„Gulu vestin“ hyggjast bjóða fram til Evrópuþingsins Atli Ísleifsson skrifar 24. janúar 2019 23:54 Frá mótmælum "gulu vestanna“ við Eiffelturninn í París. Getty Franska mótmælendahreyfingin sem kennir sig við „gul vesti“ hefur tilkynnt að hún ætli sér að bjóða fram í kosningum til Evrópuþingsins í maí. Er hreyfingin nú þegar búin að tilkynna um tíu frambjóðendur og að vonir standi til að 79 verði á framboðslistanum þegar upp er staðið. Hreyfingin spratt upp úr mótmælum gegn hækkun eldneytisverðs í nóvember. Síðustu vikurnar hafa tugþúsundir tekið þátt í mótmælum „gulu vestanna“í París og víðar í Frakklandi. Reglulega hefur komið til átaka milli mótmælenda og lögreglu og eru þau sögð þau verstu í París frá árinu 1968.Tákn um gamaldags elítisma Hreyfingin leggst gegn núverandi stjórnkerfi, bæði í Frakklandi og innan Evrópusambandsins, og segja Emmanuel Macron Frakklandsforseta vera tákn um gamaldags elítisma og ekki vera í neinum tengslum við franskan almenning. Frambjóðendurnir tíu eru á aldrinum 29 til 53 og koma úr hinum ýmsu sviðum samfélagsins. BBC segir frá því að í frambjóðendahópnum sé meðal annars að finna framkvæmdastjóra lítils fyrirtækis, lögmann, og heilbrigðisstarfsmann. Sex frambjóðendanna eru konur en fjórir eru karlar. Þessi nýja stjórnmálahreyfing kallar sig RIC og hefur enn ekki verið skipaður leiðtogi eða formaður. Le Monde greinir frá því að flokkurinn þurfi nú að safna saman um 700 þúsund evrum, tæpum 100 milljónum króna, til að geta boðið fram. Kosningar til Evrópuþingsins standa frá 23. til 26. maí. Evrópusambandið Frakkland Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Fleiri fréttir Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Sjá meira
Franska mótmælendahreyfingin sem kennir sig við „gul vesti“ hefur tilkynnt að hún ætli sér að bjóða fram í kosningum til Evrópuþingsins í maí. Er hreyfingin nú þegar búin að tilkynna um tíu frambjóðendur og að vonir standi til að 79 verði á framboðslistanum þegar upp er staðið. Hreyfingin spratt upp úr mótmælum gegn hækkun eldneytisverðs í nóvember. Síðustu vikurnar hafa tugþúsundir tekið þátt í mótmælum „gulu vestanna“í París og víðar í Frakklandi. Reglulega hefur komið til átaka milli mótmælenda og lögreglu og eru þau sögð þau verstu í París frá árinu 1968.Tákn um gamaldags elítisma Hreyfingin leggst gegn núverandi stjórnkerfi, bæði í Frakklandi og innan Evrópusambandsins, og segja Emmanuel Macron Frakklandsforseta vera tákn um gamaldags elítisma og ekki vera í neinum tengslum við franskan almenning. Frambjóðendurnir tíu eru á aldrinum 29 til 53 og koma úr hinum ýmsu sviðum samfélagsins. BBC segir frá því að í frambjóðendahópnum sé meðal annars að finna framkvæmdastjóra lítils fyrirtækis, lögmann, og heilbrigðisstarfsmann. Sex frambjóðendanna eru konur en fjórir eru karlar. Þessi nýja stjórnmálahreyfing kallar sig RIC og hefur enn ekki verið skipaður leiðtogi eða formaður. Le Monde greinir frá því að flokkurinn þurfi nú að safna saman um 700 þúsund evrum, tæpum 100 milljónum króna, til að geta boðið fram. Kosningar til Evrópuþingsins standa frá 23. til 26. maí.
Evrópusambandið Frakkland Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Fleiri fréttir Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent