Ýmsar ástæður fyrir minnkandi frjósemi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. janúar 2019 19:00 Fjöldi fæðinga á ævi hverrar konu var eitt komma sjö barn hér á landi á síðasta ári en var 2,8 börn árið 1970. Til að viðhalda mannfjöldanum þarf hún að vera um 2,1 barn. Ragnhildur Magnúsdóttir fæðingar-og kvensjúkdómalæknir hjá Livio Reykjavík segir skorta þekkingu á frjósemi en sífellt stærri hópur kvenna hugi ekki að barneignum fyrr en um 35 ára aldur sem sé of seint. „Þær eru að verða eldri en þá verða til færri börn því það er ekki nægur tími, eiga erfiðara með að ná þungun og missa frekar fóstur. Þær halda að þær geti átt börn miklu lengur en lífsklukkan segir til um,“ segir Ragnhildur. Signý Hersisdóttir, fósturfræðingur hjá Livio Reykjavík, segir að frjósemi hafi minnkað um 40% hjá körlum síðan 1970. Ýmsir þættir hafi áhrif á frjósemina. „Frjósemin hefur snarminnkað vegna hækkandi aldurs fólks, þyngdaraukningar en líka of lítil þyngdar. Reykingar og lífshættir hafi einnig mikil áhrif á frjósemi. Plast í umhverfinu getur haft áhrif á frjósemi karla og of mikil seta en hún getur valdið minni sæðisframleiðslu,“ segir Signý. Fyrirtækið Livio sem þær Ragnhildur og Signý starfa hjá sér um meðferðir við ófrjósemi en meðalaldur kvenna sem þurfa á meðferð að halda er 36 ára. Ragnhildur segir að ef konur séu orðnar of gamlar sé gjafaegg oft meðal síðustu úrræðanna í meðferð. Hins vegar sé löng bið eftir þeim. „Það er um árs biðslisti eftir gjafaeggjum og á þeim lista eru 60 konur. Í fyrra gáfu 40 konur egg en þörfin fyrir slíkt er sívaxandi,“ segir Ragnhildur að lokum. Málþingi um aldur og frjósemi er haldið á Læknadögum í Hörpu á morgun. Börn og uppeldi Frjósemi Heilbrigðismál Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Fjöldi fæðinga á ævi hverrar konu var eitt komma sjö barn hér á landi á síðasta ári en var 2,8 börn árið 1970. Til að viðhalda mannfjöldanum þarf hún að vera um 2,1 barn. Ragnhildur Magnúsdóttir fæðingar-og kvensjúkdómalæknir hjá Livio Reykjavík segir skorta þekkingu á frjósemi en sífellt stærri hópur kvenna hugi ekki að barneignum fyrr en um 35 ára aldur sem sé of seint. „Þær eru að verða eldri en þá verða til færri börn því það er ekki nægur tími, eiga erfiðara með að ná þungun og missa frekar fóstur. Þær halda að þær geti átt börn miklu lengur en lífsklukkan segir til um,“ segir Ragnhildur. Signý Hersisdóttir, fósturfræðingur hjá Livio Reykjavík, segir að frjósemi hafi minnkað um 40% hjá körlum síðan 1970. Ýmsir þættir hafi áhrif á frjósemina. „Frjósemin hefur snarminnkað vegna hækkandi aldurs fólks, þyngdaraukningar en líka of lítil þyngdar. Reykingar og lífshættir hafi einnig mikil áhrif á frjósemi. Plast í umhverfinu getur haft áhrif á frjósemi karla og of mikil seta en hún getur valdið minni sæðisframleiðslu,“ segir Signý. Fyrirtækið Livio sem þær Ragnhildur og Signý starfa hjá sér um meðferðir við ófrjósemi en meðalaldur kvenna sem þurfa á meðferð að halda er 36 ára. Ragnhildur segir að ef konur séu orðnar of gamlar sé gjafaegg oft meðal síðustu úrræðanna í meðferð. Hins vegar sé löng bið eftir þeim. „Það er um árs biðslisti eftir gjafaeggjum og á þeim lista eru 60 konur. Í fyrra gáfu 40 konur egg en þörfin fyrir slíkt er sívaxandi,“ segir Ragnhildur að lokum. Málþingi um aldur og frjósemi er haldið á Læknadögum í Hörpu á morgun.
Börn og uppeldi Frjósemi Heilbrigðismál Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira