármögnun landamæragæslunnar án þess að það bitni á starfsfólki ríkisins og þjónustu þess. Repúblíkanar eru með 53 atkvæði í öldungadeildinni og Demókratar 47 en 60 atkvæði þarf til að ná öðru hvoru frumvarpinu í gegn um deildina. Þá hefur lokun alríkisstofnana einnig haft áhrif á fyrirhugaða stefnuræðu forsetans. Stefnuræðan átti samkvæmt dagskrá að fara fram þriðjudaginn 29. janúar. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur ákveðið að leggja ekki fram ályktun í þinginu sem heimilar forsetanum að flytja stefnuræðuna þar til alríkisstofnanir hafa verið fjármagnaðar. Donald Trump Bandaríkjaforseti brást ókvæða við tíðindunum en féllst í gærkvöldi á það að fresta ræðunni. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump setur fram málamiðlunartillögu til þess að binda enda á lokun alríkisstofnana Demókratar þykja ekki líklegir til þess að samþykkja nýjasta útspil Trump í baráttunni um landamæramúrinn. 19. janúar 2019 21:50 Málamiðlun demókrata og repúblikana í útgjaldadeilu líklega andvana fædd Til stendur að greiða atkvæði um tvö frumvörp sem gætu skorið á hnútinn og opnað lokaðar alríkisstofnanir. Hvorugt þeirra er líklegt til að hljóta samþykki þingsins. 22. janúar 2019 22:49 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Þingmenn öldungadeildar Bandaríkjaþings greiða atkvæði í kvöld um tvö frumvörp sem gætu bundið enda á lokun alríkisstofnana þar í landi. Um fjórðungur alríkisstofnana hefur verið lokaður í 33 daga og um 800 þúsund alríkisstarfsmenn hafa ekki mætt til vinnu í rúman mánuð og þéna engin laun á meðan. Lokunina má rekja til deilna Repúblikana og Demókrata um fjármögnun landamæramúrs Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Leiðtogar flokkanna tveggja hafa lagt fram hvor sitt frumvarpið til að freista þess að binda enda á lokunina. Afar ólíklegt er að þau fari í gegn um þingið líkt og Vísir greindi frá í vikunni. Frumvarp Repúblikana felur í sér 5,7 milljarða dollara fjármögnun landamæramúrsins í skiptum fyrir þriggja ára vernd fyrir um 700 þúsund börn ólöglegra innflytjenda, svokallaðan DACA-hóp, og rúmlega 300 þúsund ólöglega innflytjendur sem eru í Bandaríkjunum af ýmsum ástæðum, til dæmis af mannúðarástæðum. Frumvarp Demókrata felur í sér fjármögnun alríkisstofnana til 8. febrúar til að skapa svigrúm til að geta samið við forsetann um fjármögnun landamæragæslunnar án þess að það bitni á starfsfólki ríkisins og þjónustu þess. Repúblíkanar eru með 53 atkvæði í öldungadeildinni og Demókratar 47 en 60 atkvæði þarf til að ná öðru hvoru frumvarpinu í gegn um deildina. Þá hefur lokun alríkisstofnana einnig haft áhrif á fyrirhugaða stefnuræðu forsetans. Stefnuræðan átti samkvæmt dagskrá að fara fram þriðjudaginn 29. janúar. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur ákveðið að leggja ekki fram ályktun í þinginu sem heimilar forsetanum að flytja stefnuræðuna þar til alríkisstofnanir hafa verið fjármagnaðar. Donald Trump Bandaríkjaforseti brást ókvæða við tíðindunum en féllst í gærkvöldi á það að fresta ræðunni.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump setur fram málamiðlunartillögu til þess að binda enda á lokun alríkisstofnana Demókratar þykja ekki líklegir til þess að samþykkja nýjasta útspil Trump í baráttunni um landamæramúrinn. 19. janúar 2019 21:50 Málamiðlun demókrata og repúblikana í útgjaldadeilu líklega andvana fædd Til stendur að greiða atkvæði um tvö frumvörp sem gætu skorið á hnútinn og opnað lokaðar alríkisstofnanir. Hvorugt þeirra er líklegt til að hljóta samþykki þingsins. 22. janúar 2019 22:49 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Trump setur fram málamiðlunartillögu til þess að binda enda á lokun alríkisstofnana Demókratar þykja ekki líklegir til þess að samþykkja nýjasta útspil Trump í baráttunni um landamæramúrinn. 19. janúar 2019 21:50
Málamiðlun demókrata og repúblikana í útgjaldadeilu líklega andvana fædd Til stendur að greiða atkvæði um tvö frumvörp sem gætu skorið á hnútinn og opnað lokaðar alríkisstofnanir. Hvorugt þeirra er líklegt til að hljóta samþykki þingsins. 22. janúar 2019 22:49